Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005 Menning DV 1 DRÁPIÐ eftir Per Fly var frumsýnd í fyrrakvöld i Kaupmannahöfn og lauk þar með þríleik hans um und- irstéttina.yfír- og millistéttina i dönsku samfélagi. Bekkurinn og Arfurinn voru fyrri myndirnar tvær og Drápið sem segir frá millistétt- inni og hennar hæga sálardrepi fékk f gær hástemmt lofí dönsku jpressunni. ÞEIR fá ekki óperuhús í Árósum, en fyrirhuguð bygging undirJósku Óp- eruna var þar flautuð af. Er þó Jóska Óperan miðlungs óperuhús á norður-evrópskan mælikvarða. Það styttist í aö útkljáð verði hverjir reisi og reki tónlistarhúsið okkar, en tveir keppendur eru búnir að kynna verkefnin frá sínum sjónarhóli fyrir hinum fjölmennu nefndum álits- gjafa. Gefst þeim nú næði til að svara gagnrýni með bættum tillög- um en I lok september ræðst hvaða tillaga verður ofan á. Þá verðurlíka Ijóst hver fær þann samfellda höf- uðverk að reka húsið. -*f!ÁÐHERRA menntamála virðist hafa hugsað litið áður en hún tók til máls á opinberum vettvangi um Listdansskóla Islands sem hún vill leggja niður. Heimildir okkar greina frá að enginn í dansgeiranum hefur heyrt í ráðherranum um málið. Hljóta þær systur, Þorgerður og Kar- ítas, nú að ráða ráðum sínum en viðbúið er að í vikunni hellistyfir þær mótmæli og gagnrýni hversu vanhugsuð þessi ráðagerð er. MÖNNUM býður ígrun að lokun skólans sé gerð í þeim tilgangi að redda aurum fyrir nýstofnaða dansbraut Listaháskólans sem til- kynnt var um i vor. Listaháskólinn verður að endurnýja þjónustusamning sinn við ráðuneyti og hvað er þá betra en að slátra dansskóla sem þóstyðursigviðal- | þjóðleg kerfi og þjálf- ' ar krakka frá blautu barnsbeini svo þau eru tæk í framhalds- nám. Listaháskóli tekur fólk inn við stúdentsprófen það ersá aldur þegar dansarar \ eru komnir í fulla vinnu. 1 RÍK ersú tilhneiging ísamfélaginu að binda allt nám í skapandi listum . við stúdentsprófsígildi. Rétt eins og 'menn telji það nauðsynlegt fyrir leikara, dansra, málara og hljóm- listarmenn að kunna lágmark í reikningi og óreglulegum sögnum og fornöfnum til að taka við þjálf- un I listrænum efnum,þarsem mestu gildir að fólk þjálfist I tækni og læri agaða vinnu. Þó að byggt verði hús yfir Listaháskóla við Aust- urhöfnina tryggirþað ekkigóða listamenn. Leikfélag Reykjavíkur hefur hundraðasta og níunda leikár sitt eftir nokkrar vikur. Verkefnaskráin einkennist eins og oft áður af blöndu stórhuga verkefna; Sölku Völku, Carmen og Lífsins tré, samstarfsverkefnum við sjálfstæða leikhópa og sí- gildu barnaverki, en Ronja ræningjadóttir snýr aftur í nýrri sviðsetningu. íslenski dansflokkurinn mun áfram starfa í Borgarleikhúsi og Nemendaleikhúsið verður með tvær sviðsetningar á Litla sviðinu. a ji ujjJíi Fjölbreytt leikar framundan Guðjón Pedersen leikhússtjóri BorgarleiMiússins er bara brattur þessa dagana. í næstu viku kynrúr hann nýtt leikár, hefur næstum klárað sumarfríið sitt og gerir sér samt vonir um fáeina staka daga í haustblíðunni. Hann segir s’íðasta leikár hafa gengið vel. Gestir í Borgarleikhúsi vom 135 þúsund á síðasta