Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Bóndi fórnar lífi sínufyrir hund Bóndi nokkurá Englandi léstþegar þjóf- arstálu Land Rover- jeppa hans og keyrðu hann niður. Mick Boffey, 61 árs, var handviss um að hundurinn hans Jack væri f bíinum. Hljóp hann því á eftirþjófunum á jeppanum til þess að reyna að stöðva þá en var þess í stað keyrður niður. Lést hann af alvarlegum höfuðáverkum. Nokkru seinna fannst hundurinn hóipinn í öðr- um bíl bóndans. Lögreglan telur að þjófarnir hafi fært hundinn yfir í hinn bílinn áður en þeirstálu Land Rovern- um.„Mick og hundurinn hans Jack höfðu verið óaðskiljanlegir síðan hann tók flækingshundinn að sér fyrir þremur árum. Þeir voru góðir vinir og eyddu öll- um stundum saman," segir Bernice, ekkja Micks. Lögreglan leitar aðnú banamanna Micks. Ætlaði að dreifa myndbrotum af nauðguntilvina og kunningja Kynferðisafbrotamaður I Manchester á Englandi notaði farsíma til að kvik- mynda sjálfan sig meöan hann nauðg- aði unglingsstúlku. Myndbrotin ætlaði hann að nota tiiþess að geta montað sig afafrekinu seinna meir. Jon Leaver, 23 ára, ætlaði sér að senda myndirnar ömurlegu vinum og kunningjum. Stúlkuna hitti hann á næt- urklúbbi og til að byrja með fóruþau útaf klúbbnum til að eiga saman stund I húsasundi. Þegarstúlkan viidi hætta við kýldi Leaver hana tvisvar I andlitið og kjálkabraut hana. Var stúlkan skelfingu lostin vegna árásarinnar og ekki bætti úr skák þegar hún sá að maðurinn var að kvikmynda nauðgunina. Leaverhef- ur verið ákærður fyrir alvarlega líkams- árás og á nú yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi fyrir vikið. Pennavinur barnamorðingja hengirsig Pennavinur barnamorðingjans lans Huntley fyrirfór sér I síðustu viku en Huntley situr I fangelsi eins og flestir vita fyrir morðin á tveimur tíu ára göml- um stúlkum, þeim Holly Wells og Jessicu Simpson. Pennavinurinn hét Louise Giles en hún hafði fengið llfstíðardóm fyrir morð fyrir utan skemmtistað I Sheffield á Englandi fyrir rúmu ári. Lou- ise byrjaði að skrifa Huntley á meðan réttað varyfir henni en á meðan á rétt- arhöldunum stóð sátu þau bæði I Wa- kefield-fangelsinu á Englandi. Huntley færað sögn breska götublaðsins The Sun mikið afpósti frá„aðdáendum"en bréfin frá Louise vöktu sérstaka athygli hans.„Hun tley fær mikið afbréfum frá konum á Englandi sem hann svarar ekki en honum fannst eins og þessi kona væri að leita sér hjálpar hjá hon- um,“sagði heimildar- maður blaðsins spurður _ ' _, um ástæðu þess að Huntley ákvað að skrif- ast á við Louise. Eitt hrottalegasta morð í sögu Bandaríkjanna var framið í Texas, aðfaranótt ellefta mars árið 2003, þegar John Allen Rubion myrti börnin sín þrjú með aðstoð eigin- konu sinnar, Angelu Comacho 'AA MHn illuin Múih „Elsta dóttir mín byrjaði að tala eins og hún væri amma mín sem lést fyrir nokkm og sagðist hafa eignað sér sál dóttur minnar. Hún byijaði að hlæja og urra á mig. Konan mín sagði mér þá að drepa öll þrjú bömin því þau væru ill,“ sagði John Allen Rubion, 22 ára árásarmaður í einu af hrottalegri morðmálum seinni ára. Angela Comacho, 23 ára eigin- kona Johns, hélt því fram í yfirheyrslu hjá lögreglu að þau hefðu drepið bömin því þau hefðu ekki haft efiii á að fæða þau og klæða. Sakamál Hrottaleg slátrun Til að byrja með tók John hamar og mölvaði höfuðin á þremur hömstrum sem bömin áttu. Svo hellti hann yfir þá bleikiefni til að fullvissa sig um að þeir væri dauðir. Þegar því var lokið réðst hann á bömin sín þrjú með aðstoð móður þeirra, Angelu, svo úr varð það sem ekki er hægt að kalla annað en hrottalega slátrun. Börnin vom öll yngri en þriggja ára þegar þau létust. Enn í dag er óvíst hvers vegna John tók þessa afdrifa- ríku ákvörðun og hefur sögum hans og Angelu aldrei borið saman. Til að byija með sagðist John hafa myrt bömin sín því hann hélt að þau væm andsetin. Sagðist hann hafa heyrt raddir og var viss um að djöfullinn væri að tala við sig. Líkunum misþyrmt hræðilega I fjórar mínútur reyndi John að