Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Þann 6. mars 2004 birtist í DV ítarleg umfjöllun um grimmileg örlög ungs ís- lensks drengs. Aron Pálmi Ágústsson hafði verið stimplaður sem stórfelld- ur kynferðisbrotamaður eftir sakleysislegan leik 11 ára barns. íslending- ar rönkuðu heldur betur við sér þegar DV fjallaði um málið og nú lítur út fyrir að Aron Pálmi sé að losna úr prísund sinni og fái að koma heim til íslands, en það er hans eina ósk. Baránan íyri Fáir vissu um afdrif Arons Pálma Ágústssonar áður en DV fjallaði um málið í ítarlegri úttekt þann 6. mars árið 2004. Vitað er að fjölmiðlamenn á hinum ýmsu miðlum höfðu grun um hin hörmulegu örlög íslenska drengsins, en enginn sá sér fært að fjalla um málið þar sem það snertir viðkvæma strengi. DV tók hins vegar af skarið og hefur sú ákvörðun held- ur betur skilað sér í baráttu Arons. Aron Pálmi dvaldi í unglinga- fangelsi í Texas í sjö ár og var stimpl- aður sem hættulegur kynferðisaf- brotamaður. En þegar betur er að gáð var Aron Pálmi einfaldlega sak- laust barn sem varð fyrir barðinu á hinu hefnigjarna ríki Texas. Hann sat í fangelsi frá 13 ára aldri þar sem honum var misþyrmt af öðrum föngum. Síðustu tvö árin hefur Aron Pálmi setið í stofufangelsi, en eygir nú loksins von af því að þing Texas hefur samþykkt lausnarbeiðni, en hans eina ósk er að komast heim til Islands. Kærður fyrir stórfellt kyn- ferðisbrot Aron Pálmi flutti ásamt móður sinni til Bandaríkjanna þegar hann var aðeins tveggja ára gamall. Móðir hans hafði kynnst bandarískum manni á ferðalagi og eftir nokkrar bréfaskriftir tilkynnti hún fjölskyld- unni að hún væri á leiðinni út til að 14. júlí 1983 Aron Pálmi fæðist á íslandi. 1985 Þegar hann er tveggja ára flytur hann ásamt móður til Bandaríkjanna. Hún hafði þá kynnst manni sem gekk Aroni í föðurstað. 1994 Ellefu ára í læknisleik. Aron Pálmi var að tuskast við sex ára gamlan vin sinn þegar hann var ellefu ára. Litli strákur inn ögraði Aroni og öðrum börnum, girti niður um sig og sagði „Suck my dick," eða sjúgðu á mér typpið, sem Aron gerði í stutta stund. Lífshlaup Arons Pálma Nágrannarnir varaðir við Aroni Móðursystir Arons Pálma, Val- gerður Hermannsdóttir, hefur barist hetjulega fyrir frænda sínum síðustu árin. Hún stappaði í hann stálinu þegar harm dvaldi í fangelsinu hræddur við hótanir eldri fanga. Árið 2003 fékk Aron Pálmi reynslu- lausn úr fangelsinu og flutti í litla giftast manninum. Æska Arons Pálma var eðlileg og eiginmaður móður hans gekk honum í föður- stað. Líf hans tók hins vegar heldur óvænta stefnu þegar hann var 11 ára. Hann hafði tuskast við sér mun yngri dreng sem hafði ögrað honum og kallað „suck my dick“. Einmitt það gerði Aron í bókstaflegri merk- ingu í örskamma stund. Tveimur árum seinna þegar Aron Pálmi er 13 ára kemur þetta atvik upp á yfirborðið. Málið kemur til kasta lögreglu og saksóknari ákærir drenginn fyrir stórfellt kynferðis- brot. Aron er dreginn fyrir dómara og kviðdóm, fundinn sekur og dæmdur í tíu ára fangelsisvist. Það þótti saksóknara léttvægur dómur enda vildi hann dæma drenginn í 30 ára fangelsi. Dómarinn í málinu sagði í viðtali við DV á síðasta ári að saksóknarinn hefði verið í