Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV Spilafíkn má lýsa sem spilahegðun sem hefur í för með sér óæskilegar afleiðingar fyrir þann sem spilar, aðra í nánasta umhverfi hans og fyrir samfélagið. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði og streita eru algengir fylgifiskar spilafíknar og spilafíklar misnota oft áfengi eða önnur vímuefni. Spilafíkill er iðulega upptekinn af þrálátum þönkum um pen- Lífið hefur ekki alltaf farið bliðum höndum um Júlíu Olsen. Hún hefur þó aldrei upplifað aðra eins vanliðan og þegar hún var virkur spilafíkill í fjögur ár. Júlía spilaði frá sér niu milljónir á Qórum árum, þar á meðal ibúðina sína og allar aðrar eigur. íbúðum systur hennar og vinkonu var bjargað á elleftu stundu. Þegar spilafíknin hafði tekið yfirhöndina leigði Júlia út íbúðina sína og lifði nöturlegu lífi i litlu kjallaraherbergi, án eldunar- og snyrtiaðstöðu. Hún vonaði á hverju kvöldi þegar hún lagðist til svefns að hún vaknaði ekki að morgni. Við Júlía hittumst á Kringlu- kránni um miðjan dag í miðri viku. Hún situr teinrétt í baki yfir kaffinu sínu og horfir hugsi yflr salinn. Það var einmitt á Kringlu- kránni sem hún missti fyrir alvöru stjórn á spilamennskunni fyrir flórum árum. „Um miðjan dag, í miðri viku," segir hún og hristir höfuðið. „Það var hásumar og ég klæddi mig upp í sumarkjól og fínan gulan jakka og fór gagngert á Kringlukrána til að spila. Þá hafði ég aldrei farið í stóru kassana áður en þarna fór ég í Gullnámuna í fyrsta skipti. Ég lagði undir og fékk stóran vinning, eitthvað um 200 þúsund krónur. Mér finnst í minningunni eins og það hafi verið vendipunkturinn." Júlía ólst upp í Njarðvík en flutti til Reykjavíkur á unglings- aldri. Hún giftist ung og eignaðist tvö börn sem hún missti frá sér. Hún vill ekki fara nánar út í þá sögu en síðar eignaðist hún tvö börn í viðbót sem hún ól upp ein. Árið 1979 fluttist hún til Stokk- hólms þar sem barnsfaðir hennar bjó. Hún var þó ein með börnin sín, átta og ellefu ára, en fjölskyld- unni gekk vel að fóta sig í nýju landi. Bömin blómstmðu og Júlía vann við heimahjúkxun. Byrjaði fyrir alvöru með stóra vinningnum „Þegar við fluttum heim frá Svíþjóð árið 1996 kom mér á óvart hvað þjóðfélagið hafði breyst þessi nítján ár sem við vomm í burtu," segir Júlía. „Ég hafði lent í slysi í Svíþjóð og var komin á ör- orkubætur og gat ekki farið út á vinnumarkaðinn hér heima. Ég var einmana og ósátt og spila- mennskan varð eins konar flótta- leið. Ég fann þegar ég stóð fyrir framan kassana að ég þurfti ekkert að hugsa. Það er næstum hægt að líkja þessu við meðvitundarleysi eða einhvers konar vímu; ég bara leið í burtu og fannst að ég fyndi þama sáiarfriðinn sem ég þráði svo heitt. Það varð fljótlega það eina sem komst að, þessi sálar- friður við spilakassana." Júlía byrjaði á því þegar hún kom heim frá Svíþjóð að kaupa sér litla íbúð í Keflavík. Hún seldi hana þó fljótlega og keypti sér þriggja herbergja fbúð í Breið- holti. „Ég var þar í eitt ár en ákvað svo að selja og fá mér minna og græddi svolítið á því. Ég fékk sjö hundmð þúsund í milli og ætlaði að leggja það fyrir. Ég spilaði það frá mér á þremur mánuðum." Júlía segir að hennar spila- mennska hafi byrjað smátt en und- ið upp á sig þangað tfl hún var heillum horfln og á valdi sjúk- dómsins. Til að byrja með freistað- ist hún öðm hvom í pókerkassana ef hún fór út að skemmta mér með vinkonu sinni á Kringlukrána, en meira var það ekki. Eftir stóra vinn- inginn, þennan fallega sumardag fyrir fjórum ámm, fór hún að stunda spilakassana alla daga. Hírðist í litlu kjallaraher- bergi og hætti að þrífa sig „Það er svo margt hræðilegt sem