kyrkja bömin án þess að takast að drepa þau. Þá tók hann upp á því að stinga þau með hníf þar til þau drógu síðasta andann. Angela aðstoðaði hann með því að halda bömunum niðri. Kmfning leiddi í ljós að John hafði haldið áfram að stinga bömin eftir að þau vom látin, eða allt að tuttugu John Allen Rubion og kona hans Ang- ela Comacho Frömdu eitt hrottalegasta morð I sögu Bandarfkjanna. sinnum hvert og eitt. Því næst afhöfð- aði hann börnin. Eftir morðin hafði parið samfarir oftar en einu sinni í blóðpollinum. Það gerðu þau í þeirri vissu að það yrði í síðasta skiptið. Ekki hefði verið auðvelt að komast upp með morðin enda reyndu þau það varla. Þess í stað biðu þau sallaróleg eftir lögreglunni. Gekk inn í martröð Þegar börnin höfðu verið látin í sólarhring kom bróðir Johns í heim- sókn. Það tók hann ekki nema augna- blik að átta sig á hvað hafði gerst enda var íbúðin löðrandi í blóði. Hann hljóp út úr íbúðinni og hóaði í lögreglubíl sem var að keyra niður götuna. Lögreglumaður að nafni Carlos Garcia var fyrstur á vett- vang. Það er erfitt að segja til um hvort Carlos hefði nokkum tímann getað verið undirbúinn fyrir það sem hans beið í íbúð Johns og Angelu. Enda er það ekki á hveijum degi sem fólk gengur beint inn í sína verstu martröð. Þegar hann kom á staðinn sögðu skötuhjúin honum hvað hefði gerst og að honum væri velkomið að hand- taka þau. Þau gerðu sér grein fyrir að þau hefðu gert eitthvað rangt. Líkamshlutar á víð og dreif Lögreglumaðurinn Carlos Garcia kallaði á liðsauka enda var umhorfs í íbúðinni eins og á hræðilegum víg- velli. „Um öll gólf lágu klámblöð, skítug föt og annað msl. íbúðin var hroðalega skítug, kakkalakkar, maur- um og rottur úti um allt. Inni á milli hauganna af msli fundum við rusla- pokana sem innihéldu höfðuð Julissu, þriggja ára, og Mary Ann, tveggja mánaða. Við fætur eins rúmsins mátti sjá eitthvað sem líktist hauslausri dúkku. Það kom hins vegar í ljós að um var að ræða afhöfðað lík þriðja bamsins, Johns, sem var eins árs," sagði lög- reglumaðurinn Carlos sem skiljan- lega var skelfingu lostinn. Á meðan skelkaðir lögreglumenn skoðuðu íbúðina sýndi Angela þeim eldhúshníf sem John hafði notað til að drepa bömin. „Eftir hvert dráp tókum við okkur pásu til að stunda kynlíf í blóðpollinum,“ sagði Angela og virtist hin rólegasta. Falleg útför á sorgarstundu Nokkmm dögum seinna, eftir að John og Angela höfðu verið færð í gæsluvarðhald, vom bömin lögð til hinstu hvílu. Við athöfnina slepptu ættingjar barnanna þremur hvítum dúfum sem tákni um að þau fengju nú loks að hvíla í friði. Um tvöhundmð manns sóttu at- höfhina enda var fólk í sjokki yfir að slíkt voðaverk gæti átt sér stað. Fólk vildi votta börnunum virðingu sína. „Ég sagði bömunum í bænum mínum að foreldrar þeirra hefðu meitt þau en nú hvfla þau í friði. Nú em þau englar og laus við ofbeldis- fulla foreldra sína,“ sagði Díana1 Hernandez, ættingi bamanna. Bárust morðhótanir Þar sem fjölmiðlar sátu um íbúð Johns og Angelu dögum saman eftir atburðinn beindist mikil athygli að málinu og var fjallað um það í öllum helstu fréttamiðlum landsins. f kjölfarið barst foreldmnum fjöldinn „íbúðin var hroðalega skítug, kakkalakkar, maurar og rottur úti um allt. Inni á milli hauganna afrusli fundum við lík barn- anna/'sagði lögreglumaðurinn Carlos Garcia. allur af morðhótunum. Vom John og Angela því færð í öryggisgæslu á með- an þau biðu réttarhalda. Þegar að þeim kom var ákveðið að rétta yfir þeim sínu í hvom lagi og var óskað eftir dauðarefsingu í báðum tilvikum. Hafist var handa við að rétta yfir John því það var hann sem framdi verkn- aðinn að mestu leyti á meðan Angela veitti honum hjálparhönd. Satt að segja situr Angela enn í dag í fangelsi og bíður þess að réttarhöld yfir henni hefjist. Það er þó óvíst hvort almenn réttarhöld muni nokkurn tímann fara fram. Það veltur allt á andlegu ásigkomulagi hennar en hún á óneitanlega við geðræna kvilla að stríða. Jaðraði við geðveiki John Rubion var leiddur