Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 33

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 33
33 H A F R A N N S Ó K N I R á lögum og reglum sem lúta að brottkasti, þ.á.m. lágmarks- möskvastærð og lágmarksstærð fisks til löndunar. Fyrstu ákvæði um lágmarksstærð fisks til lönd- unar og lágmarksmöskvastærð, eru frá árinu 1937 þegar alþjóð- legur samningur var gerður í London með aðild Íslendinga (sbr. lög nr. 77/1937 og fylgiskjöl með þeim). Þessi samningur kvað á um 24 cm lágmarksstærð þorsks og ýsu og 70 mm möskvastærð í botnvörpu. Samningurinn féll úr gildi árið 1946 án þess að ný ákvæði væru sett. Því virðast eng- ar reglur hafa gilt um þessi atriði 1946-1954. Árið 1954 var sett reglugerð (nr. 33/1954), byggð á alþjóðasamningi í London frá ár- inu 1946, um bann við að hirða, kaupa og selja þorsk minni en 30 cm og ýsu minni en 27 cm. Jafn- framt var möskvi í botnvörpu ákveðinn 110 mm að lágmarki. Árið 1963 var þessi lágmarks- stærð þorsks til löndunar aukin í 34 cm og lágmarksstærð ýsu í 31 cm (reglugerð nr. 166/1963). Árið 1966 var lágmarksstærð möskva í botnvörpu ákveðin 120 mm (reglugerð nr. 214/1966). Árið 1974 var lágmarksstærð þorsks ákveðin 43 cm og ýsu 40 cm og lágmarksmöskvi í botn- vörpu ákveðinn 135 mm (reglu- gerð nr. 104/1974). Möskva- stækkunin tók þó ekki gildi fyrr en 1976. Lágmarksstærð þorsks til löndunar var síðan aukin árið 1976 í 50 cm, og lágmarksstærð ýsu í 45 cm (reglugerð nr. 16/1976) og lágmarksmöskvi í botnvörpu var aukinn í 155 mm í poka og tók sú breyting gildi 1977 (reglugerð nr. 73/1976). Árið 1990 var sú breyting gerð að lágmarksmöskvi skyldi vera 155 mm í allri vörpunni, nema á svæði sunnan svokallaðrar poka- línu. Þar var lágmarksmöskvi í poka og belg 135 mm (reglugerð nr. 511/1990). Þessar breytingar tóku gildi árið 1991. Loks var árið 1998 heimilað að nota 135 mm möskva í poka ef ekki var notuð svokölluð pólsk klæðning (stórriðið yfirnet) (reglugerð nr. 25/1998). Árið 1977 var gert skylt að hirða allan afla 6 helstu botnfisk- tegunda, þar á meðal þorsks og ýsu, en sjávarútvegsráðuneytið gerði undirmálsfisk upptækan. Jafnframt voru gildandi reglur um lágmarksstærð til löndunar staðfestar (reglugerð nr. 262/1977). Með kvótalögunum frá 1984 voru reglur um lág- marksstærð fisks til löndunar afnumdar (reglugerð nr. 44/1984) og kveðið á um að tiltekinn hluti „undirmálsaflans“ teldist ekki til aflamarks skipsins. Þær reglur hafa tekið margvíslegum breyt- ingum á undanförnum árum. Með kvótalögunum 1986 var sú skylda innleidd að hirða allan kvótabundinn fisk. Með lögum nr. 57 frá 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, var lögfest sú grundvallarregla að „skylt er að hirða og koma með að landi allan afla“, án tillits til fiskteg- unda eða stærðar. Frá þessari meginreglu eru þó leyfðar ýmsar undantekningar, sem fyrirhugað er að afnema með lögum. Með hliðsjón af þessum breyt- ingum má skipta nútíma fisk- veiðum, og er þá fyrst og fremst átt við togveiðar, í þrjú tímabil með tilliti til umgengni um auð- lindir sjávar: Fyrstu fjóra áratug- ina, eða til ársins 1937, voru eng- ar reglur í gildi um veiðarnar. Þær virðast hafa verið óheftar af hugmyndum um umgengni. 20 40 60 80 100 0 .0 0 .2 0 .4 0 .6 0 .8 1 .0 F jö ld i la n d a ð ( m ill jó n ir ) Lengd (cm) 0 .0 0 .0 1 0 .0 2 0 .0 3 H lu tf a ll v e it t A) Fjöldi landað og hlutfall veitt Hlutfall veitt Fjöldi landað 20 40 60 80 100 0 .0 0 .2 0 .4 0 .6 0 .8 1 .0 F jö ld i (m ill jó n ir ) Lengd (cm) 0 .0 0 .2 0 .4 0 .6 0 .8 1 .0 B) Fjöldi landað og veitt Fjöldi veitt Fjöldi landað ++++++++++++++++++++++++ + + + + + + + + + ++++ + + + + 10 20 30 40 50 60 0 .0 0 .2 0 .4 0 .6 0 .8 1 .0 H lu tf a ll Lengd (cm) 0 .0 0 .2 0 .4 0 .6 0 .8 1 .0 DL =50 43.8 b = -0.6 C) Hlutfall brottkastað 20 30 40 50 60 0 .0 0 .1 0 .2 0 .3 0 .4 F jö ld i (m ill jó n ir ) Lengd (cm) D) Fjöldi brottkastað (milljónir) Alls = 6.9 1. mynd. Brottkast ýsu í botnvörpu 1991 Botnvörpuveiðar Línuveiðar Dragnótaveiðar Ár Á sjó Í landi Á sjó Í landi Á sjó Í landi 1988 29519 2912 197 12512 2840 1148 1989 28367 2611 620 12512 5318 1733 1990 32701 4510 791 6327 5536 630 1991 39366 2284 668 4670 1759 1608 1992 40213 4420 1757 3180 708 553 1993 51732 8047 99 5361 694 2237 1994 68838 6303 6836 5318 201 1462 1995 52304 12512 550 4882 141 2126 1996 50835 9948 931 4145 1193 2320 1997 29635 7805 1115 3135 2712 1415 1998 53571 13286 884 6360 1341 2120 1999 70274 10996 2224 6454 1107 1107 2000 51257 12512 6375 7818 834 2381 1. tafla. Brottkastsmælingar á ýsu (mældur fjöldi fiska á sjó og í landi) í botnvörpu- veiðum, línuveiðum og dragnótaveiðum 1988-2000.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.