Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Sum börn þurfa að berjast við sjúkdóma alla sína æsku. Þessi litlu kraftaverkabörn eru al- vöru hetjur og neita að gefast upp. DV ræddi við foreldra nokkurra barna sem eiga það sam- eiginlegt að meira hefur verið lagt á þau en önnur börn. Foreldrarnir eru allir afar stoltir af litlu hetjunum sínum enda ekki annað hægt. Sjokkið vegna greiningarinnar Kom ari seinna „Honum líður vel en fer í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti og sjúkraþjálfun þrisvar í viku,“ segir Margrét Sigurjóns- dóttir sem á soninn Hrannar Tuma. Hrannar Tumi fæddist með ónæmisgalla sem nefnist CVID en foreldrar hans höfðu gengið lækna á milli í sex ár áður en greiningin fékkst. Síðustu þrjú árin hefur Tumi verið í meðferð og þar sem sjúkdómurinn er ólæknandi mun hann þurfa á með- höndlun að halda alla ævi. „Meðgangan og fæðingin gengu mjög vel og hann var hraustur strákur. Hann var hins vegar lengi að byrja að ganga, var með astma og greindist með of lága vöðva- spennu auk þess sem hann fékk ítrekaðar sýkingar," segir Margrét. „Ég er alveg klár á því að þessi sjúkdómuri er van- greindur á Islandi því ef við miðum okkur við Bandaríkin, þá ættu 500 manns að vera með hann á meðan aðeins 20 til 30 manns hafa verið greindir hér,“ segir Margrét sem er í stjórn Lindar - félags um meðfædda ónæmisgalla en heimasíða félagsins er onaemisgallar.is. Hrannar Tumi missir einn dag úr skólanum á þriggja vikna fresti en veikindunum fylgir einnig gigt sem Margrét segir mestu pláguna. „Stundum getur hann ekki farið í skól- ann í heila viku auk þess sem hann verður oft lasinn eftir lyíjagjöfina. Hann hefur átt erfitt andlega enda getur hann ekki tekið þátt í félagslífmu í skólanum af fullum krafti eins og hinir strákarnir í bekknum en það sem bjargar honum er hvað hann er ofsalega gömul sál. Hann er rólegur og góður drengur og tekur veikindunum með jafnaðargeði." Margrét segir viðbrögð sín við greiningunni hafa komið henni sjálfri á óvart. Hún hafði fengið að vita að barnið hennar yrði veikt alla sína ævi en þó fann hún fyrir miklum létti. „Þetta var meira sjokk fyrir manninn minn en mig. Ég var fegin að vita loksins hvað amaði að honum því oft hafði ég á tilfinningunni að ég væri einfaldlega svona móðursjúk. En ári eftir að hann greindist kom sjokkið og ég fór ofsa- lega langt niður,“ segir Margrét og bætir við að hún hafl óhlýðnast lækninum með því að lesa sér til um sjúkdóminn á netinu. „Læknirinn varaði mig við að lesa um þetta á net- inu því þar eru náttúrulega misvísandi upplýsingar. Á ein- um stað sá ég að lífslíkur þessara barna væri ekki góðar en læknirinn róaði mig niður og í dag veit ég að lyfln tryggja honum gott líf. Hrannar Tumi verður að læra að lifa með sjúkdómnum eins og sykursjúkir og aðrir sjúklingar." Lífsglaður og skemmtilegur hjartastrákur „Hann hefur alltaf verið mjög meðfæri- legur, hress og kátur drengur, og er það enn í dag," segir Gróa Jónsdóttir, móðir Jakobs Levís sem fæddist með alvarlegan hjartagalla sem nefnist Transposition of great vessels. „Hann hefur það mjög fínt í dag,“ segir Gróa en hún og eiginmaður hennar eiga auk þess þrjú eldri börn. Strax í fæðing- unni kom í ljós að eitthvað væri að en Jak- ob Levf var blár þegar hann kom í heim- inn. „Læknir var viðstaddur fæðinguna þar sem ég var með meðgöngusykursýki," seg- ir Gróa og bætir við að Jakob Leví hafi ver- ið tekinn strax og settur á vökudeild. „Greiningin kom fljótt í ljós og hjartalækn- ir kom til okkar og lýsti fyrir okkur gallan- um. Við fórum svo til Boston þegar hann var fimm daga gamall.“ Hjartagallinn var það alvarlegur að Jakob Leví hefði dáið ef hann hefði ekki komist í aðgerð. í dag hefur hann farið tvisvar sinnum til Boston og er auk þess undir reglulegu eftirliti. „Við fórum aftur út í maí þegar hann var sjö mánaða. Að- gerðin gekk vel en hún var mun stærri en við bjuggumst við. Önnur æðin var ónýt og hann fékk æð úr 12 ára barni en um þá æð þarf að skipta þegar hann verður tíu til tólf ára,“ segir Gróa. Æðin hefði átt að duga honum til framtíðar en sagan hefur sýnt að hún skreppur saman f íslenskum sjúkling- um. Gróa segir eldri systkini Jakobs Levís ofsalega stolt af litla bróður enda duglegur strákur. Jakob fer ekki á leikskóla heldur er hann heima með mömmu sinni enda mun meiri hætta á allskyns sýkingum þegar maður er svona lítill og veikur fyrir. „Hann er farinn að babbla heilmikið og hleypur um húsið í göngugrindinni. Hann er voðalega lífsglaður og skemmtilegur strákur," segir mamma hans stolt og vill nota tækifærið og koma á framfæri þakk- læti til Gunnlaugs Sigfússonar barna- hjartalæknis og Báru Sigurjónsdóttur heimahjúkrunarkonu. „Þau tvö eru búin að reynast okkur ofsalega vel og eru algjör- ar perlur." Stolt af sínum Jakob Leví ásamt eldri systkinum sínum og Gróu mömmu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.