Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Side 22
22 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005
Helgarblað DV
Dorrit Moussaieff hefur náð að hræra hug og hjarta íslensku þjóðarinnar sem er afar stolt af sinni
forsetafrú. Dorrit hefur enda lagt sig fram um að nálgast og skilja íslendinga og gengur svo langt að
borða íslenskan þorramat með brosi á vör. Vinir hennar og samstarfsfólk ber henni vel söguna og
öllum ber saman um að hún sé glæsilegur fulltrúi íslands hvar sem hún kemur. Dorrit var komin á
miðjan aldur þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands féll fyrir henni, en Dorrit hefur að mörgu
leyti átt ævintýralega ævi eins og fram kemur í þessari ítarlegu nærmynd af forsetafrúnni.
Dorrit Moussaieff fædd-
ist undir merki stein-
geitarinnar í Jerúsalem
í janúar 1950. Foreldrar
hennar voru þau Alisa
og Shlomo Moussaieff sem hafa í
áratugi fengist við skartgripavið-
skipti.
Moussaieff-fjölskyldan rekur
sögu sína langt aftur í tímann, en
ættin bjó í borginni Cordoba á Spáni
þar sem var fjölmennt samfélag gyð-
inga á miðöldum. Lengst af lifðu
þeir í sátt og samlyndi við múslima
sem lengi réðu landinu en stundum
harðnaði á dalnum, einkum eftir að
kristnir menn tóku aftur að seilast til
Vcdda í landinu. Undir lok þrettándu
aldar hófust tímabundnar ofsóknir
gegn gyðingum í Cordoba og
Moussaieff-fjölskyldan hrökklaðist
til Marokkó.
Rúmri öld síðar óx andstaða
múslima við gyðinga og Moussaieff-
fólkið hrökklaðist til Egyptalands og
þaðan til Jerúsalem þar sem það
kom undir sig fótunum með kaup-
mennsku af ýmsu tagi, en þó aðal-
lega með gimsteina sem varð sér-
grein þess. Þeir seldu mikið af gim-
steinum langt austur í lönd, til
Mongólíu og Kína, og fluttu í fram-
haldi af því til Búkhara í Mið-Asíu
sem stóð við Silkiveginn fræga til
Kína. í rúmlega tvær aldir blómstr-
uðu Moussaieffarnir þar.
Ættin hafði þó ætíð mikil tengsl
við Jerúsalem og eftir að Rússakeis-
óiga var um það leyti milli fsraela og
araba og meðal annars þá geisaði
sex daga stríðið sem lauk með al-
gjörum sigri ísraela á Egyptum.
Shlomo Moussaieff hefur lfldega séð
þann kostinn vænstan að flytja með
fjölskyldu sína á brott og hefja nýtt
líf fjarri ófriði og átökum.
Seint á sjöunda átatugnum fluttu
foreldrar Dorrit ásamt yngri systrum
hennar tveimur til London. Tamara
systir Dorritar býr nú í New York og
Sharon býr ásamt fjölskyldu sinni í
Tel Aviv.
Það hefur eflaust verið mikil
breyting fyrir Dorrit og systumar að
skipta yfir í ólflct umhverfi sem var
svo fjarri þeim menningarheimi sem
þær áttu að venjast. Leiða má að því
lfkur að breytingin hafi haft mikil
áhrif enda er haft eftir Dorrit í viðtali
við breska blaðið Hello snemma á
árinu að hún hafi verið í miklu kappi
við tímann. Henni lá svo á að verða
fullorðin.
„Eins og margt fólk af minni kyn-
slóð vomm við hrifnæm fyrir and-
rúmsloftinu á sjöunda áratugnum
Við gerðum ýmislegt sem ég er viss
um að mörg okkar hafa séð eftir síð-
an. Reyndar myndi ég kannski ekki
segja sjá eftir, heldur hugsuðum við
ekki um afleiðingar gjörða okkar.
Þetta vom tímar þar sem maður lifði
í hita augnabliksins.“
Reyndin varð líka sú að Dorrit
varð foreldrum sínum nokkuð bald-
in og fór að heiman eftir að hafa lent
arar höfðu lagt Búkhara undir sig
hófust gyðingaofsóknir sem urðu til
þess að ættin flutti enn á ný til Jer-
úsalem þar sem hún byggði upp
gimsteinafyrirtæki sitt. Mikil ferða-
lög hafa ætíð fylgt þessari ætt og þótt
Shlomo Moussaieff, faðir Dorritar,
hafi fæðst í Jerúsalem ólst hann upp
á mörgum stöðum, svo sem í Tókýó,
Genóa á Ítalíu og meira að segja um
tíma á Havaí-eyjum. Hann hraktist
þó að heiman aðeins tólf ára gamall
þegar faðir hans, Rehaviah Moussai-
eff, afneitaði honum og sendi hann
út á guð og gaddinn, ólæsan og
óskrifandi.
Faðir Dorritar auðgaðist í
fangelsi
Shlomo er nú nýlega orðinn átt-
ræður og rekur enn mikla verslun
með gimsteina og fornmuni og
kemst á hverju ári á lista The Sunday
Times yfir hina ofsaríku. Hann á
stærsta safn ómetanlegra fornminja
úr sögu gyðinga í einkaeign og telur
soldáninn í Brunei og Fahd konung
Sádi-Arabíu meðal vina sinna. Þegar
hann hitti annan viðskiptavin, Elísa-
„Þegar ég var hins
vegar tilbúin til að
eignastþau varhjóna-
bandinu lokið en nú er
það auðvitað ofseint
fyrirmig"
betu Bretadrottningu, heilsaði hann
henni með orðunum: „Halló drottn-
ing, hvað get ég gert fyrir þig?"
Shlomo Moussaieff lagði þó
grunn að auðæfum sínum þegar
hann sat í fangelsi í Jórdaníu sem
stríðsfangi. Það var í stríðinu sem
braust út eftir að Sameinuðu þjóð-
irnar gerðu ísrael að sjálfstæðu rfld
árið 1948. Moussaieff hafði gengið í
bardagasveitir gyðinga sem kölluð-
ust Irgun og hófu feril sinn sem
hreinræktuð hryðjuverkasamtök.
Moussaieff fór að höndla með forn-
muni í fangelsinu, keypti þá og seldi,
og verslaði jafnt við gyðinga sem
arabana í nágrenni fangelsisins.
Hann naut aðstoðar frá jórdönskum
fangaverði sem hann hafði vingast
við og áður en hann var látinn laus
hafði hann önglað saman veruleg-
um auðæfum.
Snemma á sjöunda áratugnum
ákvað Shlomo að flytja til London,
sem hann taldi að yrði mun betri
miðstöð fyrir verslun hans með
fornmuni. En jafnvel þótt hann hafi
haft bækistöðvar á Bretlandi hátt í
fimmtíu ár vill hann ekki gerast
breskur ríkisborgari og leggur sig
fram um að vera ísraelskur í öllum
sínum lífsháttum. Enn í dag tekur
hann ekki annað í mál en að bjóða
gestum aðeins ísraelskt Elite nes-
kaffi í brúnum og rauðum tinkrús-
um og risastórt húsnæði hans í hinu
geysifi'na Mayfair-hverfi er fullt af
tilkomumildum málverkum af Jer-
úsalem. „Hjarta mitt er enn í Jer-
úsalem og þar búa líka systur mínar
átta," segir Moussaieff
Baldinn unglingur
Dorrit var innan við tvítugt þegar
fjölskyldan flutti frá Jerúsalem en þá
var að byrja að hitna undir kolunum
fyrir botni Miðjarðarhafsins. Mikil