Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Verðmunurá geðlyfjum Stundum er talað um geðlyf sem aðferð samfé- lagsins til að halda í skefj- um óæskilegri hegðun fólks. Notkun þeirra er því nokkuð mikil hér á landi. Efexor Depot er algengt geðlyf. Það er selt í nokkr- um mismunandi pakkning- um og styrkleiki er misjafn en 100 stykkja pakkningar með 75 mg töflum eru nokkuð algengar. Eldri borgari eða öryrki greiðir 1.258 krónur fyrir skammt- inn í Lyfjum og heilsu í Austurveri. Sami skammtur kostar 663 krónur í Apótek- aranum í Nóatúni og þykir verðmunurinn fáheyrður. Fá frítt í bílakjallara Gunnar Eydal borgar- lögmaður segir að frír að- gangur borgarfulltrúa að bílastæðakjallara undir ráðhúsinu sé hluti af skrif- stofuaðstöðu þeirra. Þetta kemur fram í bréfi sem borgarlögmaður segist hafa sent forsætisnefnd borgar- innar í tilefni þess að spurningar hafi vaknað um framkvæmd samþykktar nefndarinnar um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrú- anna. Fyrir utan skrifstofu- þjónustu og fartölvu fá borgarfulltrúar greiddar 40 þúsund krónur í starfs- kostnað. Hverdrengur 50 kertapakka Drengir í Drengjakór Reykjavíkur verða hver og einn með aðstoð foreldra sinna að selja 50 pakka af kertum og sex aðgöngu- miða að tónleikum til að fá að vera með í kómum. Að auki greiða þeir 32 þúsund krónur fyrir vetrarstarfið. Á móti fá drengirnir tvær æf- ingar í viku, kórferð til út- landa annað hvert ár og innanlands hitt árið, helg- arferð í æfingabúðir og flóra frímiða á tónleika kórsins. DV greindi frá því í byrjun mánaðarins að nemendur í Fjöltækniskóla íslands, gamla Vélskólanum, hefðu fengið tvær nektardansmeyjar til að skemmta á skólaskemmtun útskriftarnema. í gær var haldinn lokaður fundur þar sem fulltrúar Kvennaathvarfs og Feministafélagsins töluðu máli jafnréttis fyrir fullum sal sjómannsefna. Ljósmynd- ari DV fékk ekki að sitja fundinn en blaðamaður sat sem fastast. Jafnpéttisumræða fyrip luktum dpm r og sjó- m*Sjfíffiftit-Ræða jafn- rétnsmijl áfjöimennum '■ine/iLbátiðarsal Fjöl- vans.Ljós mynógra vht visað út éftfriaöjittfa tekið þessa rnynd . I byrjun mánaðarins var haldið samkvæmi hjá útskriftarefnum Fjöltækniskóla fslands. Samkvæmið komst á síður DV fyrir þær sakir að nemendur þáðu boð Ásgeirs Davíðssonar, Geira á Gold- finger, að fá tvær nektardansmeyjar sér til skemmtunar. Skólastjórnendum þótti atburð- urinn gefa ástæðu til að opna um- ræðu um jafnréttismál innan skól- ans og fengu þess vegna fulltrúa frá Kvennaathvarfinu og Feministafé- laginu til að ræða við nemendur um jafnréttismál á lokuðum fundi í gær. Fundurinn var haldinn fyrir full- um hátíðarsal skólans. Nemendur eru nær allir karlmenn og af mæt- ingu má dæma að þeir eru miklir áhugamenn um jafnréttismál. Harmar frétt DV Jón B. Stefánsson skólameistari setti fundinn og vitnaði í frétt DV um nektarsamkvæmið sem haldið var í Kvennaheimilinu á Hallveigar- stöðum. Hann harmaði að þessi leiði atburður hefði komist á síður blaðsins því slíkt gæti svert nafn skólans. Hann ítrekaði fyrir nem- endum að þeir væru óhjákvæmilega í nafni skólans í slíkum samkvæm- um þó skólinn sem slíkur stæði ekki þar á bak við. Þá bauð hann Drífu Snædal, ffæðslu- og framkvæmda- stýru samtaka um kvennaathvarf, og Katrínu önnu Guðmundsdóttur, talskonu Femínistafélagsins, að stíga í pontu. Tenasl kiáms oq kynferðisofbeldis Katrín sagði bein tengsl vera á milli kláms og kynferðisofbeldis. Klám gæti ýtt undir kynferðisglæpi hjá vissum