ári og uppgjör leik- ársins liggur fyrir en á eftir að ganga rétta boðleið um stjómkerfið. Hann segist vera ánægður, allt stefni í að reksturinn sé réttu megin - peninga- lega. í sumar hefur Kalli á þakinu verið sýndur um helgar á Stóra sviðinu en það er í fyrsta sinn sem barnasýning er í boði að sumri til í Borgarleikhúsi. Nokkur þeirra verka sem voru til sýninga fram á sumar verða tekin upp að nýju í haust en leikárið hefst þann 2. september. Þannig mun Belgíska Kongó koma aftur á svið en þetta fyrsta heilskvöldsverk Braga Ólafssonar var tekið af verkefna- skránni skömmu eftir áramót og hafði þá verið sýnt í rúmt ár fyrir fullu húsi. Kongó verður einnig leikið á Akur- eyri í samstarfi við Leikfélag Akur- eyrar. Einleikurinn Ausa verður aftur á fjölunum og Svik sem framleitt var í samstarfi við fyrirtæki Baltasars Kor- máks. Þá verður stórsýning Leikfélagsins, Ilíhýli vindanna, leikin á haustvikum en Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir á þessum vetri framhaldinu, Lífsins tré á Nýja sviði. Leikgerðir áberandi Leikgerðir halda áffam að vera fyrirferðarmiklar í verkefnavali Guð- jóns Pedersen leikstjóra en þetta er sjötta ár hans í sæti leikhússtjóra. í vor hófust æfingar á leikgerð Hrafnhildar Hagalín á Sölku Vöiku eftír Halldór Laxness í leikstjóm Eddu Heiðrúnar Bachman. Þá vom einnig komnar í ganga æfingar á Wozzek eftír George Buchner sem Vesturport mun frum- sýna á Stóra sviði í lok september. Sviðsetningunni stýrir Gísli Öm Garð- arsson en leikgerð vinnur Jón Atli Jón- asson í samstarfi við leikhópinn. Sýn- ingin verður á fjölum Borgarleikhúss- ins í tveimur lotum, en í millitíðinni verður hún á stóra sviði Barbican- leikhússins í London. Frumsýning á Sölku verður um miðjan október, en Þórhildur frum- sýnir Lífsins tré í lok október. Carmen sem leikverk Guðjón Pedersen snýr sér aftur að leikstjóm í húsinu en hann settí síðast á svið Herra Kíkóta Cervantes. Næst hyggst hann ráðast í Carmen eftir Bizet sem byggð er á smásögu Prosper Mérimée. Tónlistin verður endurút- sett af Agnari Má Ingólfssyni og takast á textar þeirra Meilhac og Ludovic sem skrifiiðu librettóið við kunnug- lega tónlist í nýjum búrúngi. Önnur kona sem fer sínar eigin leiðir, Ronja ræningjadóttir, kemur á stóra sviðið í febrúar og verður Sigrún Edda Bjömsdóttir leikstjóri en hún lék Ronju fyrir rúmum áratug á sama sviði. Þá er ótalið verkið Mein Kampf eftír þýska leikhúsmanninn Georg Tabori sem Hafliði Amgrímsson setur ásvið. HvererTabori? Tabori er Ungverji, fæddur 1914. Hann hefur verið áhrifamikill í menn- ingarlífi Evrópu um áratuga skeið. Hann kallar Mein Kampffarsa en það var frumsýnt 1987. Tabori flúði Þýska- land 1935 og starfaði fyrst í Bretlandi og síðar í Bandarfkjunum, sem dag- skrárgerðarmaður, þýðandi og höf- undur, meðal annars kvikmynda- handrita (I Confess eftir Hitchcock). Hann sneri heim til Þýskalands 1971 og er í miklum metum á megin- landinu. Skólasýningar og gestaleikir LeikJistardeild Listaháskólans mun hafa aðset- ur á Litla sviði til áramóta og setja þar á svið tvö verk undir