Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 47
46 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 Helgarblað fiV Þegar Sigurbjörg Péturs- dóttir innanhúshönnuður varð þess vís að maðurinn hennar hafði beitt dóttur hennar grófu kynferðis- legu ofbeldi frá flmm ára aldri fannst henni sem gáttir helvítis opnuðust undir henni. Spurningin hvernig slíkt hefði getað gerst án hennar vitundar hefur leitað á hana síðan. Hún segir blákalt að hefði hún náð til hans hefði hún líklega drepið hann en eig- inmanninn hefur hún hvorki séð né heyrt frá síð- an. Sigurbjörg lýsir hér þeim viðhorfum sem hún mætti frá lögreglu og harnaverndarnefnd sem komu fram við hana eins og hún væri sökudólgur- inn. Móðir á að gæta harna sinna en ekki aö láta níð- ingsskap föður fram hjá sér fara. En þögnin er skjöldur níðinganna og hana verður að rjúfa. Hún steig út úr vélinni glöð og reif í skemmti- legum hópi syngjandi manna og kvenna. Þau voru að koma úr nokkurra daga söngferð til Færeyja og höfðu skemmt sér konunglega. Þrátt fyrir kátínu og gleði var ekki laust við að það læddist að henni smávægileg ónotatilfinning eða spenna öllu heldur. Það hafði eng- inn svarað símanum heima hjá henni deginum áður. Hvers vegna vissi hún ekki en vonaði að allt væri í lagi. Á meðan hún beið eftir tösk- unni sinni við færibandið vék ónotatilfinningin fyrir undmn þeg- ar hún heyrði nafn sitt kallað úr há- talarakerfinu: „Sigurbjörg Péturs- dóttir er beðin um að hafa samband við upplýsingaborð strax." Hálfri klukkustund síðar fann hún hvemig gáttir helvíti opnuðust undir fótum hennar og hún féll niður. Martröð Sigurbjargar Péturs- dóttur var að hefjast. Hún helltist yfir hana þennan dag á skrifstofu Félagsþjónustunnar í Kópavogi. Frammi fyrir henni stóð félagsmáia- stjórinn, Bragi Guðbrandsson, og kona sem hún vissi enginn deili á. Hún man orðin eins og sögð hefðu verið f gær. Orðin sem tilkynntu henni að eignmaður hennar Alfreð Alfreðsson hafði markvisst beitt fjórtán ára dóttur hennar kynferðislegu ofbeldi síðan hún var fimm ára. „Og vissir þú ekki neitt? Ertu viss um að þú hafir ekki tekið eftir neinu sem benti til þess sem var að gerast?" Aftur og aftur glumdi í eyrum hennar. „Hvemig gat þetta farið fram hjá þér, ertu viss um að þú hafir ekkert vitað?" Orðin sem áttu eftir að fylgja henni næstu árin. Hún var spurð, vinir hennar vom spurðir. Og svo hvísluðu menn sín á milii, veltu fyrir sér og svörðuðu. „Hún hlýtur að hafa vitað þetta. Svona fer ekki fram hjá móður!" Ekki vernda níðingana Síðan em liðin m'tján ár og Sigur- björg segir að sá dagur hafi vart liðið að hún hugsi ekki til baka. Og ekki aðeins allir þessir dagar. And- vökunætumar hafa verið ófáar og loks þegar svefiúnn sigri þá taki martraðimar við. „Nú er nóg komið, ég vil leggja mitt af mörkum og ijúfa þessa þögn," segir hún þar sem hún situr á móti mér í stofúnni heima hjá sér. Hún dregur djúpt andann og segir með áherslu að þó ekki sé nema til að bjarga einu bami frá þeim hrylling sem það upplifir. „Við þolendur og aðstandendur þeirra vil ég segja: „Ekki vemda þessa m'ð- inga áffarn með þögninni." Það er tími tii kominn að þeir verði af- hjúpaðir sem vinna voðaverk á bömum í