Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 36
36 LAUQARDAGUR 15. OKTÓBER2005 Helgarblað DV Helga Braga Jónsdóttir er á fullu að undirbúa áramótaskaup Sjón- varpsins sem verður sannkaliað * kvennaskaup í ár undir styrkri leik- stjóm Eddu Björgvinsdóttur. í vik- unni ætlar Helga Braga hinsvegar að stinga af frá upptökunum og fara til Minneapolis til að undirbúa „fashion“-ferð fyrir konur í byrjun desember. „Eva dóttir hennar Eddu, sem er algjört tískugúm, er að undirbúa þetta með mér og við verðum með kynningarfund 28. október milli klukkan fimm og sjö í Þróttarahúsinu," segir Helga Braga. „Þetta verður klikkuð ferð, og hægt að fá þarna allt milli himins og jarð- ar, frá ódýmm jólagjöfum upp í k klassa tískufatnað. Það fæst neínilega allt í Ameríku." Fyrir utan tískuferðir og áramótaskaup Sólarpúður frá Guarlain Algjörlega ómissandi, maður ljómar af hreysti. Varalitur frá Ester Lauder Þokkafullur allan sólarhringinn. er Helga að halda dömunámskeið og er líka farin að halda hópeflis- námskeið íyrir íyrirtæki. Helga, sem er þjóðþekkt dama í þess orðs fyllstu merkingu, hefur hríðhorast undanfarið og segir magadansinn spila þar stóra rullu. „Svo er ég búin að taka út allan sykur og hvítt hveiti. Það svínvirkar fyrir mig." Helga Braga er alltaf með stóra snyrtitösku í farteskinu, svo stóra að hún verður að geyma hana í bílnum. „Þar er ég með milljón varaliti, þrjá mascara, fullt af augnskuggum, allskonar púður og bara allt sem alvöru kona þarf fyrir daginn." Við tókum mynd- ,ir af nokkrum vel | völdum snyrtivör- ' um úr risatösku Helgu Brögu. Mac-augnskuggar Uppáhalds augnskuggarnir mínir, svo flottir litir. Mascari frá Dior Gerir augnhárin löng og gerðarleg. •esM Athafnakonan Áslaug Harðardóttir stofnaði verslunina ER á Skólavörðustíg í febrúar 2004. Hún hafði áður rekið heildverslun með hreinlætisvörur í 16 ár en langaði að breyta til og spreyta sig á einhverju öðru. M m W 'Æíp „Það kemur til dæmis regluíega tilmín banda- risk kona sem er oft hér á ferð og svo eru margar konur hér heima sem er fastagestir." eins og sjampó, tannbursta og fleira í þeim dúr sem ég seldi svo f verslanir og apótek. Þegar kom að því að umboðið var selt erlendis fann ég að ég var hvort sem er orðin leið á þessu og fór að svipast um eftir einhverju öðru," segir Áslaug. Lærði markaðsfræði „Ég fór líka einn vetur f kvöldskóla í markaðsffæði hjá Stjórntækniskóla íslands sem ég hafið mikið gam- an og gagn af því þrátt fyrir langa starfsreynslu í rekstri. í framhaldi af þessu fór ég að reyna fyrir mér á vinnumarkaði, en það reyndist ekki um auðugan garð að gresja. Ég sótti víÉa um vinnu en það virtist ekki mikili áhugi á að nAt mína starfskrafta. Ég haföi hinsvegar lengi gengið g|eð þá hugmynd í maganum að opna fataverslun ogjþama famist mér tími til kominn að láta reyna á jjj Let drauminn rætast / Áslaug lét drauminn rætast og eij'mi m^Ö ujfcá- haldsmerkin sín til sölu í versluninnj'ER. „Ég er n^ð fatnað frá þýska hönnuðinun Rundlyak, sem er mjog virtur í Evrópu, Nuu og einnig Luaná sem er með hönnuði bæði í Þýskalandi og Ítalíu. Þessum merkj- um kynntist ég á Spáni árið 1996 ög féll alveg fyrir þeim," segir Áslaug. „Sérstaðan er að fötin em fjölda- framleidd en mjög yönduð, frjálsleg cig smart og ekki síst