Guðjón Peder- sen Leikhússtjóri Leikfélags Reykja- víkur í Borgarleik- húsi leikstjóm Stefáns Jónssonar og Hörpu Arnardóttur. Eftír áramót verða þar aðkomusýningar, Naglamir eftír Jón Gnarr og nýtt verk eftir Þórdísi Bachman. Það em hka aðkomusýningar sem setja svip á haustið: Edda Björgvins- dóttir og Þór Tuhm'us deila Nýja svið- inu fyrstu vikur leikársins með einleiki sína, Brilljant skilnað og Manntafl. Þá mun verður fslenski dansflokk- urinn með sýningar í Borgarleikhúsi, en dansárið hefst um næstu helgi þegar Reykja vik Dance Festival veröur með sýningar á nýjum verkum dans- höfunda á Nýja sviði. Edda Heiðrún Bachman Salka Valka verður fyrsta stóra verk- efni hennar I Borgar/eik- húsinu og verður frumsýnt t október ó Stóra sviðinu. ndlllUl Miiiyi son Verk Georgs Taboriereinaverk ó verkefnaskrónni sem er sótt I sam- timaleikritun meg- inlandsins. Þórhildur Þorleifs- dóttir Flytur sig um set ó Nýja sviðið með sfðari sviðsetningu sína eftir Vesturfarasögum Böðv- ars Guðmundssonar. Gísli Örn Garðars- son Æfirnúþýskt nitjóndu aldarverk sem verður leikið í Reykjavik og London. Sigrún Edda Björnsdóttir Ræðst ó Ronju öðru sinni og nú sem leikstýra. Listmunalán hafa nú verið í boði á annað ár og hátt í 250 sölusamningar eru á borði Aukin sala myndlistar Þau vom hróðug á blaða- mannafundi í gær fulltrúar Reykja- víkur, KB banka og gahería í Reykjavík og nágrenni. Fyrir rúmu ári var samþykkt átaksverkefni á vegum myndJistarmanna, menn- ingarnefndar Reykjavlkur, bankans og söluaðila um að setja kraft í sölu myndlistar. Samkomulagið var gert til þriggja ára og lögðu borgin og bankinn fram eina milljón á ári hvort til að greiða niður afföh á vaxtalausum lánum til listmuna- kaupa. Á móti slógu gallen', sem í upphafi vom níu en eru nú sextán, fjórðung af þóknun sinni og lista- menn fjórðung af verði verka sem seld væru með þessu nýja fyrir- komulagi. Aðilar eru sammála um að þessi tilraun hafi tekist vel. Fjármagns- aðilar hafa lagt fram fjórar milljónir en aðeins rúmar tvær og hálf hafa verið nýttar, sölusamningar em nærri 250 og velta samninga nálg- ast 50 milljónir. Með þessum hvata hefur staða myndlistargallería batnað, ungir og eldri myndlistar- menn hafa séð snögga aukningu í sölu verka. Verð flestra verka sem selst hafa er á bilinu 100 til 300 þús- und. Lánstími er að hámarki 36 mán- uðir og lágmarkslánsupphæð eru 36 þúsund. Útborgun skal nema 10% af upphæðinni og hægt er að greiða lánin upp hvenær sem er. Skilyrði fýrir sölunni em að verkið skipti höndum í fyrsta sinn, um fmmsölu sé að ræða, en ekki end- ursölu. Þá er áskilið að höfundur verksins sé starfandi. Verk látinna höfunda koma ekki til greina og verk eldri en 60 ára em undanskilin í samningnum. Myndlistarmarkaður á íslandi er talinn hafa verið í nokkurri lægð undanfarin ár. Ræðst það að áliti kunnustu manna af ytri áföUum vegna tíðra falsana á markaði þar sem eldri verk eiga í hlut, en margir telja að kaupendur listaverka leiti frekar eftir veggverkum en verkum annarrar formgerðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.