skjóli þagnarinnar," segir hún með áherslu og augu hennar gneista. Sigurbjörg var mjög ung þegar hún kynntist Alfreð, fyrri manni sín- um. Hann var hins vegar kominn yfir þrítugt og hafði lifað ýmislegt. Alfreð var mjög fær trommuleikari og talsvert þekktur einkum þeim DV Helgarblað LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER2005 47 sem áhuga höfðu á djassmúsík. „Það urðu margir hissa þegar við fórum að vera saman og höfðu ekki trú á sam- bandinu. Ég var bara krakki og hugs- aði ekki um praktíska hluti, aðeins daginn í dag. Ég var innan við átján ára þegar ég varð ófh'sk af Áslaugu dóttur minni og við fórum að búa," riljar Sigurbjörg upp. Vinkonurnar björguðu lífi mínu Alfreð sem drukkið hafði talsvert tók sig verulega á eftir að ljóst var að þau ættu von á bami. Sigurbjörg var handboltakona og lék í marki hjá margföldu meistaraflokksliði Vals. „Ég átti mikið af góðum vinum í gegnum íþróttimar og var meðal annars í saumaklúbbi með stelpun- um íVal sem enn er virkur," segir hún og bætir við að hefði hún ekki átt þær að þegar ógæfan hrundi yfir hana þá væri hún ekki til ffásgnar. „Þær björgðu lífi mínu, vinkonur mínar í handboltanum og í kómum," segir hún ákveðin. Meðgangan gekk vel og dóttir mín fæddist í september 1973. Alit gekk vel í byijun. Alfreð spilaði á kvöldin og vann á daginn. Sigurbjörg fór að æfa handbolta aftur og aðeins tveim- ur árum síðar eignuðust þau son. „Hjónabandið gekk í einhver ár en fljótlega fór það að bresta. Alfreð drakk talsvert og var ofbeldis- hneigður," segir Sigurbjörg og bætir við að lengi vel hafi hún verið farin að huga að þvf að losna ffá Alffeð með bömin: „Hann barði úr mér alla ást. En hvað sem á gekk, þá faldi ég það vel. Vinkonur mínar vissu það ekki frá mér hvað á gekk. Inn á milli var svo allt í lagi og þá gleymdi ég öllum bar- smíðum. Trúði lfldega að hann myndi aldrei aftur leggja á mig hendur. En það fór alltaf allt í sama farið aftur," segir hún og strýkur hárið aftur frá enninu og slakar á í öxlunum. Föst í ofbeldisneti Sigurbjörg var föst. Hún gat hvorki farið né verið. Aðstæður á heimili móður hennar vom með þeim hætti að þangað gat hún ekki snúið og eina systir hennar var ung og ógift og bjó ekki þannig að Sigurbjörg gæti flúið til hennar. „Ég var ein, mér fannst ég ekkert geta leitað. Ég treysti mér ekki til að segja vinum mínum hvemig ástatt var. Stoltdð kom í veg fyrir að ég leitaði þangað sem hjálp væri að finna," segir hún og neitar að það hafi sést míkið á henni eftir barsmíðamar. Bendir á að þessir menn viti hvað þeir séu að gera; þeir beiji þannig að fotin hylji öll ummerld. „í þau skipti sem það tókst ekki og ég var marin og blá í framan, hafði ég skýringar á reiðum höndum," segir hún og greina má háð og fyrirlitningu í rómi hennar. Oftast lagði Alfreð heimilið meira eða minna í rúst við barsmíðamar en hún segir að daginn eftir hafi ekki nokkur maður séð á íbúðinni hvað gerst hafði um nóttina. „Ég gekk ffá öllu, í hvaða ástandi sem ég var. Bar hausinn hátt og ætlaði ekki að láta taka mig í bólinu. Það skildi enginn fá að vita hvað gengi á hjá mér," segir hún með sama háðstóninum. Hún segist alltaf finna til þegar hún hugsi til baka. „Og svo