krossferð gegn Aroni Pálma. Sjálfur sagði saksóknarinn að Aron Pálmi væri einn hættuleg- asti kynferðisafbrotamaður sem hann hefði komist í kynni við. Þó er líklegt að ef Aron Pálmi hefði framið brot sitt annars staðar en í Texas í Bandaríkjunum að yfirvöld hefðu ekki blandast í málið og að litið hefði verið á það sem óvitahátt bams í stað gjörða samviskulauss kynferð- isafbrotamanns. Með Vallí frænku Aron Pálmi kom oft I heimsókn til Islands eftir að hann flutti út. Á meðan allt lék í lyndi Með litlu systur. íbúð í borginni Beaumont. Leigusal- inn tilkynnti nágrönnunum um að hættulegur kynferðisafbrotamaður væri kominn í hverfið auk þess sem myndum af honum var dreift á net- ið. Lengst af mátti Aron ekki yfirgefa heimilið nema til að fara út í búð og í þvottahús og þá aðeins ganga gefna leið og innan ákveðinna tímamarka. Þau fáu skipti sem hann yfirgefur húsið ber hann með sér GPS-staðsetningartæki og sendi og ef hann stendur ekki við gefin skil- yrði á hann á hættu að vera settur aftur í fangelsið. Hann hefur ekki mátt hitta litlu systkinin sín, en fjöl- skyldan hans býr í tveggja klukku- stunda fjarðlægð og reynir að heim- sækja hann nokkrum sinnum í mán- uði. Skriður kemst á málið Nokkrum dögum eftir að fyrsta fréttin um Aron Pálma birtist í DV var málið tekið fyrir á Alþingi. Þing- menn allra flokka lögðu til að Hall- dór Ásgrímsson, þáverandi utanrík- isráðherra, skyldi beita sér í máli drengsins og ef það dygði ekki til þá ætti forsetinn að taka málið upp. Halldór lofaði að málið yrði aftur tekið upp með því að fara fram á framsal vegna mannúðarástæðna og sagðist ósáttur við framkomu Texas-ríkis í málinu. í samtali við DV sagðist Aron Pálmi glaður og hrærð- ur yfir að málið væri loksins komið á skrið. Þremur mánuðum áður hafði hann nefnilega fengið svar frá fylkis- stjóranum í Texas þar sem því var al- farið hafnað að hann fengi að flytjast til íslands, en að forminu til var beð- ið um að hann fengi að ljúka afplán- un sinni hér heima. Neituninni fýlgdi orðsending um að ekki þýddi að biðja um endurupptöku né áfrýj- un á málinu. Á leiðinni heim? Lengi vel gerðist lítið í máli Arons Pálma en á meðan fylgdist íslenska þjóðin með baráttunni fyrir skák- manninum Bobby Fischer. Þegar rúmlega ár hafði liðið frá því íslend- ingar fengu fyrst að vita af Aroni Pálma ákvað hópurinn sem barist 1996 Þrettán ára fyrir dómara. Aron var kærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn öðru barni. Sækjandinn fer fram á 40 ára fangelsisvist en dómarinn lét tíu ár nægja. 2000 Þegar Aron var 17 ára fór sækjandinn fram á að Aron yrði fiuttur í fangelsi fyrir fullorðna. Kröfunni var neitað. 2003 Aron var settur á reynslulausn fyrir um tveimur og hálfu ári, eftir að hafa af- plánað sjö ár í unglingafangelsinu þar sem hann sætti ofbeldis meðal sam- fanga sinna. Fósturfaðir Arons leigir fyrir hann hús í fátækrahverfi í Beaumont íTexas. Leigusali hanstil- kynnir nágrönnum um að kynferðis- brotamaður sé fluttur í hverfið auk þess sem mynd af honum og upplýs- ingar um hann eru settar á netið. 2004 Aron Pálmi fær vinnu í einkennisbún- ingaverslun. Skilorðsfulltrúinn mat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.