karlmönnum sem eru veikir fyrir. Karlmenn ættu því að standa saman og hætta að sækja nektardansstaði því þannig mætti draga úr kynferðisofbeldi. Drífa byijaði á að biðja nemend- ur um að snúa dæminu við í hugan- um og líta svo á að konur væru í valdastöðum í þjóðfélaginu. „Hvað ef konur væru að bjóða karlmenn til sölu eins og hvem annan varning?" spurði Drífa. Nokkrir nemendur höfðu orð á því að slíkt þekktist víða en Drífa benti þá á að það væri mjög sjaldgæft. Þá benti hún á þá stað- reynd að 90% þeirra sem leita sér hjálpar vegna kynferðislegs ofbeldis væru konur. Bremsulaus bíll í brekku Drífa talaði um dóma sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum þar sem refsing var milduð vegna þess að dómari leit svo á að gerandinn hefði með einhverju móti ekki getað hamið sig. Hún spurði nemendur hvort þeim þætti slík ummæli ekki niðurlægjandifyrirkarlmenn. „Viljið þið láta líta á ykkur eins og bremsu- lausa bíla í brekku?" spurði Drífa en eitthvað fór það fyrir brjóstið á nokkrum nem- endum sem misskildu Drífu á þann veg að hún væri að kalla fundargesti kynferðisafbrotamenn. Drífa leið- rétti þann misskilning. Líflegar umræður Nemendum lá margt á hjarta og voru flestir ósammála Drífu og Katrínu. Fundinum lauk síðan þegar einn úr hópi fundargesta stóð upp og þakkaði þeim Drífu og Katrínu fyrir að berjast fyrir máli dóttur sinnar og sagðist í flestu vera ósam- mála skoðun- um skóla- bræðra sinna. svav- ar@dv.is Geiri á Goldfinger Bauð sjómannsefnunum upp á nektardansmeyjar. Davíð má eiga krónuna Svarthöfði hefur fylgst vel með umræðum um evruna að undan- förnu. Svarthöfði hefur drukkið í sig áhugaverðar greinar í blöðun- um um evruna en veit ekki enn hvort það er rétt að taka hana upp. Svarthöfði er nefnilega mikill þjóðernissinni og þykir sem slík- um afar vænt um íslensku krón- una. Svarthöfði gerir sér þó grein fyrir því að það væri heillavæn- legra fyrir heimilin í landinu að taka upp evruna. Miðað við verð- bólguna í landinu sem er að sliga alla myndu afborganir af húsnæð- islánum snarlækka með evrunni auk þess sem verð á matvörum myndi snarlækka. Þetta myndi Svarthöfði kunna vel að meta og myndi væntanlega varpa þjóðern- iskenndinni og krónunni fyrir róða. Svarthöfða þykir þvf skrýtið að Davíð Oddsson skuli fjargviðrast svona mikið út í evruna og Evr- ópusambandið. Davíð hefur alla Hvernig hefur þú það „Ég hefþað bara ffnt," segir Magnús Geir Þórðarson, leikstjóri Leikfélags Akureyrar. Viö erum á siðustu metrunum viö æfingará Fullkomnu brúökaupi sem viö frumsýnum eftir viku. Þaö er ótrúlega mikiö hlegiö á æfingum og gaman hjá okkur en auövitaö eru mörg handtök eftir eins og alltafrétt fyrir frumsýningu.“ tíð gengið fram sem landsfaðirinn mikli en það er ekki að sjá á þessu máli að hann beri hag sinna smæstu bræðra fyrir brjósti. Hann finnur evrunni allt til foráttu, líkt og verðandi samstarfsfélagar hans í Seðlabankanum. Það er kannski ekki skrýtið því miðað við það sem spekingar segja væri Seðlabank- inn óþarfur í heimi evrunnar og Davíð yrði að gera sér að góðu þau lúsareftirlaun sem honum bjóðast fyrir þingmennsku og ráðherra- dóm. Svarthöfði er ekki alltaf sam- mála Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur en þegar kemur að evrunni slá hjörtu Svarthöfða og Ingibjarg- ar Sólrúnar í takt. í ljósi þess von- ast Svarthöfði eftir vinstristjórn eftir næstu kosningar. Davíð má eiga krónuna. Svarthöföi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.