Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER2005 Helgarblað DV Dýravinurinn Georgía Labenne White Montana dýrkaði púðluhundana sína. Seinni eiginmaður hennar þoldi ekki hundana og rifrildi þeirra á milli endaði með dauða þriggja manna og sex hunda. Drap móðursína vegna ranghug- mynda Maður frá Queens í Bandaríkjunum játaði í vikunni að hafa kæft móður sína. Ro- bert Jean-Lord, ‘ *sem er 27 ára gamall og hefur átt við geðræn vandamái að stríða, segist hafa drepið hana því hann hélt að hún væri að eitra fyrir honum. „Ég hafði hugsað mér að meiða hana en ég vildi ekki drepa hana," var haft eftir Jean-Lord þegar hann játaði á sig morðið. Jean-Lord sem er 190 sentimetrar á hæð var nánast hættur að nær- ast vegna ranghugmynda sinna um að móðir hans eitraði vatn og mat. Sökum sveltisins var hann aðeins rúm 40 kíló þegar hann myrti hana með berum höndum, skar sig á púls með glerbroti og hringdi í 911. Áhættaaðvera ungur, svartur karímaður Samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn sem gerð voru á ofbeld- ••ismálum í Bandaríkjunum á ár- unum 1996-2002 eru blökku- menn sex sinnum lfldegri til að vera fórnalamb glæps og sjö sinn- um lfldegri til að fremja glæp heldur en hvítir. 75% þeirra sem myrtir eru í Bandaríkjunum eru karlmenn og 90% gerenda. Karlmenn eru þrisvar sinnum líklegri til að vera myrtir en konur og átta sinnum líklegri til að fremja morð en þær. Þriðjungur fórnarlamba í morðmálum eru undir 25 ára aldri og nánast helmingur ger- **enda. Börn í fangelsi Samkvæmt dómsmálaráðu- neyti Bandaríkjanna sitja 2225 manns í lífstíðar- fangelsi án möguleika á reynslu- lausn fyrir glæpi sem þeir frömdu sem börn. í **1flestum til- fellum við- gengst þetta í ríkjum þar sem dómurum er ekki kleift að kveða upp styttri dóm. Fangelsi í Pennsylvamu hýsa flesta slíka fanga eða 332, en Lou- isianaríki fylgir fast á hæla þess <*cða með 317 slíka fanga. Mann- réttindaskrifstofan í New York berst gegn þessum lögum sem gilda í 43 ríkjum landsins en eru afar sjaldgæf í öðrum löndum. Dagblöðin kölluðu dauða morð- ingjans Georgíu Labenne White Montana verk guðs. Enginn veit samt nákvæmlega hvernig dauða hennar bar að. Hún lést á hroðaleg- an máta 12. september árið 1963 á heimili sínu við Alamo Drive í Vacaville Kaliforníu. Georgía var Sakamál þekkt fyrir ást sína á púðluhundum og sumir vildu meina að hún elskaði þá meira en eiginmenn sína. Þennan örlagaríka dag þegar Ge- orgía lést hafði hún nýloldð við að myrða eiginmenn sína, þann núver- andi og fyrrverandi. Það sem gerðist eftir það var svo furðulegt að atvikið er það frægasta í glæpasögu Kalifomíu. Elskaði púðluhunda Georgía hafði óvenju mikla ást á gæludýmm og sérstaklega púðlu- hundum. Hún hafði sent einn hunda sinna á sýningu árið 1949 en sá hafði bjargað lífi Georgíu tvisvar sinnum. í fyrra skiptið bjargaði hundurinn henni frá drukknun þegar árabátur sem þau vom í tók að sökkva og dró hana að landi. I síðara skiptið hafði hundurinn vak- ið hana í tæka tíð rétt áður en loft- árás var gerð á Brussel, en hún bjó þar um tíma. Georgíu tókst að leita sér skjóls í neðanjarðarskýli en sjö manna fjölskyldan við hliðina lést öll þá nótt. I húsinu sem Georgía bjó í þegar hún lést bjuggu sex hundar en þeir fómst allir daginn dularfulla þegar Georgía myrti eiginmenn sína. Dularfull sprenging 12. september hafði verið róleg- ur dagur hjá lögreglustjóranum Jim Lehman en það breyttist um hádegi þegar öflugasta þrumuveður í manna minnum skall á í bænum Vacaville í Kaliforníu og stóð yfir þar til klukkan eitt um daginn. Klukkan 12.43 barst slökkviliðinu tilkynning um eldsvoða í húsi við Alamo Drive. Sá sem hringdi sagði að elding hefði lent á húsinu og or- sakað sprengingu og að skaðbrunn- in kona héngi út um gluggann og öskraði og æpti. Það tók slökkvilið- ið um fjórar mínútur að komast að húsinu en þegar þangað var komið var konan hætt að öskra, hún var látin. Fljótlega kom það í ljós að þó svo að Georgía hefði brunnið mikið var það ekki dánarorsökin heldur hafði hún kafnað vegna