Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Skólahjúkrunarfræðingurinn Við reyndum allt „Ég held að við höfum gert allt sem við gátum,“ sagði Sigríður Ólafsdóttir í viðtali í Kastljósi þann 13. október. Sigríður var skólahjúkrunarfræðingur í Öldutúnsskóla þegar Thelma og systur hennar stund- uðu þar nám. „Það var bara aldrei sagt frá neinu ofbeldi. Við reyndum allt. Og fyrst og fremst Haukur og Rúnar, yndislegir menn sem reyndu að gera allt sem þeir gátu fyrir börnin. Og svo var ég þarna hjúkrunar- fræðingur og það kom vikulega eða mánaðarlega sálfræðingur. En það voru bara svo mörg önnur mál og okkur fannst þetta ekki mikið mál því það var ekkert ofbeldi þarna.“ Sigríður bætti svo við að það eina sem hefði vantað upp á væri að stúlk- urnar hefðu opnað sig, en því hefðu þær augljóslega ekki þorað. „Pabbi lagði til að mynda blátt bann við því að við systurnar færum til skóiahjúkrunarkonunnar. “Myndin af pabba - saga Thelmu, bls. 127. Formaður barnaverndarnefndar Sigríður Ólafsdóttir Var skólahjúkrunarfræð- ingur I Öldutúnsskóla. Móðir stúlknanna, sem stigið hafa fram og sagt frá miskunnarlausum níðingsskap föðurs síns í litla, gula húsinu í Hafnarfirði, segir það mikilvægt að viðlíka mál séu ekki þögguð niður. Hún segir að dætur hennar hafi staðið sig eins og hetjur. Asdís Páls- dóttir Ásamt dætrum sínum fyrir utan litla gula húsið við Hringbrautina. Okkur var ekki hleypt inn „Þetta heimili var eiginlega alltaf undír smásjá af ýmsum orsökum," sagði séra Bragi Benediktsson í viðtali (Kastljósi 13. október. Bragi var formaður barnaverndarnefndar Hafn- arfjarðar á árunum sem Thelma og systur hennar voru mis- notaðar. „Það var iðulega lögreglan sem kom inn á heimilið. Ég var þá gjarnan fenginn til að fara með henni. En okkur var illa tekið og yfirleitt ekki hleypt inn. Eitt var það, að fósturfaðir Stefáns (Eiríkur Pálsson fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnar- firði] sem var lögfræðingur, hann vann með honum ein- dregið. Og hann vann alltaf gegn barnaverndaryfirvöldum, hvað sem þau voru að reyna að gera." Séra Bragi Bene- diktsson Var for- „Reglulega bankaði fólk frú félagsmálayfirvöldum upp á hjá maður barnavemd- okkur en það fór alltaf erindisleysu þvipabbi og mamma voru arnefndar Hafnar- ekkl lengi að vlsa þviá dyr." Myndin afpabba - saga Thelmu, fjarðar. bls. 13. Skólastjóri Öldutúnsskóla Vitað að faðirinn var geðveikur „Félagsmálayfirvöld höfðu stöðugt eftirlit með fjölskyldunni þar sem vit- að var að faðir þeirra stúlkna var geðveikur," sagði Haukur Helgason, fyrrver- andi skólastjóri í Öldutúnsskóla, en þar stunduðu Thelma og systur hennar nám á grunnskólaárum sínum, í samtali við DV. Spurður hvort viðbrögð skólayfirvalda hefðu verið rétt á sínum tíma sagði Haukur: „Það er ákaflega erfitt að segja til um það, tímamir breytast auðvitað. Lögum samkvæmt : áttum við að tilkynna barnaverndarnefnd ef við fréttum af erfiðri aðstöðu barna og það var gert.