er ég svo reið sjálffi mér að hafa látið þennan mann leggja líf mitt í rúst," segir hún og hækkar róminn. Vissi ekki af ofbeldinu gegn dóttur hennar En til að komast af, kunna konur ýmislegt fyrir sér. Sigurbjörg vann mikið, vann eins og skepna og söng með kómum. Hún komst þannig í burtu nokkur kvöld í viku og svo hitti hún vinkonur sínar. Átti sitt líf utan veggja heimilisins. Það bjargaði henni þá. Sigurbjörg segir að sig hafi á þess- um tíma aldrei dottið í hug að ekki væri allt í lagi með börnin heima hjá föður sínum. „Það hvarflaði ekki að mér og ekkert benti til að Alfreð beitti dóttur mína kynferðislegu ofbeldi á meðan ég var ekki heima," segir hún og heldur áfram. „Ég gerði allt sem ég gat undir það síðasta til losna og ég man að Alfreð fór í meðferð einhveij- um mánuðum eða rúmlega það áður en harmleikurinn átti sér stað. Þá leið mér svo vel og fann hvað mig langaði að vera bara ein með bömin. En hann neitaði alltaf að fara að heiman. Ég var föst í gildmnni; gat hvorki verið né farið og leið alltaf stöðugt verr og verr. En ég vissi ekki þá hvað var að gerast inni á heimilinu mínu," segir hún lágt og sígur niður í sófann. Augljóst er að það tekur á Sigur- björgu að rifla upp þennan tíma. Hún segist ekki hafa gert það lengi; ekki kafað svona eins og nú. Það er henni erfitt en hún segist finna að hún verði að tala um þetta. Það hafi ekki dulist neinum sem þekkti þau að Alffeð var bamamðingurinn sem beitti dóttur þeirra kynferðislegu ofbeldi og sagt var frá í öllum fjölmiðlum. „Það var hræðilegt. Verst var að vita af umtal- inu og heyra héðan og þaðan það sem fólk sagði. Enn verra var að vita að um annað var ekki rætt en ekki um hvað var talað. Finna augngotumar og sjá í augum fólks spumina og ef- ann. „Hún hefði átt að vita þetta." En enginn dæmdi harðar en ég sjálf. Ég gat ekki fyrirgefið sjálfri mér fyrir að hafa ekki áttað mig á hvemig dóttir mín var svívirt fyrir ffaman nefið á mér," hvíslar Sigurbjörg og strýkur augun með handabökunum. Líkt og helvíti á jörð hafi opnast Dagurinn sem Sigurbjörg líkir við að helvíti á jörð hafi opnaist fyrir fót- um hennar, mun seint víkja úr huga hennaf. Henni brá þegar nafnið hennar var kallað og óttaðist það versta. „En það var ekkert í líkingu við það sem beið mín. í símanum byrjaði hann á að tilkynna mér að allt væri í lagi með dóttur mína. Hún væri í góð- um höndum. „Hvað kom fyrir hana?" spurði ég óttaslegin og hann sagði að ég fengi að vita það þegar ég kæmi á skrifstofuna. „En maðurinn minn, hvar er hann?" En ég fékk loðin svör og hraðaði mér því til fundar við þetta fólk. Ég hefði aldrei átt nein samskipti við Félagsmálastofnun og skildi ekki hvers vegna fólk þar var að blanda sér í mín mál," bendir hún á. Sigurbjörg segist hafa verið eitt spumingarmerki og hún hraðaði sér á staðinn. Þar tók Bragi og fleiri félagsráðgjafar á móti henni. „Það fyrsta sem þau spurðu að, áður en ég hafði áttað mig á hvað hefði gerst, var að spyija hvort ég hefði ekki vitað neitt," rifjarhún upp. Þagnar síðan og felur andlitið í höndum sér áður en hún heldur áfr am. „Þegar að mér loks skildist hvað var að gerast, þá trúði ég því ekki og spurði hvort þau væm ekki að fara mannavilt. Þau