Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Síða 10

Ægir - 01.03.2002, Síða 10
10 V E I Ð A R F Æ R I Helgi segir að sú tækni sem Injector hlerarnir byggist á sé afar sérstök og hana hafi margir aðrir toghleraframleiðendur líkt eftir. Hins vegar hefur Injector einka- rétt á þessari tækni. Injector hóf fyrst framleiðslu á sínum hlerum fyrir fjórum árum, en hugmyndin að þeim er nokkru eldri. Flug- vélaverkfræðingur hannaði Inject- or hlerann og hugmyndina sótti hann í flugvélarvæng. Samanburðarverkefni í Danmörku „Það er mjög athyglisvert að þess- ir toghlerar hafa fengið vottun frá danska sjávarútvegsráðuneytinu, sem þýðir að danskir kaupendur hleranna fá endurgreidd 20% af verði þeirra vegna þess hversu umhverfisvænir þeir eru. Ástæðan fyrir því að sjávarútvegsráðuneyt- ið danska metur þessa toghlera umhverfisvæna er að þeir dragi verulega úr olíueyðslu og minnki þar með mengun. Að sögn ráðu- neytisins sýnir reynslan að skip sem skipta úr hefðbundnum hler- um og yfir í Injector hlera brenna 15% minna magni af olíu. Óvenjuleg lögun hleranna gerir það að verkum að þeir krefjast mun minni togkrafts en ella. Einnig eru þeir töluvert minni og léttari en aðrir hlerar og fara því betur með botninn en aðrir hler- ar. Danska sjávarútvegsráðuneytið komst að þessum niðurstöðum með því að kaupa og prófa Inject- or toghlerana ásamt öðrum gerð- um toghlera á báti frá Hirtshals í Danmörku. Starfsmaður ráðu- neytisins var um borð og skráði niðurstöður úr þessu þriggja mánaða samanburðarverkefni. Og út úr þessu kom sem sagt vottun um að Injector hlerarnir væru mun umhverfisvænni en aðrir hlerar og það ég best veit eru engar aðrar gerðir toghlerar sem geta státað af slíku,“ segir Helgi. Um borð í nokkrum hérlend- um togurum Helgi segir að þegar fyrstu Inject- or toghlerarnir hafi verið fluttir inn árið 1999 hafi þeir ekki verið að fullu hannaðir, en nú virki þeir mjög vel og æ fleiri gefi þeim gaum. Eins og áður segir eru hlerarnir framleiddir í Færeyjum, nánar tiltekið í Vági á Suðurey. Markaðs- og söluskrifstofa er hins vegar í Esbjerg í Danmörku. Nánari upplýsingar um hlerana er að hafa á slóðinni www.injector- door.com . „Af íslenskum skipum sem hafa svona hlera get ég nefnt rækju- skipið Sólbergið ÓF, sem hefur verið með þá í um eitt ár. Einnig vil ég nefna að Júlíus Geirmunds- son ÍS er kominn með Injector hlera og þeir eru nýlega komnir um borð í Vestmannaey og sömu- leiðis Frosta frá Grenivík,“ segir Helgi og bætti við að það segði sína sögu að Injector væri um borð í bróðurparti skipa Royal Greenland. Nýtt fyrirtæki um Injector toghlerana „Við erum að stofna nýtt fyrir- tæki um sölu á hlerunum með Injector, sem verður hér í sama húsi og Ísgata. Eftir sem áður verður Ísgata með sölu á ýmsum búnaði og varahlutum í fiskiskip. Ég reikna með að þetta nýja sam- starfsfyrirtæki um toghlerana verði formlega stofnað núna í apr- íl,“ segir Helgi Þórarinsson. Ísgata hefur umboð fyrir Injector toghlerana hér á landi: Fengu umhverfisvottun í Danmörku „Þessir toghlerar, sem eru fyrir stóra jafnt sem litla togbáta á bolfiski eða rækju, eru færeyskir og við byrjuðum að kynna þá hér á landi árið 1999. Nú er tekinn að færast kraftur í söluna,“ segir Helgi Þórarinsson, framkvæmdastjóri hjá Ísgata í Reykjavík, sem hefur umboð fyrir Injector toghlerana. Helgi Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ísgata, stendur hér við Injector toghlera. Mynd: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.