Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 Helgarblaö DV Jóhann Bachmann, eða Hanni eins og hann er kallaður, tromm- ari í hljómsveitinni Skítamóral, á sjö ára gamla dóttur sem heitir Embla Dögg. „Embla er rosalega opin og einlæg stelpa. Hún er mikill spjaUari og gaman að henni. Henni þykir gaman að fara út á land og er fljót að kynn- ast öðrum krökkum og svo knús- ar hún pabba sinn reglulega," segir Hanni um dóttur sína. Engin föst rútína „Það er mismunandi hvenær ég er með henni þar sem ég er að spila mikið og þá er erfitt að vera með fasta rútínu. Stundum er ég með henni í miðri viku og svo auðvitað lrka þegar ég er í fríi ffá hljómsveitinni um helgar. Við mamma hennar reynum svona að púsla þessu saman," segir Hanni og bætir við að mjög gott samband sé á milli hans og móð- ur Emblu og því gangi samskipt- in rosafega vel. „Það er stór part- ur f þessu að báðir foreldrar séu sanngjarnir og taki tillit tif hvors annars," segir Hanni. Elska útilegur „Þegar við Embla erum saman förum við stundum á Selfoss tif foreldra minna og á sumrin reyn- um við að fara á Flúðir í hjólhýsi en það er yndislegur staður að vera á,“ segir Hanni og bætir við að Suðurlandið sé góður staður til að fara á og slaka á, bæði fyrir hann og Emblu. „Svo finnum við eitthvað skemmtilegt að gera saman. Aðalmálið er að vera tvö og gera eitthvað notalegt," segir Hanni en oftast leyfir hann Emblu að ráða hvað þau gera saman. ragga@dv.is „Embla er rosalega opin og einlæg stelpa. Hún er mikill spjallari og gaman að henni." ■ VinurBjarkar Harryá marga góða vini á Is- 55 iandi, meðal annars Björk Guðmundsdóttur sem 21 hefurleitað tilhans. Bretinn Harry Oldfield gæti haft marga titla í símaskránni. Hann er meðal annars vísindamaður, uppfinningamaður, hómó- pati og skólastjóri eigin skóla í London, The Oldfield College. Hann gæti líka notað titilinn íslandsvinur því hann hefur kom- ið hingað margoft á undanförnum áratugum og elskar ísland. Ottuðust að orkan Harry Oldfield hefur meðal annars hannað og þróað mynda- vél, Kirfian, sem gerir honum kleift að taka myndir af orku- streymi einstaldinga, skanna sem þjónar sama tilgangi og kristalla- tæki til að laga það sem úrskeiðis hefur farið. Ur myndunum getur hann lesið margvíslega vitneskju um heilsufar fólks og séð hvar bóta er þörf. Harry er eðlisfræðingur að mennt og stundaði um árabil kennslu í framhaldsskóla í London. Þar var hann eftirsóttur kennari því hann aðhylltist ekki þurra kennslu í fræðunum heldur var hann óþreytandi við að gera ýmsar tilraunir og vinsæll eftir því hjá nemendunum. Sagan segir þó að samkennurum hans hafi ekki afltaf verið rótt þar sem þeir voru skíthræddir um að hann sprengdi skólabygginguna í loft upp. Old- field sjálfur brosir bara í kampinn þegar þetta er borið upp á hann og segir: „No comment." Þegar Oldfield var að þróa Kir- lian-myndavél sfna gerði hann at- hyglisverða tilraun á nemendum sínum. Þeir vom látnir lifa á skyndifæði í viku og í framhaldi af því vom hendur þeirra myndaðar. Þá tóku þeir viku á hollustufæði og vom myndaðir á ný. Munurinn á myndunum var ótrúlegur og greinilegt að margt bjátaði á í orkustreyminu eftír óhollustuna. Þegar tilraunir Harrys tóku orð- ið mestan hans tíma ákvað hann að hætta kennslu og snúa sér alfar- ið að hönnun tækjanna. Hann lærði líka til hómópata og stofnaði