Ægir - 01.03.2002, Qupperneq 34
34
H A F R A N N S Ó K N I R
Næstu fjóra áratugi, eða til ársins
1977, þróuðust reglur um lág-
marksstærð fisks til löndunar og
lágmarksmöskvastærð í botn-
vörpu, frá því að leyfa veiðar og
löndun á nánast öllum fiski, til
verulegra takmarkana í þessu
efni. Um áhrif þessara ákvæða
verður þó ekkert fullyrt. Síðustu
áratugina hefur þróunin snúist
við. Í stað þess að banna löndun
tiltekins fisks (smáfisks) og heim-
ila þar með brottkast með óbein-
um hætti, hefur komið vaxandi
skylda til að hirða allan fisk,
banna allt brottkast. Í sjónmáli er
að sú skylda verði án undantekn-
inga.
Reynsla síðustu hundrað ára
virðist því hafa kennt okkur að
umgangast auðlindir sjávar með
varúð og kasta engu. Slíkt viðhorf
til fiskistofnanna, „guðsgjafarinn-
ar“, mun hafa þótt sjálfgefið á
tímum áraskipanna. Sjómenn
þess tíma hefðu líklega talið þá
umgengni um fiskimiðin, sem
löngum hefur tíðkast á síðustu
öld, bæði skammsýna og
heimskulega, ef ekki guðlast.
Sérstakar rannsóknir á brott-
kasti hafa ekki verið stundaðar á
Hafrannsóknastofnuninni fyrr en
á nýbyrjaðri öld. Á hinn bóginn
má nota gögn sem safnað hefur
verið í öðrum tilgangi, s.s. til að
meta samsetningu afla eða til að
stemma stigu við óhóflegum
veiðum á smáfiski, til að meta
brottkast. Gögn af þessu tagi eru
allumfangsmikil og tiltölulega
samfelld um nokkurt árabil, hvað
varðar ýsu. Hér er einkum um að
ræða mælingar veiðieftirlits-
manna Fiskistofu, og einnig mæl-
ingar starfsmanna Hafrannsókna-
stofnunarinnar og Landhelgis-
gæslunnar. Í þessari grein verða
þessi gögn notuð til að meta
brottkast á ýsu í botnvörpu-,
línu- og dragnótaveiðum hér við
land tímabilið 1988-2000.
Gögn og aðferðir
Talsverð gögn eru tiltæk hvað
varðar lengdarmælingar á ýsu,
allt frá árinu 1988, sbr. 1. töflu.
Þetta eru einkum mælingar frá
botnvörpuveiðum en færri mæl-
ingar eru tiltækar frá línu- og
dragnótaveiðum. Þessi gögn gera
kleyft að meta árlegt brottkast
ýsu í botnvörpuveiðum fyrir
tímabilið 1988-2000. Mat á
brottkasti í línu- og dragnóta-
veiðum takmarkast á hinn bóginn
við meðaltal tímabilsins 1996-
2000.
Sú aðferð sem hér er beitt er
háð því að tiltækar séu lengdar-
mælingar á afla upp úr sjó
annnars vegar, þ.e. áður en hugs-
anlegt brottkast á sér stað, og
hinsvegar á lönduðum afla, þ.e.
eftir að brottkast hefur farið fram.
Með samanburði á slíkum lengd-
ardreifingum, að loknum tiltekn-
um útreikningum, er unnt að
meta brottkast, þar sem mismun-
ur lengdardreifinganna er mæli-
kvarði á brottkast. Forsenda þess-
ara útreikninga er að ekkert
brottkast eigi sér stað eftir að til-
tekinni lengd er náð. Sú lengd
getur verið mismunandi eftir
fisktegundum og veiðarfærum, en
er um 50 cm hjá ýsu. Að gefinni
slíkri forsendu eru útreikningar
skv. eftirfarandi:
Á grundvelli lengdarmælinga
úr lönduðum afla er fjöldi land-
aðra fiska eftir lengd reiknaður
með venjulegum hætti, enda
liggi fyrir upplýsingar um land-
aðan afla (1. mynd A, fjöldi land-
að):
LFl = LF • LHl
þar sem,
LF = Landaður fjöldi
LFl = Landaður fjöldi eftir lengd
LHl = Landað hlutfall eftir lengd
Fjöldi veiddra fiska, þ.e. fiska
upp úr sjó, er ekki tiltækur með
þessum hætti, enda er ekki til að
dreifa upplýsingum um magn
þess fisks sem hefur verið kastað,
ef brottkast hefur átt sér stað. Á
hinn bóginn gefa lengdarmæling-
ar úr veiddum afla hlutfallslega
lengdardreifingu hans (1. mynd
A, hlutfall veitt). Til þess að
reikna veiddan fjölda verður að
gilda að brottkast sé takmarkað
við tiltekið lengdarbil og að
brottkast sé því ekkert fyrir ofan
það bil. Þá er unnt að reikna
margföldunarstuðul (k), fyrir það
lengdarbil þar sem brottkast er
ekki til staðar, í þessu tilviki fyrir
fisk stærri en 49 cm,
þar sem,
LFl = Landaður fjöldi eftir lengd
VHl = Veitt hlutfall eftir lengd
Þennan stuðul má síðan nota til
að uppreikna hlutfall veitt og fá
þannig fjölda veiddra fiska á því
lengdarbili sem brottkast hefur
átt sér stað (1. mynd B, fjöldi
veitt),
VFl = k • VHl
þar sem,
VFl = Veiddur fjöldi eftir lengd
VHl= Veitt hlutfall eftir lengd
Þar með liggja fyrir tvær
lengdardreifingar (1. mynd B),
önnur fyrir fjölda veiddra fiska,
sem inniheldur brottkast og hin
fyrir fjölda landaðra fiska, sem er
∑
∑
>
>
=
l
l
l
l
lVH
lLF
k
49:
49:
0
2
4
6
8
1
0
1
2
1
4
M
ill
jó
n
ir
1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000
A) Fjöldi fiska
0
2
0
0
0
6
0
0
0
1
0
0
0
0
T
o
n
n
1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000
B) Þyngd
0
.0
0
.2
0
.4
0
.6
B
ro
tt
k
a
s
t/
A
fl
i
1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000
C) Fjöldahlutfall
0
.0
0
.0
5
0
.1
5
0
.2
5
B
ro
tt
k
a
s
t/
A
fl
i
1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000
D) Þyngdarhlutfall
2. mynd. Brottkast ýsu 1988-2000