Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 47
DV Sport Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sem sakaður er um að hafa rætt ólöglega við Atla Jóhannsson hjá ÍBV, er í nefnd innan KSÍ sem sér um eftirlit með félagsskiptum. Þekkir ekki reglurnar sem hann sér sjálfur um að breyta Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er einn af þeim fimm mönnum á landinu sem ætti að þekkja best allar reglugerðir sem snúa að félagsskiptum og samningum innan KSÍ. Börkur situr í milliþinganefnd KSI um félagsskipti og samninga, en hún hefur það hlutverk að leggja fram tillögur að breytingum á þeim reglugerðum að tímabili loknu. DV að rannsókn málsins væri að hefjast en það tæki líklega nokkrar vikur að fá niðurstöðu. Um setu Barkar í fyrrgreindri nefnd sagði Geir að ef satt reyndist um brot Barkar væri það vissulega óheppilegt. í lið D-4 í reglugerðum KSÍ um samninga og stöðu leikmanna segir meðal annars að ekki megi ræða við samningsbundinn leikmann nema að fengnu leyfi frá félagi hans. Þó er leyfilegt að ræða við leikmenn eftir 15. október án leyfis viðkomandi félags ef samningur hans rennur út um áramót þess árs. Börkur hefur viðurkennt að hafa hringt í Atla fyrr í vikunni og spurt hann hvort hann gæti hugsað sér að ganga til liðs við Val næsta sumar. í samtali við DV í fyrradag sagði hann það hafa verið mistök af sinni hálfii þar sem honum hefði verið tjáð að samningur Atla rynni út í lok þess árs, en ekki árið 2006 eins og átti eftir að koma í ljós. ÍBV hefur kært Val vegna málsins. Samkvæmt áðumefndri reglugerð var Berki þó með öllu óheimilt að ræða við Atla fyrr en 15. október, jafnvel þó að samningur hans rynni út í lok þessa árs. Spurður um hvort það væri ekki æskilegt að hann vissi þessa hluti, sem meðlimur í nefiid sem sjái um þessar reglugerðir, neitaði Börkur að tjá sig. Geir Þor- steinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, staðfesti við Er beggja vegna borðsins Börkur Edvardsson braut reglugerðir sem hanngetur síðan sjálfur lagt til að breyta eftir tlmabilið. Línur farnar að skýrast í þjálfaramálunum í Vesturbænum KR ræðir við Teit um að taka við liðinu næsta sumar Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV hafa forráðamenn KR í Landsbankadeild karla rætt við Teit Þórðarson um að taka við stöðu þjálfara liðsins. Teitur vildi hvorki játa því né neita að hann hefði átt í viðræðum KR þegar DV bar það undir hann í gær en viðurkenndi að hann hyggðist ekki halda áfram með Ull-Kisa í norsku 2. deildinni eftir þetta tímabil. Sigursteinn Gíslason tók við KR eftir að Magnús Gylfason var rekinn frá félaginu fyrr í sumar en svo virðist sem að hann sé ekki hugsaður sem framtíðarmaðurinn í starfið. Rafdrifln gluggaopnun r» mm vf mnu^iihii Jám og gler ehf • Skútuvogur 1H Barkarvogsmegin - S: 58 58 900 INánari upplýsingar um staðsetningu og tímaáætlun bílanna í símum 825 5451 og 825 5452. RÆSIR HF. sími 540 5400 www.jarngler.is RÆSIR HF MANTRA 4x4 á ferð um landið Laugardaginn 27. ágúst Kl. 10.00 á Hvolsvelli - hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu. Kl. 13.00 á Selfossi -- hjá Björgunarfélagi Árborgar. Kl. 15.30 i Hverageröi hjá íþróttahúsinu. jjj Buxur kr. 5990 Frír T»B«Y Bolur me öllum seldum buxum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.