Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER2005
Helgarblað DV
Berglind Ármannsdóttir verslunarkona hefur starfað í fata-
versluninni Cosmo í Kringlunni í sextán ár. Hún segir að síð
pils, grófar töskur og belti séu allsráðandi þegar vetrartískan
2005 er könnuð.
Berglind Ar-
mannsdóttir Finnst
gott að vinna i versl-
uninni sem hún hefur
unnið hjá i 16 ár.
Berglind Ármannsdóttir er
tveggja barna móðir sem hefur starf-
að í sextán ár í fataversluninni
Cosmo. „I mínum huga er aðalatrið-
ið að viðskiptavinum mínum líði vel
þegar þeir hafa verslað hjá mér. Tak-
ist mér að uppfylla helstu þarfir
þeirra sem koma hingað líður þeim
vel og líklegt að þeir komi aftur við
hjá okkur síðar meir,“ segir hún
óhikandi og meðvituð um þarfir ís-
lenskra kvenna sem leggja leið sína í
jCringluna til fatainnkaupa.
Sextán ár?
„Já, sextán," svarar hún og brosir
fallega. „Þegar manni líður vel f
vinnunni kýs maður að starfa þar
áfram. Ég er ofsalega sátt hérna og
stelpurnar sem vinna með mér eru
góðar vinkonur mínar. Mórallinn er
góður og svo láta sömu viðskipta-
vinirnir sjá sig aftur og aftur og það
gleður mig," segir Berglind geislandi
og bætir við að hún hafi lært í gegn-
um tíðina að þarfir kvenna eru
margvíslegar þegar kemur að fata-
kaupum.
Smáralind eða Kringlan? „Nei,
það er alls enginn munur,“ svarar
Berglind þegar talið berst að fjölda
viðskiptavina í Kringlunni eftir að
Smáralindin hóf starfsemi sína. „En
nú er opið alla daga vikunnar og þar
af leiðandi dreifist fjöldinn aðeins
miðað við hérna áður fyrr.“ Fara
launin þín í fatakaup? „Nei, ekki
lengur," svarar
Berglind og
skellihlær
f Spáð í Berglindi
Ljón - fædd 3. ágúst 1966
Berglind tilheyrir fímmta merki dýrahringsins, Ijóninu, og
þar afleiðandi er stöðugur eldur ávalltyfir stjörnu hennar og
það segir að eldhneigð, ásthneigð og ástriða einnkennir þessa
fallegu konu. Eiginleikar tjónsins koma sér eflaust vel i starfi hennari
Cosmo þvihún er dugleg, heiðarleg og sérstaktega góð i mannlegum
samskiptum. Ástríða hennar er mikil og hún leitast ávallt við að skila
verkum sinum með sóma. Bjartsýni einkennnir Berglindi og ekki
siður gott jafnvægi.
þegar spurt er en heldur áfram: „Ég
hef lært með árunum að eyða ekki
laununum í fötin þó freistingarnar
séu margar. Ég hef þroskast og lært
að vera ekki alltaf að eyða peningun-
um íföt."
Vetrartískan
„Nú er rosalega mikið brúnt,
svart, grænt og appelsínugult. Jarð-
árlitirnir eru allsráðandi í vetur. Það
er mikið um síð pils, jakka og toppa
og svo er líka mikið um gróf belti og
grófar, flottar töskur," segir hún og
hefur auðsjáanlega mikinn áhuga og
vit á því sem hún selur íslenskum
konum.
„Það er alltaf hægt að finna eitt-
hvað fi'nt hjá okkur og það þarf alls
ekki að kosta mikið. Við getum ör-
ugglega fundið eitthvað fallegt fyrir
allar konur," segir þessi geislandi
kona sem heillar án efa alla sem
verða á vegi hennar. „Aðalatriðið er
að þeim sem versla hjá okkur líði vel
í fötunum frá okkur. Ég þjónusta alla
eins vel og ég mögulega get og legg
áherslu á að finna það sem hver og
einn vill.“
elly<S>dv.is
SAMANBURÐUR
&tiöf*nivne/vucuinci
Áreiðanleiki, örlæti, stöðugleiki, friðsælt heim-
ilishald, fjölskylda, öryggi og almenn vellíðan
einkennir Evu Maríu Jónsdóttir sjónvarpskonu
og Óskar Jónassyni leikstjóra þegar stjörnur
þeirra eru bornar saman.
Ástarlotin efla þau
Stundir þeirra Evu Maríu og Óskars saman einkennast af faðm-
lögum og ástaratlotum sem efla með þeim sanna gleði og unað.
Eva María Jónsdóttir 26.04.71 Naut (20.apríl - 20.maí) ÓskarJónasson 30.06.63 Krabbi (22.júní - 22.júlí)
- einlæg - bjartsýnn
- traust - einlægur
- falleg - hugmyndaríkur
- kjörkuð - skemmtilegur
- þolgóð - hugmyndasmiður
Kolbrún Halldórsdóttir
„Ég geri ráð fyrir að fara austur álandá
laugardeginum -nánar tiltekið austur á
Hallormsstað til að taka þátt i málþingi I
tilefhi afútkomu bókar eftir merkan nátt-
úrufræðing og fyrrverandi alþingismann,
Hjörleif Guttormsson," svarar Kolbrún ein-
læg og Ijúfeins og henni er von og visa og
heldur áfram:„Hjörleifur og kona hans,
Kristln Guttormsson, fagna um þessar
mundir sjötugsafmælum sfnum og mig
langar að heilsa upp áþaul tilefni afþví. Á
laugardagskvöldinu verð ég svo viðstödd
frumsýningu Borgarleikhússins á Sölku
Völku.þarsem Edda Heiðrún Backman
leikstýrir sterkum leikhóp Leikfélags
Reykjavikur I spennandi sýningu." Hvað
með sunnudaginn?„Þá geri ég ráð fyrir að
vera að undirbúa landsfund Vmstri
grænna sem verður haldinn 21.-23. októ-
ber. Vonandi get ég svo orðið að einhverju
gagni heima hjá mér, við erum að endur-
nýja íbúðina okkar og ég hefverið hálf-
gerð liðleskja fram að þessu. “
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
„Helgin hjá mér er ansi vel skipulögð,"segir
Þorbjörg,„þvi landsfundur Sjálfstæöis-
manna stendur yfir til sunnudags. Það
verðurþví lltið hægt að sinna fjölskyldu
þessa helgina enda fer mikill tími f að fara f
málefnanefndirnar sem maður hefur
áhuga á að fylgjast með, fara i matarboð
og kokteilboð hjá hinum og þessum hóp-
um aföllu landinu og að sjálfsögöu hitta
góða vini og nýja sjálfstæðismenn. Ég
hlakka verulega til helgarinnar, þetta er al-
veg einstök upplifun að kjósa um stefnu
flokksins til næstu ára og sjá nýjan for-
mann og varaformann taka við á sunnu-
daginn.
Efstund gefst mun ég fara með vinkonum
mfnum I sund sem eru að koma að utan á
fundinn og til að hjálpa mér i prófkjörsbar-
áttunni. Ég hlakka til að hitta þær,“segir
hún og kveður með fallegu brosi.
(