þess að við sprengingu sem þessa tæmist súr- efnið úr andrúmsloftinu. Hundarnir kyrktir með hálsbindi Flest inni í húsinu hafði bráðnað og þegar í stofuna var komið komu þeir auga á hrúgu á gólfinu sem síðar kom í ljós að var fyrri eiginmaður Ge- orgíu, Harry White. í fyrstu var gert ráð fyrir að hann hefði látist í spreng- ingunni líkt og Georgía en grunsam- legur fnykur af bensíni í loftinu gerði það að verkum að brátt fór slökkvið- liðsmennina að gruna að um íkveikju hefði verið að ræða. Lögreglan var kölluð til og við nánari skoðun komst hún að því að Harry hafði verið skot- inn í höfuðið. í einu svefnherbergj- anna fundust þrír svartir púðluhund- ar sem höfðu verið kyrktir með háls- bindi og plastpoki hafði verið settur yfir höfuð þeirra. Rannsókninni var haldið áfram og stuttu síðar fannst lflc Pedros Montana á hjónarúminu undir haug af fötum. Hann hafði eins og Harry verið skotinn í höfuðið. Rifrildi sem fór úr böndunum Þegar þarna var komið við sögu var Lehman lögreglustjóri settur í málið og stuttu síðar fundust þrír púðluhundar tif viðbótar sem látist höfðu í sprengingunni en þeir höfðu ekki verið drepnir og voru ekki með poka um höfuðið. Lehman tók að rannsaka málið af kappi og fann fljótlega skammbyssu sem hafði bráðnað í eldinum en hægt var að finna út að tveimur skotum hafði verið skotið úr henni áður en kvikn- aði í húsinu. Þó svo að ekki væri hægt að finna óyggjandi skýringu á sprengingunni hafði Lehman sínar kenningar um málið. Hann grunaði Georgíu um að hafa skotið fyrst Pedro og svo síðari eiginmann sinn, hellt bensíni yfir allt og ætlað að kveikja í þegar kaldhæðni örlaganna greip inn í og eldingu laust í húsið. Við rannsókn málsins kom í ljós að Georgía hafði vikurnar fýrir morðin sankað að sér bensíni sem hún keypti í litlum skömmtum úti um all- an bæ. Nágrannar sögðust einnig hafa heyrt Georgíu og Pedro hnakk- rífast kvöldið áður og heyrðu hann öskra að Georgíu þætti vænna um hundana en sig og heimilið. Líkleg- ast þótti að Pedro hefði kyrkt þrjá af hundunum í æðiskasti og Georgía hefði þá skotið hann í höfuðið. Talið var að Harry White hefði svo komið óforvarindis um morguninn og séð aðkomuna svo Georgía þurfti að lokka hann í stofuna þar sem hún skaut hann aftan frá í höfuðið. Þegar spor Georgíu voru rakin frá því hún drap Pedro og þar til hún skaut Harry komst Lehman að því að hún hafði hringt í dýraútfararstofu og pantað legstein fyrir hundana sína. A þeim skyldi standa: Til púðlanna minna. Þeir voru ástríkir, trúir og fal- legir, bestu vinir sem manneskja get- ur átt. Georgía White. Barnamoröingi fær óteljandi sénsa Drap sex ára leikfélaga sinn Eunick Var sex ára gömul þegar Lionet Tate barðihanatil dauöa. Líonel Tate Slapp með skrekkinn eftir að hafa drepið litlu stúlkuna en hefur farið illa með tækifæri sln. Saga hins átján ár Lionels Tate er vitnisburður um það hversu illi- lega dómskerfið á það til að bregð- ast. Lionel varð vel þekktur árið 2001 * þegar hann varð yngsti Bandaríkja- maðurinn til að hljóta lífstíðardóm fyrir morð sem hann framdi tólf ára gamall. Hann barði leikfélaga sinn, hina sex ára gömlu Tiffany Eunick, til dauða á meðan móðir hans svaf værum svefni á efri hæðinni. Móðir hans sem hafði verið í Bandaríkjaher í átta ár barðist hart fyrir lausn hans og leitaði til að mynda á náðir páfans. Syni hennar var sleppt eftir stutta fangelsisvist en var handtekinn aftur í september 2004 fyrir smáglæp. Hann var enn á ný látinn laus og sá dómur var kveð- inn upp að ef hann færi aftur út af sporinu færi hann umsvifalaust aft- ur í fangelsi. í sumar komst móðir Lionel komst að snoðir um það að sonur hennar hefði stolið byssu hennar og hefði ásamt vini sínum skotið af henni út í loftið með félaga sínum útí á götu. Henni láðist að láta lögregluna vita og stuttu síðar hvarf byssan aftur. í þetta sinn not- aði Lionel byssuna til að ræna pítsu- sendil. Verið er að rétta yfir Lionel um þessar mundir og vonandi fær hann þann dóm sem hann á skilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.