fylgirþessum sjúkdómi," seg- ir Júlía. „Eg var fljótlega farin að selflytja launin mín á milli banka og var alls staðar komin með yfir- drátt. Fyrir mig sem íbúðareig- anda var þetta auðvelt, svo auð- velt að ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið. f Svíþjóð hafði ég aldrei átt Visa- eða Eurokort og vissi varla hvað yfirdráttur var. Nú var ég með þetta allt í höndunum og gat alls staðar fengið lán. Það var alltof auðvelt að komast yfir peninga. Svo kemur að sjálfsögðu að þvf að allt þrýtur. Á ákveðnum tímapunkti ákvað ég að leigja út íbúðina mína og leigja sjálf lítið herbergi í kjallara. Ég fór svo fyrsta dag hvers mánaðar í bankann til að sækja peningana frá leigjendunum og þóttist ætla að grynnka á skuldunum. Ég komst samt aldrei lengra en yfir götuna í Gullnámuna þar sem ég eyddi öllu á örfáum klukkutímum. Skömmin var hræðileg og ég missti agjörlega lífslöngunina. Ég, sem hafði alltaf verið frekar pjöttuð, hætti að þrífa mig og borðaði helst ekki neitt. Ég hírðist bara í þessu nöturlega kjallaraherbergi þar sem var engin eldunaraðstaða og bara snyrting frammi á gangi. Ég læsti ekld her- berginu á næturnar því ég vonaði alltaf að ég vaknaði ekki að morgni. Ég vildi ekki að fólk þyrfti að bijótast inn þegar ég væri farin að lykta. Þetta var ekkert líf. Ég hafði samastað en tilfmningin var sú að ég væri heimilislaus. Þetta varð ekki til þess að ég sækti meira í fólk; dóttir mín fékk að koma til mín og ein vinkona, en engir aðr- Snýst ekki um peninga eða hagnaðarvon Júlía hafði alltaf lagt metnað sinn í að eiga örlítinn sjóð ef dótt- ir hennar og dóttursonur þyrftu einhvers með. Það var lífsþráður- inn hennar. En svo fór það líka. „Ég man, einu sinni þegar ég ætlaði að sækja drenginn á leik- skólann og hafa hann hjá mér yfir nótt, að ég tvísté í Kringlunni í tog- streitu um hvort ég ætti að fara upp í kassana eða inn í Bónus og kaupa eitthvað handa baminu að borða. Mér auðnaðist í það skiptið að hugsa um drenginn og keypti í matinn. Júlía segir að þegar sjúkdómur- inn fari að grassera snúist hann alls ekki um peninga og hagnaðar- von. Hún keypti sér aldrei neitt fyrir vinningspeningana; þeir fóru jafnóðum í kassann aftur. Stund- um vann hún hundmð þúsunda en það hvarflaði aldrei að henni að kaupa sér föt eða nota pening- ana í eitthvað skemmtilegt. Bar út Fréttablaðið í sextán hverfi „Ég gekk um eins og umrenn- ingur í gatslitnum gallabuxum og tímdi helst ekki að kaupa mér að borða. Ég gat æst mig heil ósköp yfir því að kaffipakkinn kostaði 300 krónur á sama tíma og fimm- þúsundkallarnir í kassana skiptu engu máli. Það hverfur allt verð- skyn, allt vemleikaskyn. Svo fer maður að ljúga. Ég var sniUingur í að ljúga mig út úr hlutunum og var samtímis að rífa mig niður og brjóta öll mín Jífsgildi. Að eðlisfari er ég heiðarleg kona og hefði aldrei trúað því að óreyndu að ég gæti hafnað í svona aðstæðum." Á endanum málaði Júlía sig út í horn. Hún missti íbúðina sína og bankarnir vildu ekld lána henni lengur. „Það var hræðilegt," segir Júlía. „Ég talaði dóttur mína inn á að fara að bera út Fréttablaðið með mér og einhvern tíma bámm við út í sextán hverfi. Launin áttu að fara í skuldir en ég tapaði þeim að sjálfsögðu strax í peningakass- ana. Dóttir mín vissi ekki hvers kyns var og ég taldi henni trú um að ég hefði svo litlar tekjur, gengið væri svö óhagstætt fýrir launin mín frá Svíþjóð, ég skuldaði svo mikið í íbúðinni og svo framvegis. Tómar lygar og tilbúningur." Einmanaleiki er hluti af spilafíkninni. „Maður er í eigin heimi," segir Júlía. „Ef einhver yrti á mig meðan ég var að spila urraði ég af vonsku. Mig langaði ekki að blanda