Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV Lærði að drepa Guðrún Þorgeirsdóttir hefur haft áhuga á öllu sem viö kemur Rússlandi frá ellefu ára aldri. Hún býr nú í Moskvu ásamt tólf ára gömlum syni sínum og á rússnenskan kærasta. Guðrún starfar í íslenska sendiráðinu í Moskvu. DV hafði samband við Guð- rúnu og ræddi við hana um landið, menninguna og að sjálfsögðu hana sjálfa. „Ég var ellefu ára þegar ég fór að fá áhuga á rússnesku og ég gleymi því aldrei. Ég gisti hjá ömmu og verið var að sýna klassíska, sovéska kvikmynd í sjónvarpinu sem heitir Trönurnar fljúga. Hún var svart-hvft og þeg- ar ég heyrði tungumálið varð ég hugfangin," segir Guðrún sem las líka mikið af klassísk- um, rússneskum bókmenntum á þessum tíma. „Landið var lokað og mér fannst þetta svo spennandi og dularfullt," segir hún. Draumurinn rætist „Næstu ár var ég alltaf að hugsa um að fara út og læra rússnesku og loksins sló ég svo til árið 1991, þá hafði draumurinn verið lengi við lýði," segir Guðrún en hún var úti í mánuð með hópi fólks. Árið 1994 fór Guð- rún aftur út en í þetta skiptið var hún ein með lítið barn. Hún bjó í Moskvu í ár og lærði rússnesku og var það liður í BA-námi hennar við Háskóla íslands. „Ég bjó ein á stúdentagarði með barn og þarna voru bara ftússar og Afganar svo ég stakk svolítið í stúf. Þar lærði ég að drepa kakkalakka og þvo í höndunum," segir Guðrún og bætir við að hún sé haldin þvottavélaveiki eftir þessa Rússlandi reynslu. „Ég lá niðri í þvottahúsi fyrst eftir að ég kom heim og fannst þetta rosalegt fyr- irbæri. En ég var heppin því ég var með baðkar svo ég náði að leggja buxur í það og skrúbba, það hefði verið verra ef það hefði verið sturta því ég er með svo langar lappir," segir hún hlæjandi. Erfiður tími „Þetta var erfitt tímabil og sérstaklega erfitt að vera með barn þarna úti en ég tók einn dag í einu. Ástandið í Rússlandi var mjög óstöðugt á þessum tíma og hættulegt að vera þar því Rússar héldu að útlendingar ættu peninga," segir Guðrún sem brá á það ráð að kaupa sér rifna kápu og rússneskan kerruhlunk fyrir barnið til að falla betur í hópinn. Jólin 1994 var Guðrún fengin til að passa sendiráðsbústaðinn sem var mjög huggulegur og kósí og það bjargaði jólunum fyrir hana og Þorgeir litla. Hún segist hins- vegar hafa fengið áfall þegar hún snéri aftur á stúdentagarðinn því hann var svo óvistleg- ur. Árið 1996 fluttist Guðrún til Kamtsjatka og hóf störf sem túlkur hjá íslenskum sjávarafurðum. f þetta sinn var móðir henn- ar með Þorgeir fyrstu þrjá mánuðina á með- an Guðrún kannaði aðstæður og kom sér fyrir. Hún segir veruna þar hafa verið mjög hressandi og minnist þess að þegar hún lenti þar í janúarmánuði fékk hún ekki tösk- urnar sínar eftir venjulegu færibandi heldur sótti hún þær í gamlan skúr þar sem þær komu með heybaggafæribandi rifnar í tætl- Agressíf borg „Ég flutti aftur til Moskvu árið 2002 til að vinna í sendiráðinu en í dag bý ég við allt aðrar aðstæður," segir Guðrún. Hún segist upplifa miklar og hraðar breytingar í Moskvu. „Það er spennandi að upplifa sam- tímasögu eins og allar þessar breytingar. Þetta er spennandi en ekki alltaf skemmti- legt því hér er líka mjög erfitt fyrir marga." Guðrún segir Moskvu mjög öfgafulla borg og alls ekki eins vestræna og margir halda þrátt fyrir að þar sé að finna flottar verslanir, veitingastaði, skemmtistaði og fleira. Hún segir borgina mjög „agressífa" og segist verða oft mjög þreytt þar. Hún segir mikla spillingu ríkja, til dæmis hjá lögregl- unni, og algengt er að fólk keyri númers- í kindaskinnkápu Guðrún á hótelherbergiÍTúrk- menistan ánægð með kaup dagsins. Vatnskönnurn- ar eru ævafornar og fást fyrir litinn pening. laust, drukkið og dópað og ef það er nappað getur það samið. Henni þykir þetta viðhorf gera borgina hættulega. „Reyndar verð ég að segja að það sem truflar og heftir lífið mest hérna er umferðin virka daga. Það er ekki hægt að sinna nein- um erindum á bíl eðlilega á virkum dögum. Ferð sem tekur um 20 mínútur um helgar (þá er lítil umferð, Rússarnir eru í sumarbú- stöðum) getur tekið tvo tíma á virkum dögum og þá er ég að tala um að sitja föst í umferðarteppu og bíllinn hreyfist nokkra metra á hálftíma. En það sem mér finnst gaman að sjá er fólkið og að upplifa breyt- ingarnar. Það er nýjungagirnin sem heldur mér hér. Safnar fallegum hlutum Guðrún hefur alltaf haft áhuga á fallegum og sjaldgæfum hlutum. Hún á fallega erfða- gripi sem hún flytur með sér á milli landa og þegar hún fór fyrst til Rússlands árið 1991 keypti hún sér fyrsta rússneska gripinn. Hún er óð í húfur frá ýmsum löndum og safnar þeim af kappi og á orðið ágætis safn. Meðal uppáhaldshluta hennar er indverskt skilrúm sem hún erfði eftir frænkur sínar og forláta skápur sem afi hennar smíðaði og lauk við árið 1945. Stofu hennar prýða einnig púðar frá Túnis, gamall sovéskur fáni, rússneskur rugguhestur, sem hún keypti handa syni sín- um, ásamt veglegu húfusafni frá Krímskaga, Túrkmenistan, Kasakstan og fleiri löndum. Guðrún hefur mikinn áhuga á tónlist og spilar listavel á píanó og i íbúð hennar má auk þess finna fiðlu og saxófón og hún spil- ar á hvort tveggja. Annars er Guðrún ekki viss um hvenær hún kemur aftur heim til ís- lands til að vera. Hún kynntist lífefnafræð- ingi frá Úkraínu í vor og er mjög hamingju- söm. Hún segir framtíðina eiga eftir að koma í ljós. ragga@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.