Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 27
DV Helgarblað LAUGARDACUR 15. OKJÓBER2005 27 ingaspil og hugsar upp leiðir til þess að spila áfram, gjarnan í þeim tilgangi að endur- heimta glatað fé. Það eykur fjárhagslegan skaða þannig að við andlega vanlíðan bætist oft gjaldþrot. Skaðlegar afleiðingar spilfafíknar eru því vel þekktar og bitna ekki aðeins á spilafíklinum sjálfum heldur líka fjölskyldu hans og samfélaginu öllu. pa Spilafíklar standa í sömu sporum og alkóhólistar fyrir nokkrum áratugum því að spilafíkn nýtur takmarkaðs skilnings í þjóðfélaginu og sértæk úr- ræði fyrir spilafíkla eru af skornum skammti. Samtök áhugafólks um spilafíkn Júlíus Júlíusson vildi bæta úr þessu og stofnaði Samtök áhugafólks um spilafíkn í janúar árið 2004. Júlíus er sjálfur óvirkur spilafíkill og telur að umræðan um spilafíkn sé hvergi nærri næg og stjórn- völd þurfi að opna augun fyrir vandamálinu, sem fer vax- andi. Heimasíða Samtakanna er spilavandi.is og þar má finna upplýsingar um fundi og stuðning fyrir fíklana sjálfa og aðstandendur þeirra ásamt fróðleik, spjalli og ýmsu fleira. Samtökin eru í samstarfi við sálfræðinga, hjóna- og fjölskylduráðgjafa og bjóða upp á margvísleg úrræði fyrir þá sem þjást af þessum sjúkdómi. Fundir fyrir fíkla eru á fimmtudögum klukkan 18 í húsnæði samtakanna í Duggu- vogi 17. Boðið er upp á aðstoð fyrir aðstandendur á þriðjudögum klukkan 18. Sími samtakanna er 568 6666 og er opinn allan sólarhringinn. Júlíus Júlíusson Stofn- aði Samtök áhugafólks um spilafíkn og vill opna umræðuna. f! ! Júlla Olsen Er eins og ný manneskja eftir að hún tókst á við spilafikn sína. Nú er húnibata og vill hjálpa öðrum sem þjást. 3S •i j; Hægter að leggja undir að vild í Lengjunni en þátttak- endur þurfa að bíða nokkuð eftir niðurstöðum. íslensk getspá Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri Islenskrar get- •* spár, segir tekjur af Lengjunni hafa verið 300 milljónir á •“ síðasta ári.Tekjur af 1X2 voru 190 milljónir. Eðli þessara S' leikja er þannig að þátttakendur þurfa að bíða eftir úr- slitum leikja sem gerir þá frábrugðna spilakössunum. fþróttafélögin, fSÍ og ungmennafélögin njóta góðs af tekjunum af þessum ieikjum. Af Lottói, Víkingalottói og Jóker njóta örykjar teknanna að auki. Spilakassar í sjoppum og á biðstöðvum. Rauði krossinn Magnús Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri íslandsspila, segir 600 spilakassa í gangi á þeirra vegum. Kassarnir eru staðsettir um land allt; í sjoppum, söluskálum og á bið- stöðvum. Aldurstakmark í kassana er 18 ár og það er í verkahring afgreiðsiufólks að fylgja þeim reglum eftir. Ágóði kassanna árið 2004 var 1278 milljónir, svipað og árið á undan en þá varð ágóðinn 1268 milljónir. Þeir sem njóta góðs af tekjum kassanna eru Rauði krossinn, björgunarsveitirnar og SÁÁ. Happdrætti Háskóla íslands rekur Gullnámuna. Spilakassarnir eru í sérstökum spilasölum og á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Guílnáman með 350 kassa Samkvæmt upplýsingum Brynjólfs Sigurðssonar, forstjóra Happdrættis Háskóla Islands, eru 350 kassar f gangi á vegum Gullnámunnar. Kass- ] | arnir eru staðsettir í sérstökum spilasölum og þar sem vínveit- ingar eru leyfðar, en það er til að tryggja að yngri en 18 ára hafi ekki aðgang að kössunum. Stærstu vinningar sem unnt er að vinna í Gullnámunni eru um það bil 2,7 milljón irkróna. \ I Tekjur Gullnámunnar >00N' árið 2004 voru 1370 jjt' milljónir, en 1150 milljónir árið á undan. Framhaldá næstusíðu iWSmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.