geði. Ég stóð bara við kass- ann og ýtti á takkana. Ég tók ekki einu sinni eftir því hvort ég vann eða tapaði. Allt í einu var bara all- ur peningur búinn og þá fór ég heim. Ég var ekki einu sinni svekkt og hugsaði aldrei um upphæðirn- ar. Ég vissi að ég fengi peninga næsta föstudag og lengra náði hugsunin ekki." Einbeitir sér að því að hjálpa öðrum spilafíklum Nú er Júlía búin að vera í bata í tæpt ár og lítur framtíðina björt- um augum „Eftir að ég hætti hef ég fengið svo mikið hrós," segir hún feimnislega. „Fólk sér svo mikinn mun og hefur orð á því hvað ég líti vel út. Meðan ég var að spila fannst mér ég vera í svartri kúlu sem þrengdist alltaf. Ég held að fólk hafi séð þessa svörtu kúlu utan um mig og smátt og smátt fór það að forðast mig. Þessi ein- manakennd er sameiginleg öllum spilafíklum." Þegar Júlía var búin að tapa öll- um eigum sínum kom að því að gengið var að ábyrgðarmönnum lána. „Það var- annars vegar systir mín og hins vegar besta vinkona mín. Sem betur fer tókst að bjarga málunum; þær þurftu sjálfar að semja en ég borga þeim. Skuldir sem ég var sjálf í ábyrgð fyrir eru ógreiddar. Ég er ekki yflrlýst gjald- þrota en ég er á svörtum listum alls staðar og hef ekki möguleika á að eignast neitt. Nú er ég búin að fá leigða íbúð hjá Öryrkjabandalaginu og er komin það langt í batanum að ég get séð um mín fjármál sjálf. Það gat ég ekld til að byija með." Það var Júlíu opinberun að kynnast öðrum spUafiklum hjá SÁÁ. „Ég byrjaði á að leita mér hjápar þar og fýrst þegar ég fór á fundi hágrét ég. Ég kynntist svo Júl- íusi Júlíussyni sem stofriaði Samtök áhugamanna um spilafíkn í janúar 2004. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki kynnst honum. Það hef- ur bjargað h'fi mínu. Nú á ég þá einu ósk að geta orðið öðrum spilafíklum til hjálpar og vona sannarlega að þetta viðtal opni augu fólks fýrir því hversu liræði- legur þessi sjúkdómur er. Þetta er eins og aðrar fiknir; fólk ræður ekki við þetta nema fá rétta hjálp. Mað- ur læknast ekki einn tveir og þrír, heldur þarf stöðugt að vera að vinna í batanum. Maður verður aldrei fyrrverandi spilafikill." Lífið hefur aftur tilgang Júfía hefur lent í því að falla einu sinni frá því hún byrjaði sitt bata- ferli en þá hringdi hún í Júlíus í dauðans ofboði og hann hjálpaði henni. „Nú starfa ég með Samtök- um áhugafólks um spilafíkn. Við svörum í símann hvenær sem fólk þarf á að halda og það gefur mér mest að geta verið til staðar fyrir aðra spilafíkla. Ég er að endumýja sambandið við mína nánustu og er einnmitt að fara að sækja litla eng- ilinn minn á leikskólann núna og ætla að hafa hann hjá mér í nótt. Lífið hefur öðlast tilgang á ný og ég get ekki nógsamlega lýst því hvað ég er fegin að vera komin út úr myrkrinu." Júlía hefur þó þungar áhyggjur af því hversu margir eiga við þessa fíkn að stríða og hvað þeim fer fjölgandi. „Það eru margir að spila á net- inu, en það kom aldrei til greina hjá mér þar sem ég á ekki tölvu. Ég veit samt að það er vaxandi vandamál. Ég hef líka áhyggjur af gylliboðum bankanna og hversu auðvelt er fýrir óharðnaða ung- linga að nálgast fjármagn. Bank- amir berjast um kúnnana og það er hættulegt fyrir ungmenni að vera með fullar hendur fjár og auðvelt að missa fótanna. Við hjá Samtökum áhugafólks um spilafíkn emm að búa til fræðslu- efni sem við ætlum að fara með inn í grunnskólana því við teljum mikilvægt að foreldrar séu vak- andi fyrir þessu vandamáli og fylgist vel með. Þetta er helvíti að fara í gegnum og ég vona að starf okkar verði til þess að opna augu fólks. Þar ætla ég að leggja mitt á vogarskálarnar." edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.