skóla og meðferðarstöð í London þar sem tækni hans og aðferðir. em notuð tif hjálpar einstaklingum með allskyns vandamál. Hjálpar þeim sem hjálpa öðrum Harry er staddur á íslandi þessa dagana, en hann var fyrir- lesari á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í Kríunesi um síðast- liðna helgi. Ráðstefnan, sem ber heitið Healing the Healers, var nú haldin í sjötta sinn en í fyrsta skipti á íslandi. Á ráðstefnunni sameinuðust aðilar úr ólíkum en tengdum greinum til að deila þverfaglegri þekkingu og mark- miðið var meðal annars að bæta heilsu þeirra sem hugsa um heilsu annarra. Harry Oldfield heilsar með hressilegu: „Góðan daginn!" á ís- lensku og byrjar samtalið með kjamyrtiun yfirlýsinum um feg- urð Islands og yndislegheit ís- lendinga. Ef það er ekki að vera sannur íslandsvinur, þá veit ég ekki hvað. Hann sýnir mér líka greinar og viðtöl sem hafa birst við hann í er- lendum blöðum og læknatímarit- um og hann hefur meira að segja oft ratað á forsíðurnar. Það er vegna þess að uppgötvanir hans hafa þótt tíðindum sæta í lækna- vísindum og hann er virtur í vís- indasamfélaginu. Hann hefur þó persónulega meiri áhuga á óhefð- bundnum lækningum. Tekur myndir af orku líkamans „Ég held að í mörgum tilfellum hafi likaminn hæfileika til að lækna sig sjálfur og ég aðhyllist frekar óhefðbundnar aðferðir til að hjálpa líkamanum til þess en inntöku lyfja sem valda oft meiri skaða en þau bæta," segir Harry. Hann útskýrir svo hvernig hann hefur þróað myndavél og skanna sem nema orkustreymi einstaklinga og aðferðir til að íesa úr niðurstöðunum. „Ég er hvort tveggja með myndavél og skanna og meðhöndla svo fólk með svo- kallaðri Electro Crystal-meðferð. Ég hef sérstakan áhuga á kristöll- um sem lækningatæki og með- ferðin felst í að finna út með skönnun eða ljómyndatækninni hvað er að hjá fólki." Til að útskýra þetta betur býð- ur Oldfield mér að prófa og beinir myndavélinni að mér. Það birtast strax ótal litir á tölvuskjá fyrir framan hann og hann sér strax hvar skórinn kreppir hjá mið- aldra, stessuðum blaðamanni og bendir á leiðir tif hjálpar. „Þegar fólk kemur í meðferð höfum við þetta mjög afslappað og rólegt," segir Oldfeld. „Fólk sit- ur í þægilegum stól og kristallam- ir sem em í túpum sem em tengdir við EleCT-tækið, em lagð- ir á þá staði á lfkamanum sem þarfnast meðferðar. Engar aukaverkanir Reynslan sýnir að fólk bregst yfirleitt best við reglulegum og stuttum meðferðum og það hafa aldrei komið í ljós neinar auka- verkanir. Stundum er fólk þó þreytt fyrst eftir meðferðina sem er ekki skrýtið í ljósi þess að oft er um einstaklinga að ræða sem hafa verið mjög lasnir og orku- flæði líkamans mjög slæmt," segir Odlfield. Þó kristallameðferðin og PIP- skönnunin falli ekki undir læknis- fræðina er læknisfræðimenntað fólk í samvinnu við Oldfield og styður við verk hans. „Við vísum hiklaust til lækna ef eitthvað al- varlegt er að sem þarfnast frekari meðferðar. Mér finnst einmitt mjög mikilvægt að þeir sem starfa við óhefðbundnar lækningar og hefðbundnar starfi saman og sem betur fer er þróunin í þá átt." Harry Oldfield verður á íslandi fram yfir helgi og á sunnudaginn verður hann með námskeið um tækni sína og læknismeðferðir. Námskeiðið verður á Hraunteigi 14, en upplýsingar eru í síma 5888222. edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.