Ægir - 01.03.2002, Side 11
11
V E I Ð A R F Æ R I
„Ég get ekki annað
sagt en að þetta gangi
bara vel, það er nóg
að gera bæði hér fyrir
austan og á Akur-
eyri,“ segir Jón Einar
Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Neta-
gerðar Friðriks Vil-
hjálmssonar hf. í Nes-
kaupstað, sem auk
höfuðstöðva fyrirtæk-
isins í Neskaupstað
rekur starfsstöð á Ak-
ureyri.
Netagerð Friðriks Vilhjálms-
sonar hefur stækkað umtalsvert á
liðnum árum. Hún sameinaðist
Odda á Akureyri og keypti síðan
rekstur Netagerðar Dalvíkur.
Reksturinn var lagður niður á
Dalvík og sú þjónusta sem þar var
fluttist til Akureyrar. Húsnæðið á
Dalvík er hins vegar til sölu, en
hefur að undanförnu verið í leigu.
Jafnframt festi fyrirtækið kaup á
rekstri Gúmmíbátaþjónustu
Austurlands og hefur sú starfsemi
verið flutt inn í húsnæði Neta-
gerðar Friðriks Vilhjálmssonar.
Jón Einar segir að starfsemin á
Akureyri hafi farið vaxandi í vet-
ur. Þar hefur meiri áhersla verið
lögð á fiski- og rækjutroll en fyrir
austan er áherslan meiri á loðnu-
og kolmunnanætur, enda nokkrar
af stærstu útgerðunum á því sviði
þar eystra, ekki síst Síldarvinnsl-
an í Neskaupstað. Þá sér starfs-
stöðin í Neskaupstað um þjón-
ustu og viðhald á flottrollum og
framleiðir poka fyrir loðnu og
kolmunna.
Kolmunnatrollin eru engin
smásmíði, þau eru nokkur tonn
að þyngd, að sögn Jóns Einars.
Kolmunnaveiðin er orðin hluti af
starfsemi sjávarútvegsfyrirtækj-
anna sem eru í uppsjávarveiðun-
um og hlutur hennar í heildar-
veiðinni skiptir orðið miklu máli.
Um leið hafa aukist umsvif þjón-
ustufyrirtækis eins og Netagerðar
Friðriks Vilhjálmssonar.
Eins og áður segir eru nú þrjú
fyrirtæki í netagerð komin undir
hatt Netagerðar Friðriks Vil-
hjálmssonar. Jón Einar er þess
fullviss að samþjöppun í grein-
inni eigi eftir að aukast. Ástæðan
sé sú að útgerðirnar séu alltaf að
stækka og þær geri kröfur til
netagerðarfyrirtækjanna um góða
og hraða þjónustu.
Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar í Neskaupstað og á Akureyri:
Hefur sterka stöðu
fyrir austan og norðan
Undirritaður hefur verið samn-
ingur milli Icedan ehf. og Krist-
jáns G. Gíslasonar ehf. um yfir-
töku Icedan á öllum björgunar-
vörum sem fluttar hafa verið inn
og markaðssettar af Kristjáni G.
Gíslasyni ehf.
Einna helst er að nefna að Iced-
an mun nú taka yfir sölu og dreif-
ingu á DSB björgunarbátum sem
hafa unnið sér trausta markaðs-
hlutdeild á Íslandi undanfarna
áratugi en Kristján G. Gíslason
ehf. hefur verið umboðsaðili DSB
frá árinu 1959. Auk DSB mun
Icedan markaðssetja björgunar-
vesti frá I.C. Brindle, losunarbún-
að frá Thanner, flotgalla frá Must-
ang, neyðarmat og vatn frá
Compact, dælur frá Sigma og
baujustangir frá Engel-Netzse.
Samhliða þessari yfirtöku mun
Hjörtur Cýrusson, fyrrum starfs-
maður Kristjáns G. Gíslasonar,
hefja störf hjá Icedan.
Icedan hefur á undanförnum
árum verið einn af leiðandi aðil-
um á sviði björgunarlausna fyrir
íslenska fiskiskipaflotann og hef-
ur markað sér skýra stefnu um að
byggja frekar upp þetta svið inn-
an félagsins. Fyrirtækið vonast
eftir að ný merki efli þjónustu við
viðskiptavini í framtíðinni.
Icedan ehf. sérhæfir sig í þjón-
ustu við útgerðarfyrirtæki og auk
björgunarvara annast fyrirtækið
víðtækan innflutning á ýmsum
útgerðarvörum og rekur fjórar
veiðarfæragerðir. Icedan var stofn-
að árið 1992 og hefur mikil þróun
átt sér stað í rekstri fyrirtækisins.
Um þessar mundir rekur fyrirtæk-
ið fimm starfsstöðvar í tveimur
löndum, á Íslandi og í Kanada.
Icedan tekur við nýjum
umboðum í björgunarvörum
Jón Einar í vinnslusal fyrir-
tækisins í Neskaupstað. Mynd: ÁÓ