Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 62
I 62 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 Síðast en ekkisíst DV Listin losar um hægðatregðu Samkvæmt nýlegri sænskri sam- anburðarrannsókn sem gerð var á áttræðum konum svínvirkar listin á hægðirnar. Tuttugu konur í hvorum hóp og í öðrum var rætt um listina vítt og breitt. Þær þurftu síður að nota hægðalosandi lyf en hinn sambæri- legur hópurinn. Mogginn hefur þetta eftir Britt-Maj Wikström sem starfar við Ersta Skoendal háskólann í Stokk- hólmi. „Þetta kemur mér á óvart," segir Dr. Bjami Þór- arinsson myndlistarmaður grallara- laus. Dr. Bjami sem hefur stúderað ýmsar hliðar listarinnar bæði hvað snertir hið líkamiega og andlega. Og Ha? þykja honum þetta stórmerkileg tíð- indi. Líklega frétt ársins. „Ég verð að reyna þetta á sjálfum mér. Málverk á hvert klósett. Ég kann- ast við það að lyst með ypsiloni hafi áhrif á hægðir. En ekki hitt. Þetta er nýtt fýrir mér. Segðu svo að lífið komi manni ekki á óvart," segir Bjami. Hann var reyndar, í þann mund er DV náði af honum taÚ að gera merka uppgötvun sjálfur, Bjarkarlundarút- skýringin sem varpar ljósi á tilveruna alla. Kenningin verður kynnt nánar á 18. sjónþingi Bjama sem verður á Grand Rokk eftir um það bil mánuð. Dr. Bjarni Kannast við að lyst með ypsiloni hafi áhrifá hægðir en hitt ekki. Hvað veist þú um Sjálfstæöisllokkinn 1. Hvað heitir varaformað- ur flokksins? 2. Hvað heita aðalstöðvar flokksins? 3. Hvað heitir fram- ■•Íívæmdastjóri flokksins? 4. Hvenær var flokkurinn stofnaður? 5. Hvað hét fýrsti formaður flokksins? Hvað segir mamma? „Hann varmjög uppátektarsamur krakki,"segirSara Vilbergsdóttir, móðir Viðars Hákonar Gislasonar, gltar- og bassaleikara í hljómsveitinni Trabant. ' „Hann hefur alltafverið orginal og hug- myndarlkur, alltaf eitthvað að bauka. Það kom fljótt I Ijós aö hann var ekki hrifinn af að fara troðnar slóðir. Hann bjó til dæmis til Star Wars-leikföng og geimflaugar sjálfur úrspýtum og einangrunarplasti sem urðu vinsælli en keypta búðadraslið hjá vinunum, svo hann sat uppi með það. Hann gefst ekki auðveldlega upp. Það er náttúrulega frábært að þeir séu komnir með samning. Nú getur hann fengið sér graut svo ekki sé talað um saltiö I hann" Sara Vilbergsdóttir er móöir Viðars Hákonar Gíslasonar tónlistarmanns. Viðar spilar á gítar, bassa og hljóð- *■ gervil í hljómsveitinniTrabant, sem gerði nýlega þriggja plötu samning viö breskt hljómplötufyrirtæki. arssyni og hinum ÍVesturporti að slá í gegn I leiklistinni I London öðru sinni 1. Það er Geir H. Haarde. 2. Þær heita Valhöll. 3. Hann '^Teitir Kjartan Gunnarsson. 4. Hann var stofnaöur áriö 1929.5. Þaö var Jón Þorláksson. Steinunni Ólínu í fríöan flokk fræðgar- fólks A portrettmynd eftir Blake Llttle Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin í fríðan flokk frægðarfólks: Samuel L Jackson, Vince Vaughn, Anthony Hopkins, Sonja Braga, Gwyneth Paltrow, Marcia Cross, Gary Sinise og Kevin Spacey svo að- eins örfáir séu nefndir... Oliver Sto- ne, Mike Myers, já, það er eiginlega fljótlegra að nefna þá frægu sem ekki eiga heima í þessum hópi. Það sem Steinunn Ólína á sameiginlegt með þessu fólki, fyrir utan að vera falleg, fræg og rík, er að hún hefur setið fyrir hjá einhverjum frægasta ljósmyndara heims - Blake Littie. Steinunn Ólína er vitanlega löng- uÝ landsþekkt íyrir störf sín á sviði leikhúsanna og í sjónvarpi, er nú að hasla sér völl sem rithöfiindur. Von er á frumraun hennar á því sviði: Skáldsaga sem ber titUinn í fýlgd með fuUorðnum. Þetta mun vera saga um börn fyrir fullorðna og JPV- forlagið á í nokkru braUi við að skU- Blake Little Einhver færastiog frægasti Ijósmyndari heims. greina bókina: Hvort hún flokkast sem skáldsaga eða minningabók. Og myndin góða, sem lesendur DV mega sjá hér við fféttina, er einmitt sú sem mun birtast lesendum Stein- unnar Ólínu á bókarkápu. Þau hjónakom Steinunn Ólína og Stefán Karl em nú búsett ásamt börnum úti í Los Angeles þar sem þau eru betur í stakk búin að stökkva til ef heimsfrægðin ber dyra. Stefán Karl hefur verið að slá í gegn út með- al barna um heimsbyggðina nánast aUa sem Robbie Rotten í Lazy Town. Þau em við skriftir hjónin bæði því þau hafa verið að setja saman gam- ansöm örleikrit sem notuð hafa ver- ið í Stelpunum á Stöð 2. DV náði örstuttu símtali vestur um haf við Stefán Karl sem var að vakna. Hann vUl ekki mikið úr skrift- um sínum sem slíkum. „Jæja, ókey. Það getur vel verið. En Steina er náttúrlega að skrifa á fiUlu." Við svo búið baðst Stefán vægðar, átti að fara með bömin í skólan eftir tvo tíma. „Jájá, annars er ég kominn á fullt Úukkan sjö. Klukkan er sex hér núna.“ jakob@dv.is Nokkur dæmi Afköst Little eru með óllkindum og fljótlegra væri að telja frægðarfólkið sem hann hefur ekki myndað. Steinunn Ólína Portrett- mynd eftir sjálfan Little og er Steinunn nú kominn I fríðan hóp heimsfrægra einstaklinga sem Little hefur myndað. Wm*. . Það er betra að klæða af sér vlndinn um helgina. Það verður hvasst og svoldið vaetusamt. En það verður ekki kalt. Allt að fjórtán stiga hiti norðanlands. Sem er nokuð gott um miðjan október, Npkkyr yjpdur * * *' 0 12 é A 4 4 4 4 é é ' \ T ■' 7 **44 M Strekkingur 4é4é Strekkingur ■ ’ ö^vfl“*4 ▲ ^ -- 4 4 Kaupmannahöfn 12 París 16 Alicante 23 Ósló 2 Berlin 17 Milanó 22 Stokkhólmur 9 Frankfurt 14 New York 22 Helsinki 9 Madrid 16 San Francisco 19 London 17 Barcelona 19 Orlando/Flórída 31 * DV-mynd Blake Little
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.