full- vissuðu mig um að svo væri ekki. Síð- an glumdi á mér aftur og aftur sama spumingin. „Ertu viss um að þú hafir ekki vitað hvað var að gerast?" Eiginmaðurinn dæmdur í gæsluvarðhald Sigurbjörg segist ekki geta lýst með orðum þessari martröð lífs hennar sem þama hófst. Hún segist hafa upplifað sterkt tortryggni þeirra og efa. Hún segist enn þann dag í dag finna skelfilega tilfinninguna sem gagntók hana þegar hún áttaði sig á að þau trúðu henni ekki. Hún þagnar augnablik og hallar hugsandi úndir flatt með hönd undir ldnn áður en hún heldur áfram. „Loks fékk ég botn í það sem hafði gerst á meðan ég var í burtu," segir hún og hækkar aðeins róminn. „Þegar ég fór hafði ég ekki minnstu áhyggjur. Sonur minn var í sveit en dóttir mín var nýfermd. í Kópavogi var starfandi útidefld sem krakkamir leituðu oft til með sín mál. Þannig atvikaðist það að ofbeldi föð- ur hennar varð ljóst. Dóttir mín átti góða vinkonu sem hún trúði fyrir þessu hræðilega leyndarmáli. Vin- konan lét vita og það var strax farið í málið. Alfreð var dæmdur í gæslu- varðhald á meðan rannsókn fór fram," segir Sigurbjörg og segist aldrei hafa séð Alfreð sfðan. „Ég hefði liklega drepið hann ef ég hefði komist að þessu á annan hátt. Ég vildi fá að hitta hann í fangelsinu eftir að ég komst að þessu en hann vildi ekki hitta mig. Það var kannski eins gott," segir hún og hækkar róminn. Sigurbjargar beið yfirheyrsla hjá „En börnin mín urðu föðurlaus og ég stóð ein á sama hátt og þessi vinkona mín en viðhorfmanna til okkar voru ekki þau sömu. Það varsárt að upp- lifa þetta, reyna að sætta sig við þetta. Ég hefekki enn sætt mig við þennan hrylling sem barnið mitt mátti þola en ég reyni að lifa með því." é í i lögreglunni og hafi verið talað við hana af ónærgætni hjá Félagsmála- stofnun þá var það ekki annað en kurteisishjal miðað við hvað beið hennar hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins sem rannsakaði málið. „Þeir töl- uðu við mig eins og sakboming. Spurðu mig sömu spuminganna aft- ur og aftur eins og þeir vildu ragla mig. í þeirra huga var ég skepna sem lét misnota dóttur sína án þess að hreyfa legg eða lið," útskýrir Sigur- björg og segist gjörsamlega hafa lam- ast við meðferðina. Hún spurði lög- regluna hvort fjölmiðlum yrði greint frá málinu en þeir neituðu þvf. Dag- inn eftir las hún í blöðunum allt um málið. „Mér fannst ég dæmd; rann- sóknaraðilar sendu þau skilaboð en sögðu það ekki beinum orðum og í fjölmiðlum mátti lesa það á milli lín- anna," segir hún bitur. Hótaði að kyrkja hana Sigurbjörg segir að dóttir hennar hafi verið illa haldin. Hún hafi verið lengi að jafha sig og liðið mjög illa. „Ég einsetti mér að gera allt sem í mínu valdi stæði tfl að hjálpa henni að ná sér. Sonur minn átti líka lengi mjög erfitt. Við áttum það öll en ég hét því að ég hjálpa þeim að komast í gegn- um þetta og gerði allt sem í mínu valdi stóð til þess. Við ræddum saman mæðgumar og hún sagði mér að hann hafi hótað að drepa hana ef hún segði frá. Hún minnti mig á alla mar- blettina sem hún hafði skömmu áður verið með á hálsinum. „Pabbi herti að hálsinum eins og hann ætlaði að kyrkja mig þegar ég hótaði að segja frá," sagði hún. Hún minnti mig líka