Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2002, Page 24

Ægir - 01.01.2002, Page 24
24 L O Ð N U V E I Ð A R O G - V I N N S L A Ástandið á loðnumiðunum við landið er nú með allra besta móti og fiskifræðingar segja að leita verði meira en áratug aftur í tím- ann til að finna sambærilegt ástand. Mjög góð loðnuveiði hef- ur verið það sem af er árinu og á síðustu dögum janúarmánaðar var meira en helmingi meira magn af loðnu komið á land en á sama tíma í fyrra. Óvissuástand á mörkuðum fyrir loðnuafurðir get- ur þó sett strik í reikninginn. Loðnustofninn í góðu ástandi Í janúar var hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson í vel heppnuð- um loðnuleiðangri fyrir austan land og hefur aldrei orðið vart við meira magn af loðnu í rannsókn- arleiðangri. Loðnan var auk þess stærri og betri en reiknað hafði verið með og ljóst er að loðnu- stofninn er í góðu ástandi. Loðna fannst í veiðanlegu magni frá svæðinu norðan við Digranesflak og suðaustur fyrir Reyðarfjarðar- djúp. Svo virðist sem um tvær göngur sé að ræða og er uppistað- an þriggja ára gömul loðna. Þetta góða ástand loðnustofnsins hefur orðið til þess að Hafrannsókna- stofnunin lagði til við sjávarút- vegsráðherra að loðnukvótinn á vertíðinni verði 1200 þúsund tonn. Óvenjugóð nótaveiði Mjög góð loðnuveiði hefur verið frá áramótum og langt er síðan svo mikillar loðnu hefur orðið vart í veiðanlegu magni á þessum árstíma. Veiðin nú er komin yfir 100 þúsund tonn sem er ríflega tvöföldun miðað við sama tíma í fyrra, en þá höfðu aðeins 42 þús- und tonn borist á land. Nótaveið- in nú gengur mun betur en menn Besta ástand á loðnu- miðunum um langt árabil - hátt verð á mjöli og lýsi, en blikur á lofti á mörkuðum fyrir frystar afurðir Birtingur NK drekkhlaðinn af loðnu á heimstíminu. Nú er líf og fjör þar sem loðnan hefur mikið að segja í at- vinnulífinu. Þessi mynd var tekin í vinnslustöð Síldar- vinnslunnar í Nes- kaupstað. Myndir og texti: Ágúst Ólafsson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.