Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 3
3DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 3 Spurning dagsins Á að taka upp evruna? Hræddur um bjór og tóbak „Það erspuming. Ég hefbúið á Spáni þar sem evran er og allt hefur hækkað í verði. Hálfhræddur að evran myndi bara hækka verðið á bjór og tóbaki hér á landi.“ Kristjón Kormákur rithöfundur. „Já.Það eru svo stór öfl sem geta ráðist inn á íslenska efnahagskerfið. Evran merkir stöðugleika." Jón Sigurgeirs- son lögfræð- ingur. „Við gerum það ekki nema að ganga í ESB. Spurningin er hvaðerbest fyrir ísland." Valgerður Sverrisdóttir ráðherra. „Nei, við verðum að halda í hefðir. Ekki um- bylta öllu í einu vetfangi. Það er svoönnursaga með evrópskt kvenfólk..." Róbert Harðar- son skákmeist- ari. „Jú, við eigum að taka upp evruna. Bara strax.á morgun. Það er mikið ör- uggara heldur en krónan." Kristján Jóns- son eldri borg- ari. Mikil umræða hefur verið um evruna þessa viku. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lýsti því yfir að hún vilji taka upp evruna. (úttekt DV kom í Ijós að greiðslu- byrði húsnæðislána myndi til dæmis minnka með upptöku evrunnar. Kveðja Davíðs Davíð Oddson kvaddi stjórnmálin með sama hætti og hann tók þátt í þeim alla tíð. í ræðu sinni á landsfundinum blandaði hann saman póli- tískri umfjöll- un og óskamm- feilnum og órökstuddum sleggjudómum um póUtíska and- stæðinga og flokka. GRÓU DILLAÐ Gróu gömlu á Leiti hefur sjálf- sagt verið dillað á einhverjum bekknum í höllinni. Oftast hefur dálítill skammtur af kaldhæðinni fyndni lífgað upp á ræðuhöldin en hana vantaði núna. Og það var eins og gleðina sem hann lýsti í lok ræðunnar, gleði yfir því að geta hætt í friði við flokkinn vantaði í sjálfa ræð- una. En það var ágætt að fá þessa gusu. Það gefur gott til- efni til umfjöllunar um þá sýn sem Davíð hefur á póUtíkina og andstæðinga sína. Hann opinber- aði þá sýn rækilega í ræðunni. DAVÍÐ SKYNJ- AR HÆTTU FRAMUNDAN Mér kom þessi ræða að visu dá- lítið á óvart. Átti ekki von á þeirri beiskju sem einkenndi árásir hans á Samfylkinguna. Auðvitað er Sam- fylkingin höfuð- andstæðingur Sjálfstæðisflokks- ins og síðastur skal ég verða til að kvarta undan árásum úr þeirra röðum. En það læðist að mér að ástæða cPim Hallgrímur Helgason veltir því fyrir sér af hverju hann lendir á eintómum unglingum þegar hann þarf þjónustu. Fyrstadagsþjónusta Fyrr í haust fór ég á Pítuna í Skipholti. Tvær tólf ára stúlkur stóðu við kassann og pikkuðu á hann pöntun mína af slíkum áhuga að greinilegt var að þetta var fyrsti dagurinn þeirra í vinnunni. Stuttu síðar fékk ég matinn: Hamborgara og franskar. Sá var ekki góður. Kannski var kokkurinn tólf ára líka. í sumar keypti ég slátmvél í BYKO á Akureyri: Fékk í fangið risavaxinn pappakassa og trillaði honum fram að peningakassa. Stúlkan var ljóshærður táningur með tyggjó sem átti í megnustu erflðleikum með að finna strik- amerkið á kassanum. Við fundum það loks en verðsjáin vildi ekki lesa merkin og þá hófst leit að vörunúmeri. í miðri leit gafst tyggjómærin upp og spurði: „Héma... hvar fékkstu þetta?" Eg benti inn í garðáhaldadeildina og fékk til baka: „Bíddu, er þetta ekki sjónvarp?" í sumar tókum við líka lönsáSólon. Það vildi svo til að um þær mundir stóð yfir á staðnum sýning á ljósmyndum af „frægum" sköllóttum körlum. Bráðung þjónustan kom að borðinu og frúin spurði hvort Sólon tæki kort frá Einkaklúbbnum. Stúlkan svaraði með því að benda brosandi á mynd af undirrituð- um sem hékk á vegg utar í salnum: „Jú, jú. Hún er þama, sko.