Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 44

Ægir - 01.03.2002, Blaðsíða 44
44 Það er samnefnt útgerðarfyrir- tæki í Vestmannaeyjum sem gerir Stíganda, sem er 1448 brúttó- tonna togskip, út. Ráðgarður skiparáðgjöf ehf . hannaði skipið - Bolli Magnússon, Daníel Frið- riksson, Haukur Óskarsson og Grímur Sigurðsson. Rafkerfis- hönnun var í höndum Guðjóns Jónssonar. Arkitekt var Guðrún Guðmundsdóttir. Um val á vél- búnaði og samskipti við skipa- smíðastöð sá Páll R. Sigurðsson. Um eftirlit með smíði sáu Stefán Geir Karlsson, Gunnar Stein- grímsson, Ásgeir Guðnason, Kristján Guðmundsson og Guð- mann Magnússon. Flokkunarfélag: Lloyd’s Regist- er LR+100A1 Stern Trawler +LMC ICE1D UMS. Lengra og stærra skip en samkvæmt upphaflegum áætlunum Stígandi er 53,95 metra langur og 11,20 metra breiður. Dýpt að- alþilfars er 5,20 m, efra þilfar 8,00 m. Frystilest -55C er um 100 rúmmetrar. Kælilest/frysti- lest 0/-30C um 870 rúmetrar. Olía um 250 rúmmetrar. Fersk- vatn um 50 rúmmetrar. Fiskmót- taka um 30 rúmmetrar. Gerður var smíðasamningur um skipið þann 1. maí 1999 og því hefur meðgangan verið nokk- uð löng. Til þess liggja ýmsar ástæður. Í mars í fyrra sökk Stíg- andi við bryggju í skipasmíða- stöðinni og í kjölfar þess óhapps var ákveðið að breyta hönnun skipsins og lengja það úr 42 metrum í 54 metra. Þetta tafði að sjálfsögðu afhendingu skipsins um marga mánuði. Og hér heima varð útgerðarfélagið Stígandi fyrir miklu áfalli á síðasta ári þegar skip þess, Ófeigur VE, sökk út af Suðurlandi. Í kjölfar þess hörmu- lega slyss var frá því horfið að gefa nýja skipinu nafnið Ófeigur VE en þess í stað ber það nafn út- gerðarfélagsins. Þann 18. mars sl. kom nýjasta skip íslenska fiskiskipaflotans, Stígandi VE 77, til heimahafnar í Vestmannaeyjum eftir siglingu frá Guanzhou í Kína þar sem skipið var smíðað í Huangpu Shipyard skipasmíðastöð- inni. Það var Guðmann Magnússon sem var í brúnni á leið skipsins til Íslands, en hann verður áfram skipstjóri Stíganda á Íslandsmiðum. Nýtt og glæsilegt skip bætist í flota Eyjamanna: Tel okkur vera með gott skip í höndunum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.