fyrir rétt í október árið 2003. Lögfræðingur hans sagði fyrir fullum sal að þó svo kvið- dómendur gætu verið sammála um að bömin hefðu ekki í raun verið haldin illum öndum, þá snérist málið um hvort John hefði trúað því. „Morðin em lýsandi dæmi um tmflaðan huga og er því augljóst að ekki er hægt að dæma John eins og fullvita rnann," sagði lögfræðingur- inn. Saksóknari málsins benti hins vegar á að John hefði andað að sér úr að minnsta kosti fimm dollum af sprey-málningu þennan dag sem hefði án ef brenglað huga hans og gæti hafa leitt til endanlegrar sturlun- ar. „Víman er ekki afsökun fyrir morði samkvæmt lögum í Texas. Það var hans ákvörðun að komast í vímu. Ef hann hefði ekki gert það væm bömin eflaust enn á lífi,“ tók sak- sóknarinn fram um leið og þögn sló á salinn. Á meðan réttarhöldin stóðu yfir var myndum af misþyrmdum líköm- um bamanna varpað á vegg. Lög- fræðingar Johns ákváðu að mótmæla ekki því þeir töldu að myndimar sýndu fram á enginn heilvita maður gæti hafa framið jafii hryllilegan glæp og þennan. Sá hlyti að vera alvarlega veikur á geði. Óskaði dauðarefsingar Eftir átta klukkustunda réttarhöld hafhaði kviðdómurinn beiðni lög- fræðinga Johns um að dæma hann sem geðveikan mann og sögðu hann sekan um öll þrjú morðin. Það var þó enn ekki ákveðið hvort John skyldi hljóta dauðarefsingu. En það var einmitt þá sem John sagði nokkuð sem seint mun gleymast. Hann ósk- aði sjálfur eftir því að fá að deyja. „Áttarðu þig á því hvað þú ert að biðja um?“ spurði dómarinn, ekki sannfærður. John svaraði játandi. „Er það trú þín að þér hafi verið fyrirgefið og þú munir hitta börnin þín aftur á himnum?" Enn á ný var svarið ját- andi. Kviðdómur sýndi enga mildi Lögfræðingar Johns hvöttu kvið- dómendur til að dæma hann til dauða og tóku fram að ef hann hefði eftir allt saman verið meðvitaður um gjörðir sínar, þá ætti að deyða hann. Þremur klukkustundum síðar höfðu kviðdómendur komist að nið- urstöðu. John Rubion skyldi láta lífið með banvænni sprautu. Formaður kviðdóms tók þó fram að John hefði ekki verið dæmdur til dauða til að láta undan beiðni hans. „Við sýndum enga vægð þegar að því kom að dæma enda er það varla hægt í máli sem þessu. Við tókum þessa ákvörð- un því þetta er það sem samviskan krefst af okkur," sagði hann. Morð sett á svið til að grípa tilræðismanninn glóðvolgan Sniðugir lögreglumenn I Bandaríkjun- um settu á svið morð á konu að nafni Marcia til þess að grípa fyrrverandi eiginmann hennar glóðvolgan. Lög- reglan hafði komist að því fyrir slysni að eiginmaðurinn vildi konu sína feiga eftir erfiðan skilnað og var þvl ákveðið að komast að þvi hversu mikil alvara væri I málinu. Eiginmað- urinn fyrrverandi, Christopher Hoar, sat á bak við lás og slá þegar upp komst um málið en það var einn af samföngum hans sem sagði lögregl- unni frá því að hann hefði heyrt Chistopher tala um morð. Hann hefði talað opinskátt um að ráða leigu- morðingja til þess að losa sig við Marciu. Til að komast að því hversu langt Chistopher myndi ganga, dulbjó einn lögreglumannanna sig sem leigumorðingja að nafni Juan Gonza- les og fór I fangelsið til að hitta hann. Christopher bauð lögreglumanninum um 800.000 krónur fyrir morðið. Til að fullvissa sig um að Christopher væri sekur fékk lögreglan Marciu til að láta taka mynd afsér þar sem leit út fyrir að hún væri látin. Christopher var svo færð myndin en á henni mátti sjá Marciu liggja á gólfinu og blóð virtist leka úr höfði hennar. Christopher lét i Ijós ánægju sína og hélt að hann hefði fullkomna fjarvistarsönnun þar sem hann sat í fangelsi. Þá taldi lög- reglan sig hafa aflað nógu sterkra sönnunargagna og ákærði Christ- opher fyrir að falast eftir morði. Hann á nú yfir höfði sér áratugafangelsis- vist fyrir athæfið verði hann dæmdur sekur. Lögreglan lýsti þvíyfir að hún væri mjög sátt við framgang málsins en var á sama tíma furðu lostin yfir þvíað Christopher skyldi hafa fallið fyrir bragðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.