Ægir - 01.03.2002, Qupperneq 31
31
kaupskipaútgerð og sjávarútvegurinn verði þannig
ein af undirstöðum Eimskips, hlýtur að vera meiri-
háttar traustsyfirlýsing á íslenskan sjávarútveg og
framtíð hans. Þetta þykja mér merkileg tíðindi.“
Að auka verðmæti sjávarfangs
Á undanförnum mánuðum hefur starfsemi sjávarút-
vegsráðuneytisins beinst í auknum mæli að fisk-
vinnslunni og hvernig sé unnt að auka verðmæti
sjávarfangs. „Hér í ráðuneytinu hefur verið sett upp
skrifstofa sem er sérstaklega ætlað að sinna þessum
málum og um leið markaðs- og sölumálum. Við höf-
um aukið stuðning okkar við þá sem eru að markaðs-
setja og selja sjávarafurðir. Einnig höfum við hér í
ráðuneytinu lagt aukna áherslu á umhverfismálin,
sem tengjast markaðsmálunum mjög sterkt. Hvað
þann þátt áhrærir stöndum við framarlega og ég geri
mér vonir um að öll þessi vinna skili auknum verð-
mætum sjávaraflans.
Í þessu sambandi má líka nefna að við höfum hér í
ráðuneytinu lagt aukna áherslu á eldi nytjastofna
sjávar. Meðal annars er að störfum nefnd á vegum
ráðuneytisins með aðkomu hagsmunaaðila þar sem
fjallað er um fiskeldi, ekki síst þorskeldi. Vonandi
fáum við jákvæða niðurstöðu úr þessari vinnu sem
hjálpar okkur að koma á fót blómlegu fiskeldi eða
kemur í veg fyrir að við gerum mistök í þeim efnum.
Því er ekki að leyna að við erum nokkuð brennd af
þeim mistökum sem hafa verið gerð í fiskeldi hér á
landi, en við verðum að nýta þá reynslu sem við höf-
um þegar aflað okkur til þess að gera betur eða forð-
ast að gera sömu mistökin aftur.“
Spennandi starf
Lokaspurningin til sjávarútvegsráðherra er á þann
veg hvernig sé að standa í miðhring ólgunnar sem
jafnan virðist vera í kringum umræðuna um sjávarút-
veginn?
„Í fyrsta lagi er mikið að gera í þessu starfi, eins og
vera ber. Þetta er spennandi starf og mér leiðist
aldrei í þessu amstri. Auðvitað er maður mjög vel
meðvitaður um hversu mikilvægur þessi málaflokkur
er og eðli málsins samkvæmt hafa menn mismun-
andi skoðanir á mér og mínum störfum. En í pólitík
er það nú bara þannig og engin ástæða til þess að
kvarta undan því ef gefur á bátinn.“
- Gætirðu hugsað þér að halda áfram í stóli sjávar-
útvegsráðherra ef sú staða kæmi upp eftir næstu al-
þingiskosningar?
„Já, ég væri alveg til í það,“ segir Árni M.
Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og oddviti Sjálfstæð-
ismanna í Reykjaneskjördæmi.
„Fiskiskipaflotinn er alltaf að taka breytingum en það er augljóst að hann hefur stækkað
frá því að þessi dómur féll, einkanlega hefur bátum með lítinn kvóta fjölgað. Það er
vissulega erfitt við þessari þróun að gera þegar Hæstiréttur, ef svo má segja, grípur
þarna inn í.“ Mynd: Óskar Þór Halldórsson.