öðruvísi." Fastagestir í búðinni Álsaug er með ákveðinn hóp viðskiptavina, meira að segja koma til hennar konur frá útlöndum. „Það kemur til dæmis reglulega til mín bandarísk kona sem er oft hér á ferð og svo em margar konur hér heima sem em fastagestir. Ég legg auðvitað áherslu á persónulega og góða þjónustu, þetta er lítil verslun með sérstaka vöm og ofsaiega gaman að sinna þessu. Þetta er auvðitað mikil vinna og mikil viðvera en hverrar stundar virði." Fer á skíði til útlanda Áslaug flokkar verslunarreksturinn undir áhuga- mál en reynir þó að sinna öðmm tómstundum með- fram. Hún og eignmaður hennar fara oft á skíði ásamt yngsu dótturinni sem enn býr í heimahúsum, en eldri dóttirim er farin að búa. Vinnan númer 1,2 og 3 „Við reynum að komast að minnsta kosti einu sinni á ári í ítölsku eöa svissnesku Alpana, en annars er vinnan númer eitt, tvö og þijú." Áslaug Harðardóttir Lét drauminn rætait og opnaði verslun með uppdhalds- merkjunum sinum. Anorexía hefur lengi verið talinn sjúkdómur sem einungis herjar á ungar stúlkur en ýmisle^ að sjúkdómurinn færi sig upp aldursstigann. Miðaldra konur þjást líka af átröskun Búlemfa Læknarlíkja búlemlu við fíkn. Jafnvel þó engar beinar tölur liggi fýrir um átraskanir segja bandarískir sérfræðingar að 5-10 milljónir bandarískra kvenna þjáist af átröskunarsjúkdómum og að eldri konum í hópnum fjölgi ár frá ári. Edward Cumella, læknir og for- stjóri meðferðarstöðvar fyrir átröskunarsjúklinga í Wickenburg, 'Arizona, segir að konum yfir fer- tugu hafi fjölgað um 25% síðan stöðin opnaði árið 1990. „Konum yfir fimmtugu hefur fjölgaö um þriðjung meðan tíðni sjúkdómsins meðal táningsstúlkna stendur í stað," segir Cumella. Holly Grishkat sem veitir for- stöðu meðferðarheimili í Fíladelfíu, sem er hið stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum, er ekki hissa á þessari þróun. „í menningarsamfé- lagi þar sem lýtaaðgerðir eru stund- aðar eins og íþróttir og megrunar- iðnaðurinn veltir 50 milljörðum Bandarfkjadala á ári, er kannski ekki skrýtið að átraskanir miðaldra kvenna verði algengari," segir Grishkat. „Hvert sem litið er fá kon- ur skilaboð um að vera grannar og unglegar. Miðaldra konur eru sér- staldega berskjaldaðar fyrir þessum skilaboðum því rétt eins og tánings- stúlkurnar eru þær að fara í gegn- um breytingar andlega, líkamlega og félagslega." í nýlegri könnun kom fram að 57% miðaldra kvenna eru óánægð með líkamsvöxt sinn og 40% sögð- ust með gleði fóma þremur til Ijór- um áram af lífi sínu fyrir „rétta fata- stærð". Grishkat telur þess vegna að miðaldra konum með átröskun muni fjölga verulega á næstu árum. Douglas Bunnell, forseti lands- samtaka gegn átröskun, líkir búlemíu við lyfjafíkn. Hann segir að jafn ótrúlegt og það hljómi geti bendir til Mjó, en finnst hún feit Konur með dtraskanir missa raunveru- leikaskynið. hegðun semerhættu- leg og óþægileg, eins og svelti, upp- köst, „sjúkleg líkamsrækt" og of- neysla hægðalyfja, orðið fíkn. „Eldri konur lýsa því í auknum mæli hvað þeim líður vel eftir uppköstin, eru rólegar og afslappaðar og fullar af vellíðan," segir Bunnell. „Þetta er hins vegar stórhættulegt og verður til að þess að fjöldi kvenna missir heilsuna langt fýrir aldur fram."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.