á þegar ég skömmu áður skammaði hana fyrir hve langan tíma það hefði tekið hana að fara út í sjoppu. Þá sat hann fyrir henni og fór með hana nið- ur í geymslu," rifjar Sigurbjörg upp og um hana fer hrollur. Sjálfsásökunin hefur verið leiðandi afl í lífi Sigur- bjargar allan þennan tíma. Það era liðin nítján ár síðan kynferðislegu ofbeldi föðurins lauk en það hafði staðið yfir linnulaust frá því dóttir hennar var fimin ára. Það fer hrollur um Sigurbjörgu þegar hún minnist þessara tíma en sársaukinn og sektar- kenndin hafa fylgt henni alla tíð síðan. Losaði sig við hjónarúmið Eitt fyrsta verk Sigurbjargar var að losa sig við hjónarúmið. Þar höfðu myrkraverkin sem hann framdi á dóttur hennar farið ffarn þegar móð- irin var ekki heima. „Ég setti íbúðina á sölu og reyndi að afiná allt sem hægt var sem minnti mig á manninn. Fjár- málin vora í lamasessi eftir hann og árin sem fóra í hönd vora erfið. Við fengum enga hjálp frá kerfinu tfl að standa straum af kostnaði við sálfræðihjálp fyrir okkur öll. Dóttir mín fékk engar bætur en Guðrúnu Jönsdóttur hjá Stígamótum og Jóhanni Loftssyni sálfræðingi verð ég ávallt þakklát," bendir Sigurbjörg á og segir að mæðgumar hafi lagt sig fr am um að vinna sig frá þeim sársauka sem fyrrverandi maður hennar olli þeim. Hún hafi átt það eina takmark að hjálpa bömunum sínum frá þess- umharmleik Sigurbjörg rifjar upp að einmitt á þessum tíma hafi vinkona hennar misst mann sinn af slysforum. Hún naut allrar samúðar og átti hana að fúllu skilið. „En bömin mín urðu föð- urlaus og ég stóð ein á sama hátt og þessi vinkona mín en viðhorf manna til okkar vora ekki þau sömu. Það var sárt að upplifa þetta, reyna að sætta sig við þetta. Ég hef ekki enn sætt mig við þennan hrylling sem bamið mitt mátti þola en ég reyni að lifa með því," segir hún og horfir beint fram. Sigurbjörg neitar því að hún láti þetta kvelja sig lengur. Þetta viðtal er liður í því að loka fyrir, skýra út fyrir þeim sem héldu kannski eitthvað annað og frelsa sig frá þessu máli. „Þetta mál hefur haft afgerandi áhrif á líf mitt og sett mark sitt svo um mun- ar á alla mína lífisgöngu síðan. Ég deyfði mig með rauðvíni á kvöldin. Því hélt ég áfram næstu 17 árin og þróaði smátt og smátt með mér alkó- hólisma. Undir það síðasta var ég að drekka mig í hel fyrir augunum á vin- um mínum og vandamönnum. Sam- býlismaður minn sem ég kynntist skömmu eftir að upp komst um Al- freð gafst upp og fór. Það bjargaði mér að fara í meðferð á Vog. Síðan era fimmtán mánuðir og ég er öll að koma til," upplýsir Sigurbjörg og brosir. Hún segir að löngunin til að drepa Alfreð hafi smátt og smátt verið að víkja fyrir sáttinni sem hún hefúr stefnt að því að ná. „Ég hef þurft að díla við sjálfa mig, fyrirgefa mér sem móður að hafa ekki gætt dóttur minnarbetur. Það hefurverið erfiðast en sú umræða sem átt hefur sér stað að undanfomu rekur mig áfram. Því vil ég leggja mitt af mörkum með þá von að þögnin sem varið hefúr m'ð- ingana verði rofin. Þögnin er þeirra skjól og skjöldur. Það er ekki fyrr en fómarlömb þessara manna svipta hulunni frá og fara að tala sem þeir missa vopnin úr höndnum sér." bergljot@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.