“ „Sumirkennaranna gerðu sérgrein fyrirþvíað ekki var | allt með felldu hjá mér og buðu mér trúnað sinn. Til | dæmis kallaði Rúnar yfirkennari mig einu sinni inn á skrifstofuna sína til að spyrja mig hvort eitthvað væri að. Ég neitaði auðvitað staðfastlega og þóttist ekkert vita hvað hann átti við. “ Myndin af pabba - I Haukur Helgason Var saga Thelmu, bls. 129. | skólastjóri íÖldutúnsskóla. Birta er komin út! liÆKUR HEU-SA |gj} FtTJÁi-S Ej „Þær hafa staðið sig eins og hetjur," segir Ásdís Pálsdóttir móðir stúlknanna sem nú hafa stigið fram og sagt frá æsku sinni og upp- vaxtarárum í gula húsinu við Hringbraut í Hafnarfirði. Ásdís Pálsdóttir varð sjötug nú í ágúst. Hún er ættuð af Skagaströnd en býr nú einsömul á Eyrarbakka. Mestan part ævi hennar bjó Ásdís hins vegar í litlu, gulu, hrörlegu húsi við Hringbraut í Hafnarfirði. Þessi ár hafa nú ver- ið rifjuö upp í kjölfar útgáfu bókarinnar Myndin af pabba - saga Thelmu, eftir Gerði Krismýju. Barin miskunnarlaust Ásdís var um árabil gift fársjúkum alkóhól- ista og kynferðisafbrotamanni, Stefáni Guðna Ásbjömssyni. Stefán barði Ásdísi konu sína miskunnarlaust og misnotaði dætur sínar fimm. Hann færði þær einnig öðrum í skipt- um fyrir áfengi og eiturlyf. Lét loks verða af því að skilja Samkvæmt því sem ffarn kemur í bók Thelmu velti móðir hennar því lengi fýrir sér að skilja við mann sinn. Þegar allar nema tvær yngstu dætumar vom famar að heiman lét hún loks verða af því, við mikinn fögnuð systr- anna. Inn í ákvörðun hennar spilaði, að sögn Thelmu, sú staðreynd að Ásdís hafði bytjað að sækja fundi fyrir aðstandendur afkóhólista og byrjaði þá loks að skilja það brjálæði sem hún hafði búið við í svo langan tíma. Glæsilegar systur Fyrstu árin eftir skilnaðinn við Stefán bjó Ásdís áfram í gula húsinu ásamt tveimur yngstu systrunum. Hún keypti loks íbúð í blokk annars staðar í bænum. Hún er nú flutt á Eyrarbakka. Dætur hennar hafa nú í vikunni sagt frá árunum í gula húsinu og hörmungun- um sem þær þurftu að búa við. Allir sem hlýtt hafa á sögu þeirra í fjölmiðlum þessa vikuna. eru sammála um að undravert sé hversu heil- steyptar, einlægar og yfirvegaðar systumar em í frásögn sinni af þessum hræðilegu at- burðurn æsku þeirra. Stolt af stelpunum Ásdís Pálsdóttir, móðir stúiknanna, er þessu sammála. „Ég er stolt af stelpunum mínum," segirÁsdís. Hún segir það mildlvægt að málum eins þeim sem dætur hennar hafa vakið athygli á sé haldið á lofti. Ekki megi þagga þau niður. Ásdís veit líka, af sinni eigin bitrn raun, að þögnin gerir ekkert annað en að viðhalda ógninni. andri@dv.is Eiríkur Pálsson sagður hafa beitt sér gegn því að barnavernd- arnefnd bjargaði fjölskyldunni í litla, gula húsinu BÆJARSTJÓRINN SEM BJARGAÐINÍÐINGNUM Föstudaginn 21. maí 1999 birtist lítil dánartilkynning í Morgunblaðinu. Stefán Guöni Ásbjörnsson, fæddurþann 14. október 1931, lést þann 10. maí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrr■ þey. Fyrir hönd