Ægir - 01.03.2002, Page 13
13
V E I Ð A R F Æ R I
veiðarfæragerð í nafni Icedans.
„Við erum með alhliða veiðar-
færagerð á Sauðárkróki og erum
að vinna að uppsetningu á lítilli
sjóbúð þar sem við seljum ýmsa
smáhluti sem tengjast útgerðinni,
t.d. lása, hnífa, hlífðarfatnað og
margt fleira. Við höfum góða
reynslu af slíkri verslun í Þorláks-
höfn, þetta fer ágætlega saman
við þá alhliða veiðarfæraþjónstu
sem við bjóðum upp á,“ segir
Ólafur.
Icedan hefur þróað og framleitt
rækjuskiljur, sem hafa gefið góða
raun. Til að byrja með voru skilj-
urnar framleiddar úr ryðfríu stáli
en nú hefur plastið tekið við. Þá
má ekki gleyma rokkhopper-
lengjunum sem Icedan framleiðir
fyrir rækjutroll, humartroll og
snurvoðir. Bæði er um að ræða
venjulegar lengjur og snúnings-
lengjur. Auk þess að framleiða
nýjar lengjur sjá starfsstöðvar
Icedan um viðhald á þeim eldri.
Krabbagildrur í Kanada
Fyrir fjórum árum stofnaði Icedan
ehf. dótturfyrirtæki í St. John’s í
Kanada, Icedan Canada Inc. og
þar er boðið upp á sömu þjónustu
og í starfsstöðvum Icedan hér á
landi. Ólafur Steinarsson segir
fyrirtækið hafa náð nokkuð góðri
fótfestu á hörðum samkeppnis-
markaði í Kanada. Íslensk skip
sem stundi rækjuveiðar á
Flæmska hattinum nýti sér jöfn-
um höndum þjónustu Icedan í
Kanada og hér heima. Í nóvember
á síðasta ári hóf Icedan Canada
rekstur netaverkstæðis, sem m.a.
fæst við framleiðslu á
krabbagildrum fyrir heimamark-
að og markað á Grænlandi. „Það
er klárt að sóknin á Flæmska hef-
ur minnkað og það er mikilvægt
fyrir fyrirtæki eins og okkar að
hafa sem flestar stoðir undir
rekstrinum. Því höfum við horft
til heimamarkaðarins og annarra
nýjunga til að trygga og viðhalda
vexti fyrirtækisins,“ segir Ólafur.
Framtíðin
„Við eigum okkur draum um að
byggja upp alvöru aðstöðu í
Hafnarfirði í framtíðinni á nýju
svæði sem verið er að fylla upp.
Þar höfum við lagt kapp á að
koma allri starfsemi undir eitt
þak. Tíminn verður að leiða í ljós
hvort þetta verður að veruleika en
verkefnið er engu að síður spenn-
andi. Við höfum sýnt viðskipta-
vinum okkar þessar hugmyndir
og fengið afar jákvæð viðbrögð.
Ef við náum vel utan um rekstur-
inn og jafnvægi kemst á okkar
ytra umhverfi gæti þetta orðið að
veruleika 2004 eða 2005,“ segir
Ólafur að lokum.
Unnið að því að hífa veiðarfæri um borð í einn togara ÚA.
Á Akureyri er fullkomin veiðarfæragerð og verslun. Áður var þessi starfsstöð rekin af ÚA og því er grunnur hennar sterkur.