Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1963, Side 18

Símablaðið - 01.12.1963, Side 18
þeir leggja á ráðin um að svíkjast að velgerðarmanni hans, blindum, — ög- mundi biskupi, svo hann yrði færður nauðugur á konungsfund, sakir þess á- hrifavalds er hinn blindi biskup enn hafði. En þau köldu ráð hafa enn ekki verið fyrirgefin Gissuri, — þó mikil- hæfur reyndist á biskupsstóli. Sýnin heldur áfram: Fjölmenni streymir að Kópavogsþingi, — allir helztu menn þjóðarinnar. Þeim er stefnt þangað af konungsvaldinu, en í ná- munda við Þinghól hlikar á sverð og skyldi. Meðal þessara manna eru þrír af ágætustu sonum þjóðarinnar, fyrr og síðar, Hallgrímur Pétursson, Brynjólf- ur Sveinsson og Árni Oddsson lögmað- ur. Á þessu þingi skal kjarni íslenzku þjóðarinnar sverja Danakonungi holl- ustueiða, er veita honum og niðjum einveldi hér á landi. Undir byssustingj- um eru þeir neyddir, eftir hörð mót- mæli, til að skrifa undir erfðahylling- una, — sumir hinir fremstu þcirra með tár í augum. Ógleymanlegasta niðurlæging ís- lenzku þjóðarinnar hefur skeð. Göngumaðurinn á Digraneshálsi stendur upp og þurrkar minningarnar úr liuga sér. Vell spóans og angan móanna kallar hann aftur til líðandi stundar, og smali hóar langt inni á hálsi. Hann nýtur þess aftur að vera frjáls rnaður í ósnortinni náttúrunni. Þetta er hans land, og engir danskir böðlar neyða hann til að beygja kné sín, og tyrknesk- ir mannræningjar skjóta honum ekki skelk í bringu. —0— Nú er útsvn af Digraneshálsi um voga og græna hálsa, jafnvel til hins stórhrotna fjallahrings Reykjavíkur, ekki lengur órofin. Heldur trufla hana stórhýsi og þéttbýli ungrar borgar, sem á ævintýralega fáum árum hefur risið upp á þessum lyngmóum. Þar hefur átt sér stað landnám, sem engan á sinn líka hér á landi. Við höfum orðið vitni ])ess, hvernig borg skapast, og álfheimum ósnortinnar náttúru er umbvlt af vinnuvélum nútím- ans til að hyggja á bústaði nýjum kyn- slóðum. Þarna hefur verið tekið til hraustum höndum. Fögur kirkia gnæf- ir hátt við himinn yfir kaupstaðinn, —- stór skólahús eru risin af grunni, kvik- mynda- og samkomuhús blasir við aug- um manns uppi á hálsinum, — og nú síð- ast hefur bæzt í hópinn nýtízku síma- hús, — þar sem tekin er til starfa sjálf- virk símastöð, — ein fullkomnasta og nýtízkulegasta hér á landi. Veljarar hennar starfa nótt og dag, og hinn sí- felldikliðurþeirraymurí eyrum manns með óhugnaði hinna beizluðu afla, sem með sívaxandi hraða ryðja sér braut inn í hina ósnortnu heima, þar sem áð- ur gerðust lifandi ævintýri. En til hamingju þó, Kópavogskauþ- staður, — í von um að á þessu nýja sviði, sem tengir höfuðstaðinn og hinn unga kaupstað nánari böndum, revn- ist Reykjavík Kópavogi „kærleiksríkur vinabær.“ A. G. Þ. Á hliiösttiu 43 ntj 41 *>r stttgí Srtt ttt'/gu sjjt'tISrirh tt* sliitiitttti í Kt'tptirtttfi. ofS npnun httnnttr. SÍMAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.