“ Skömmu síðar lá leiðin í Apple-umboðið í Brautar- holti. Ég var mættur snemma og vildi líta á nýjustu lapp- toppana. Roskinn maður var að afgreiða roskinn mann en ung afgreiðslustúlka talaði í síma. Ég beið. Og beið. Skjótt skiidist mér að símtalið var ekki starfstengt. í fimmtán mínútur mátti ég hlusta á skýrslu um stemmninguna á/ skemmtistaðnum Óhver kvöldið áður. „Ryan Philippe er nettur dvergur. Nær mér varla upp að augum. Þeir em víst allir svona, þessir Ellei-gaurar. Geðveikt htlir." Það var svo um síðustu helgi að ég sett- ist inn á Eldsmiðjuna við Freyjugötu ásamt tveggja ára syni mínum. Feðgar pöntuðu sér „Pepperoni special" og sonurinn kvaldi ná- j læga borðgesti með nýuppgötvuðum hljóðum þar til stúlkan færði okkur pizzuna. Hún leit út fyrir að vera 17. Sú sem afgreiddi arp8muð£sér , r.”ilePPe^°ni special£t JffiSSSfcÍHSf6 var líkfela 16 WÍ borð hinsvegar 12 Tonfní1 VaJí tókg?oo kíió íb3kí:En pressu. Landsin? sterkasta. Við nánari skoðun reynd- ■Steróf jalapeno. “ næstu borð var lík- lega 16. Pizzan var hinsvegar 12. Tommur. En tók 100 kfló íbekkpressu. Landsins sterkasta. Við nánari skoðun reyndist hún geyma hálft kíló af jalapeno; þessum htla græna pipar sem yfirleitt er skorinn eins og hvítlaukur en birtist hér í ein- ingum á stærð við ólívur. Margar ólívur. Ég týndi eins og ég gat af sneiðum sonarins sem var farinn að anda eins og hundur í lok máltíðar. Engu að síður lá lúkufyhi af þessari merku piparjurt eftir á disknum í lok máltíðar. A kassanum var hortug gelgja sem svaraði kvörtun minni: „Hálft kíló af jalapeno? Glætan. Það er nú ekki einu sinni til svo mikið í húsinu." Ég gafst upp, rétti henni kortið og skimaði um leið inn í bakara- homið. Meðalaldur pizzugerðarmannanna var 15 ár. Líklega var þetta fyrsta pizzan þeirra. Fyrsti halapenjó-piparinn sem þeir skáru. Fyrstadags- þjónusta enn á ný. Á leiðinni heim ákvað ég að nú væri kominn tími til að skrifa grein. Eru allir vinnustaðir lands- ins að breytast í unghngavinnustaði? Og fyrsta- flokks þjónusta i fyrstadags? lla.ri Hallgrímur Helgason sárindanna sé baslið í Baugsstríði Daviðs sem er orð- ið langt og sigurinn virðist lengra und- an en áður. Og það er svolítið □ókið fyrir Davið að hamast á Baugsmönnum eftir afhjúpun fjölmiðla á hlut Kjartans, Styrmis og Jóns Steinars í upp- hafi málsins þar sem ónefndur maður virðist sífellt álengdar. Þess vegna svalar Davíð reiði sinni og vonbrigðum á Samfylk- ingunni. Það er eins vist og að það frýs á haustin að Davíð gerir hörðustu árásirnar á pólitíska andstæðinga þegar hann skynjar hættu fram undan og þegar illa gengur hjá honum. DAVÍÐ ENGAR ÁHYGGJ- UR AF HELJARTÖKUM SÍMANS En krossferð Dav- íðs gegn áhrifúm stórfyrirtækja á fjöl- miðlun í landinu er ekki farin vegna þess að honum finnist einsleitt eignarhald eða einokunarað- staða af einhverju tagi á fjölmið- um ekki í lagi. Allir vita að sjálf- stæðismenn eiga Moggann og allir vita að Davíð og floklcurinn höfðu engar áhyggjur af heljar- tökum Símans á markaðnum og seldu hann með manni t og mús þrátt fyrir að hann væri líka kominn | út í fjölmiðla- rekstur. Hon- um er ekki eins leitt og hann lætur. En Davið kom viða við í ræð- unni, meira um það síðar. Svefnsófar með heilsudýnu Recor NSEO SVEFNSÓFI160 / 209x95£m - SENSEO SVEFNSÓFI140 / 187x95cm - Morgir litir Komdu í verslun okkar að Faxafeni 5 og sjóðu glæsilegan sýningarsal okkar fullan af nýjum svefnsófum. Svefnsófar með heilsudýnu oc óklæði i mörgum litum og I \ A /• ! VW svefnsófi 184x91 an-litirBrúnt og svart leður. Svefnsvæði 150x200 an. Jóhann Ársælsson alþingismaöur ritar á vefinn: jarsaelsson.is Kim svefnsófi 203x95 cm - Litir Camel, hvítur, brúnn. I Svefnsvæði 143x193/215 cm. Sýningarsalur á neðri hæð fullur at nýjum svefnsófum, glæsileg tilboð í gangi! Wimtex svefnsófar eru allir með rúmfatageymslu. Faxafeni 5 • Sími 588 8477 • www.betrabak.is jm mm Opib virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.