Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDACUR 15. OKTÓBER 2005 Helgarblað W Eldhúsiö mitt hag fyrirtækisins og viðskiptavinanna fyrir brjósti. Það eru viðskiptavinimir sem ná að skapa besta andrúmsloftið á staðnum. Sambland af léttleika, til- litsemi, vináttu og virðingu við ailt og alla. Mér þykir þessi blanda gera Hress að ákjósanlegum stað til að ná árangri á. Það skemmtilega við heilsuræktina er að fólk er að gera eitthvað fyrir sjálft sig þegar það mætir í ræktina svo flestir eru hressir í Hress,“ segir hún og brosir. „Við h'tum svo á að upplifun sé einnig stór þáttur í því sem fólk er að leita sér að og heifsan er og á að vera aðalatriðið en útlitið dregur marga af stað. Tækjasalurinn okkar er vinsæll og góður," segir hún ánægð og stolt. Gætum barnanna „Mér finnst við verða að gæta bamanna okkar vel og sjá til þess að þau borði hollan og góðan mat og hreyfi sig. Bam þarf ekki að stunda íþróttir en lágmark er að ganga til og frá skóla ef kostur er," segir Linda meðvituð um að það getur minnkað álag á heimilum ef bömin ganga sjálf í skólann. „Mikilvægt er að hvetja og kenna bömunum okkar útileiki eins og að sippa og hjóla. Ég legg ríka áherslu á við fólk að muna eftir góðu tilfinningunni sem það fær efúr æf- ingu. Við þurfum og verðum að hreyfa okkur reglulega og eigum ekki að leyfa okkur neitt annað," segir Linda og bætir við: „Sumt kostar ekki krónu, eins og göngutúr." Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hress heilsuræktar í Hafnarfirði, tók vel á móti okkur á heimili sínu í vesturbæ HafnarQarðar eða í 101 Hafnarfirði eins og hún á það til að kalla hverfið sitt. Linda er heillandi móðir með góða nærveru. M • -f- Léttur bleikur réttur Lindu (uppskrift fyrir sex manns) Lax, ýsa eöa kjúkktingabringur 750 gr Einn bolli tai sweet chilli sósa Ein dós kókoshnetumjólk (coconut milk ijós mintugræn dolla) 400 ml Ein teskeiö turmeric Marinerið fiskinn eöa kjúktinginn 160 mínútur eöa meira Bakiö i ofni viö 180 gráður (einnig hægt að grilia) Berið fram með kókoshnetu chilli sósunni * Gott er að hafa með þessu Klettasalat með brúnuðum kókos Nanbrauð (sett i ristavélina) Hrisgrjón Salatdressing Balasmic vinegar edik, ólifuolía eftir smekk, hvitlauksgeiri og hlynssýróp tvær tsk. Eftirréttur Hreint skyr stór dós 70% súkkulaöi heil plata Þeyttur rjómi 250 ml. Nammi namm „Ég bý með eiginmanni mfnum Jóni Þórðarsyni og tveimur dætrum, Nótt atta ára og Emblu fimm ára.Við áttum köttinn Kugga en hann lést í bflslysi fyrir stuttu," segir hún og bætir við að jarðarforin hafi nú þegar farið fram. k* > Bt ■:,V „Við hjónin erum bæði úr Garða- bæ og erum stúdentar frá Fjölbraut í Garðabæ. Menntun mín tengist starfi mínu við heilsuræktina eða stjómun, næringarfræði og þolfimiþjálfun," svarar Linda aðspurð. „Eitt það ■skemmtilegasta sem ég geri er að vera með stórfjölskyldunni. Sambland af fjörugum umræðum, góðum mat og útiveru er eitthvað sem mamma og pabbi hafa kennt mér og mínum að njóta og eigum við oft dýrmætar stundir saman en tengdafjölskyldan mín er frábær lfka," segir þessi fallega ijölskyldukona. „Tengdaforeldrarnir sjá til þess að halda veglegar matar- veislur á sfnu heimili og er ég svo heppin að vera partur af þessu öllu saman. Sumarbústaður