Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir LAUGARDACUR 15. OKTÓBER2005 15 Guðni mátaði Hrafn Þau óvæntu tíðindi urðu á skákmaraþoni Hrafns Jökulssonar í Kringlunni að landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson mátaði Hrafn. Kristjón Kormákur, sem stjórnar maraþoninu, segir Guðna hafa verið ánægðan með úrslitin. „Hann var mjög glaður og er greinilega hörkuskák- maður þrátt fyrir að vera ekki að flagga þeim hæfi- leikum sínum.“ Hrafn tefldi yfir hundrað skákir áður en blaðið fór í prentun í gær og verður að í allan dag. Markmiðið með maraþon- inu er að safna fyrir börn á Grænlandi. Rebekku varfórnað Lögfræðingur Rebekku Halldórsdóttur segist þess fullviss að henni hafi verið fórnað af dópsölum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á þá staðreynd að magnið sem fannst á Rebekku var svo lítið að það tók því varla að smygla því. Hann segist viss um að dópsalar hafi fórnað henni til að koma stærri sendingu í gegn skömmu eftir að hún var tekin. Samkvæmt honum lenda þúsundir stúlkna víðs vegar um Evrópu í sömu sporum og Rebekka á ári hverju. Hvar eru allir hinir? Halldór Auðarson, faðir Rebekku Halldórsdóttur sem gripin var með 109 grömm af kókaíni í London í mars, segir það ótrúlegt að Rebekka, sem hefur gef- ið lögreglunni aUar þær upplýsingar sem hún hefur undir höndum og sýnt al- gjöran samstarfsvilja, skuli ein sitja í súpunni. „Hvar eru allir hinir?“ spurði Hall- dór í samtali við DV í gær. Þrifalegur þjófur Lögreglunni í Keflavík barst tiikynning um heldur óvenjulegan þjófnað í gær- morgun. Ekki var DVD-spil- ara, sjónvarpi eða fartölvu stolið heldur tveimur rusladöllum úr eigu bæjarins. Annar þeirra var fastur við Ijósa- staur við Hafhargötu en hinn á staur við innganginn að skrif- stofum Reykjanesbæjar. Lögreglan í Keflavík sagði þjófnaði af þessu tagi mjög sjaldgæfa í bænum. Heista útskýringin sem lögreglunni datt í hug var að einhver hefði verið að taka til og bráðvantað rusladalla. Peningafölsunarmál í Bretlandi teygir anga sína til íslands Reyndi að fá pening fyrir milljón dollara seðil „Þetta er mál sem hófst í ágúst með því að einn íslensku bankanna fylgdi lögum um tilkynningaskyldu ef um grunsamleg viðskipti væri að ræða,“ segir Amar Jensson, aðstoðar- yflrlögregluþjónn hjá ríkislögreglu- stjóra. Á svipuðum tíma barst svipuð til- kynning frá öðrum banka, þar sem einstaklingur óskaði að leggja fram miiljón dollara seðil sem tryggingu fýrir láni sem hann vildi taka í bank- anum. Ásamt seðlinum lagði maður- inn fram skjöl til staðfestingar upp- runa hans, meðal annars staðfestingu frá seðlabanka Bandaríkjanna. Ár- talið 1928 var á seðlinum en það ár var 100.000 dollara seðill geflnn út í Bandaríkjunum sem lítur nákvæm- lega eins út og seðillinn sem maður- inn lagði fram, að einu núlli viðbættu. „Þetta er erlendur ríkisborgari, en nákvæmt ríkisfang hans liggur ekki fýrir,“ segir Amar. „Við vitum hver og hvar hann er og höfurn gert ráðstaf- anir til að breska lögreglan nálgist hann." Amar vill ekki gefa upp hvem- ig lögreglan komst yflr seðlana 70, en sagði að við fyrstu sýn að ekki væri ljóst að um fölsun væri að ræða. Upp- hæð seðilsins vakti þó fólk til um- hugsunar, enda um ríflega sextíu milljónir íslenskra króna að ræða. „Það er reyndar ekki ólöglegt að búa til svona háa seðla, þar sem þeir hafa aldrei verið gefnir út. Það er hins vegar ólöglegt að reyna að nota þá,“ segir Amar. Upphæð lánsins sem maðurinn vildi fá komst aldrei til um- ræðu innan bankans, enda árvökulir starfsmenn hans sem gáfu upplýsing- ar um ætlarúr mannsins til lögreglu. „Við höfum skilað málinu af okkur til bresku lögregl- unnar sem tekur síðan ákvörðun í rökréttu ffam- haldi okkar rannsóknar," segir Amar. Að- spurður hvort Falskur seðill Er- lendur ríkisborgari reyndi að nota slíkan í banka. íslensk yfirvöld myndu fara fram á fram- sal manns- ins Arnar ekki verið tekin ákvörðun umþað. LASER SKEL FYLGIR (VQKIA MYNDAVÉL VEKJARI DAGBÓK SKIPT UM ÚTLIT MYN0SKILAB0Ð SKIPT UM ÚTUT VEKJARI RAKA-0G SPILAR MYNDSKEID HOGGþETTUR GPRS MYNDSKILAB0D MYNDSKILAB0Ð BORGARFERÐ TIL EVR0PU Þeir sem kaupa Nokia símtæki á tímabilinu skrá nafn sitt í pott og eiga möguleika á að vinna ferð fyrir tvo til Evrópu. Heyrumst! www.oguodafone.is eða liringdn í 1414 tj KomrJu í Og Vodafone verslun, sm og Q vodafone ■j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.