Ægir - 01.03.2002, Qupperneq 35
35
H A F R A N N S Ó K N I R
án brottkasts. Hlutfall brottkasts
eftir lengd (BHl) má þá reikna
sem,
Þessu brottkastshlutfalli má
lýsa með svokallaðri „logistic“
jöfnu (1. mynd C),
þar sem,
L = lengd fisksins
BL50 = Sú lengd þar sem brott-
kast er 50% af fjölda
veiddra fiska
b = fasti (hallatala)
Þetta mat á brottkastshlutfalli
má síðan nota til að reikna fjölda
brottkastaðra fiska eftir lengd
(BFl, 1. mynd D),
sem gefur heildarfjölda í brott-
kasti þegar lagt er saman eftir
lengd.
Fjölda brottkastaðs má breyta í
þyngd með því að margfalda nið-
urstöðuna úr fyrri jöfnu (BFl) með
þyngd, sem er reiknuð skv.
lengdar-þyngdar sambandinu,
Wl =0.01*L3
þar sem,
L = Lengd í cm
Wl = Þyngd, í grömmum, við
tiltekna lengd
Niðurstöður
a) Brottkast í botnvörpuveið-
um
Brottkast ýsu í botnvörpuveið-
um er sýnt á 2. mynd í fjölda
fiska (A) og þyngd (B) og enn-
fremur sem hlutfall brottkasts,
miðað við landaðan afla í fjölda
(C) og landaðs afla í þyngd (D).
Brottkast var tiltölulega lítið
1988-91 en jókst hratt næstu árin
á eftir og náði hámarki árið 1995,
þegar það nam 12.8 milljónum
fiska eða 8397 þúsund tonnum.
Brottkast minnkaði á næstu árum
og var lítið árin 1999-2000.
Hlutfall brottkasts var minna
en 12% í fjölda og 14% í þyngd
1988-90 en jókst í 25-50% í
fjölda og 8-22% í þyngd á árun-
um 1991-1998. Eftir þetta
minnkaði hlutfallið en var samt
hærra en við upphaf umrædds
tímabils.
Hlutfall brottkasts má skoða
með tilliti til ýmissa þátta, s.s.
lengd brottkastaðs fisks, stofn-
stærðar, árgangastyrks og afla (3.
mynd). Sjá má að brottkastslengd
(BL50) vex marktækt með vaxandi
brottkasti, úr 38 cm við lægsta
hlutfall brottkasts í meira en 42
cm þegar brottkast er í hámarki
(3. mynd A). Með öðrum orðum,
því meira sem brottkastið er þeim
mun stærri fiski er kastað. Þá er
marktækt neikvætt samband
milli hlutfalls brottkasts og veiði-
stofns (3. mynd B). Þegar veiði-
stofn er stór er hlutfall brottkasts
lítið, en eykst þegar veiðistofn
minnkar. Á hinn bóginn er ekki
um marktækt samband að ræða
milli brottkasts annarsvegar og
afla eða nýliðunar hinsvegar (3.
mynd C og D). Samband nýlið-
unar og brottkasts er þó nálægt
því að vera marktækt (p=0.056,
r2=0.29).
Lengdardreifing brottkasts er
sýnd á 4. mynd fyrir einstök ár og
í heild. Yfirleitt er megnið af
brottkastinu á lengdarbilinu 30-
40 cm. Árin 1995 og 1997 er þó
stór hluti þess á bilinu 40-50 cm.
Sum ár, 1991, 1994 og 1996, má
sjá toppa á bilinu 20-30 cm.
b) Brottkast í línuveiðum
Brottkast ýsu í línuveiðum er
reiknað sem meðalgildi fyrir
tímabilið 1996-2000 vegna
skorts á fullnægjandi árlegum
mælingum (5. mynd). Lengd við
50% brottkast (BL50) er 43.0 cm
og er meginhluti brottkastsins á
lengdarbilinu 35-50 cm. Árlegt
meðalbrottkast er 1.9 milljónir
fiska eða 1515 tonn. Brottkasts-
hlutfall er 32.6% miðað við
fjölda fiska og 14.7% miðað við
þyngd aflans.
c) Brottkast í dragnótaveiðum
Brottkast ýsu í dragnótaveiðum
er einnig reiknað sem meðalgildi
fyrir tímabilið 1996-2000 (6.
mynd). Lengd við 50% brottkast
(BL50) er aðeins 35.3 cm og er
meginhluti brottkastsins á lengd-
arbilinu 25-35 cm. Dálítill topp-
ur er einnig sjáanlegur á lengdar-
bilinu 15-20 cm. Árlegt meðal-
brottkast er 0.4 milljónir fiska
eða 97 tonn. Brottkastshlutfall er
15.9% miðað við fjölda fiska og
2.3% miðað við þyngd.
Umfjöllun
Ýsa er aðallega veidd í botnvörpu
hér við land eða 66.5% aflans
1988-2000. Nokkur afli er einnig
tekinn á línu (15.9%) og í
dragnót (6.6%). Þau veiðarfæri
sem hér er fjallað um taka því um
89% ýsuaflans. Afgangurinn er
einkum veiddur á handfæri og í
net, en mælingar eru ekki tiltæk-
ar fyrir þau veiðarfæri.
Meginhluti brottkasts á ýsu á
sér stað í botnvörpuveiðunum eða
6.1 milljónir fiska að jafnaði
1988-2000 (72.8% heildarbrott-
kasts í fjölda) og 3240 tonn
(66.8% heildarbrottkasts í
þyngd). Í línuveiðunum var með-
lll BHVFBF
∧
×=
))(exp(1
1
50BLLbl
BH −−+=
∧
l
ll
l VF
LFVF
BH
−
=
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
Hlutfall brottkasts
D
L
5
0
(
c
m
)
0.1 0.2 0.3 0.4 0.5
3
6
3
8
4
0
4
2
4
4
Y = 38.2 + 8.4X
r = 0.40 (p < 0.05)2
A) Brottkast og brottkastslengd
+ +
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
Veiðistofn (þús. tonn)
H
lu
tf
a
ll
b
ro
tt
k
a
s
ts
80 100 120 140 160 180
0
.0
0
.1
0
.2
0
.3
0
.4
0
.5
0
.6
Y = 1.026 - 0.006X
r = 0.77 (p < 0.01)2
2000
1999
B) Stofnstærð og brottkast
+ +
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
Afli (tonn)
H
lu
tf
a
ll
b
ro
tt
k
a
s
ts
20000 25000 30000 35000 40000 45000 50000
0
.0
0
.1
0
.2
0
.3
0
.4
0
.5
0
.6
C) Afli og brottkast
++
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
+
Nýliðun (milljónir)
H
lu
tf
a
ll
b
ro
tt
k
a
s
ts
0 50 100 150 200
0
.0
0
.1
0
.2
0
.3
0
.4
0
.5
0
.6
D) Nýliðun og brottkast
3. mynd. Fiskifræðileg tengsl brottkasts