á þingvöllum er einn af sælureitunum okkar. Ættingjar okkar, Erla og Gústi, hafa gert þennan stáð að ævintýralandi og em dugleg að leyfa okkur að njóta með sér. Annars er þetta eins og hjá flestum; sumarfrí, helgarfri og áhuga- mál eins og skíði, útilegur og vinirnir sem krydda tilveruna árið um kring." Eldar fyrir herdeildir „Mér hefur alltaf liðið vel í eldhús- inu mínu," segir Linda heillandi á svipinn og bætir við: „Ég bý í næstum því 100 ára gömlu húsi og fannst mér eldhúsið alveg hræðilega útlítandi þegar ég flutti inn. Að vísu sá ég þetta sem tækifæri til að breyta þvf í draumaeldhúsið mitt við tækifæri. Við höfum að vísu ekki komið því í verk ennþá en það stendur til. Elda- vélin mín er gömul og græn en hefur eflaust eldað mat ofan í heilu her- deildimar í gegnum tíðina og getur það ekki verið annað en meðmæli með henni," segir hún og hlær inni- lega. Hún eldar, hann þrífur „Ég og maðurinn minn tömdum okkur þau frábæru skipti að ég elda og hann gengur frá eftir matinn," seg- ir hún kímin á svipinn og sannfærir blaðamann um að þessi verkskipti em frábær. „Ég hef gaman af því að elda og er að verða ansi góð en ég reyni samt að flækja ekki hlutina of mikið. Réttir sem em fljóteldaðir, hollir og gómsætir em að mínu skapi. Ég fer sjaldan nákvæmlega eftir upp- skriftabókum en næli mér í góðar hugmyndir varðandi útlit og bragð úr bókunum. Stelpunum mínum finnst alveg rosalega gaman að aðstoða við eldamennskuna," segir Linda sem veitir þeim leyfi til að gerast þátttak- endur þegar hún má vera að því eins og nútímakonu sæmir. Eldri dóttír mín eldar upp úr uppskriftabók Lata- bæjar með vinkonum sínum sem er alveg meiriháttar," segir Linda og heldur áfram skellihlæjandi: „Fyrir utan útlitið á eldhúsinu eftir á. Þetta em góðar stundir sem kalla fram bros." Leyndarmál Lindu Talið berst að því hvort hún lumi á eldhúsleyndarmáli sem lesendur gætu jafrivel nýtt sér. „Úff," segir hún og hugsar sig eilítið um. „Ég á ömgg- lega mörg en verð að reyna að rifja upp eitthvað sem er gáfulegt. Vera dugleg við að prófa nýja hluti í eld- húsinu; exótíska ávexti eða framandi krydd. Mitt nýjasta uppáhald í dag er ástaraldin, capers og kryddin frá Pottagöldrum," segir hún en þau hafa reynst henni vel þegar hún heldur matarboð. „Það hafa komið upp mörg atvik sem hefðu getað endað illa ef maður hefði ekki prófað sig áffarn til að redda matarboðinu," seg- ir Linda sem hefur í gegnum tíðina lært af mistökunum í eldhúsinu. „Einnig þarf maður að vera sniðugur þegar fleiri mæta í mat en maður gerði ráð fýrir eða maturinn nægir ekki. Bjarga sér með forrétti á síðustu stundu, bæta við brauði, hrísgtjónum eða meira salati. Opna skápana og láta hugmyndimar flæða fram og alls ekki leyfa stressinu og pirringnum að ná tökum á manni." Líkamsrækt og upplifun „Flress er vinaleg stöð í sjávarþorp- inu Hafriarfirði," segir hún einlæg en hún á og stýrir heilsuræktinni. „Við bjóðum upp á allt það helsta sem góð heilsurækt þarf að bjóða upp á. Það besta er að sjálfsögðu starfsfólkið okk- ar sem er aÚt hjálpsamt, klárt og ber „Það er rosalega erfitt oft að koma sér af stað en eftir æf- ingu líður flestum eins og þeir geti sigr- að heiminn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.