aðstandenda, Eirfkur Pálsson. Engar minningargreinar birtust að segja bæjarstjóri. í Morgunblaðinu um Stefán Guðna Oft Ásbjörnsson. Dætur Stefáns, syst- vaknað kyni hans eða vinir, sett- ust ekki niður og skrifuðu um hann hlý orð. Enginn rifjaði upp æviskeið hans eins og venja er til þegar einhver kærkominn fellur frá. Eftir umræður og um- fjöllun síðustu viku um hina hrottafengnu, átak- anlegu og sönnu sögu Thelmu Ásdísardóttur og fjölskyldu hennar kemur það kannski ekki neinum á óvart. Miðpunktur sög- unnar sem hefur sett ís- lenskt samfélag á annan Eiríkur Pálsson Fóst- urfaðir Stefáns G uðna og fyrrverandi bæjar- stjóri I Hafnarfirði. hefur sú spurning í umræðum um of- beldið og níðings- skapinn sem dætur Stef- áns Guðna þurftu að ganga í gegnum hvernig það gat verið að enginn greip inn í. í viðtali við Morgunblaðið um síð- ustu helgi sögðu syst- urnar að einhver hefði átt að koma þeim til bjargar. Þjóðin er þeim sammála og vill vita af hverju systrunum í gufa húsinu var ekki bjargað. endann og vakið okkur öll til um- hugsunar er fjölskyldufaðirinn Stefán Guðni Ásbjörnsson, sem lést 10. maí 1999. Þjóðin vill svör Maðurinn sem skrifar undir dánartilkynningu Stefáns, Eiríkur Pálsson, lést sjálfur 2002. Hann var fósturfaðir Stefáns. Eiríkur var áhrifamaður í bæjarlífi Hafnarfjarð- ar þar sem sagan um gula húsið gerðist. Hann var skattstjóri og for- stöðumaður hjúkrunarheimilisins Sólvangs og til skamms tíma meira Máttlaus barnaverndarnefnd Séra Bragi Benediktsson, fyrrver- andi félagsmálastjóri Hafnarfjarðar, svaraði þessari spurningu fyrir sitt leyti í Kastljósi Sjónvarpsins á fimmtudagskvöld. Bragi sagði þá í viðtali að fósturfaðir Stefáns Guðna Ásbjörnssonar, Eiríkur Pálsson, hefði beitt áhrifum sínum í stjórn- kerfi Hafnarfjarðarbæjar til að koma í veg fyrir að barnarvemdar- yfirvöld í bænum gætu sinnt skyldum sínum gagnvart systmn- um í gula húsinu. Á meðan faðir þeirra keyrði þær Dánartilkynning Stef- áns Guðna Bæjarstjórinn varsá eini sem sett nafn sitt við tilkynninguna. mönnum sem nauðguðu þeim og svívirtu í skiptum fyrir brennivín og spítttöflur var barnavemdarnefnd víðs fjarri. Sr. Bragi segir nefndina hafa verið ráðalausa gegn áhrifa- mætti Eiríks Pálssonar. Kusk á hvítflibbann Samkvæmt Braga hélt Eiríkur hlífiskildi yfir fóstusyni sínum og gerði honum kleyft að vinna voða- verk sín óhultur fyrir umheiminum. Hvort Eiríkur Pálsson hafi lokað augunum fyrir nöturlegum sann- leikanum eða einfaldlega ekki trúað svona löguðu upp á fósturson sinn verður ekki svarað hér. Hins vegar er óhætt að fullyrða að Eiríki sem broddborgara í Hafnarfirði var það mjög á móti skapi að upp á yfir- borðið kæmi eitthvað sem snerti fjölskyldu hans og kalla má kusk á hvftflibbann. Undir lokinn var hann samt sá eini sem treysti sér til að setja nafri sitt undir dánartilkynn- ingu mannsins, sem engin sá ástæðu til að sakna, Stefáns Guðna Ásbjörnssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.