Símablaðið - 01.12.1963, Qupperneq 28
og verkefnum, sem lítill
vafi er á, að gæfi betri
raun í höndum einstaklings-
framtaksins, en lækkuðu þá
um leið þær launafúlgur,
sem stöðugt eru fyrst og
fremst hafðar í huga þegar
um launabætur er rætt.
Nú fyrst liggja að því von-
ir, að þesi mál verði tekin
til ábyrgra og sameiginlegr-
ar endurskoðunar stjórnar
og starfsmanna póst og síma.
Og mætti það þá verða til
fyrirmyndar öðrum stofnun-
um, — og gera augu ríkis-
valdsins vökulli.
En því er hér á þetta
minnzt í sambandi við fækk-
un verkfræðinganna, að svo
virðist, sem von sé um at-
hyglisverða stefnubreytingu
til sparnaðar. En hún er sú,
að í stað stofuverkfræðinga
fjölgi sérfræðingum, sem
taka þátt í hinu lifandi starfi,
en það eru símtæknifræðing-
ar. Er vonandi að stofnunin
stuðli að því, að þeim fjölgi,
og spara megi að mun hið
dýra vinnuafl verkfræðing-
anna, án þess að nokkrum
vandkvæðum valdi í fram-
kvæmdum. Út í þessi mál
mun verða farið ítarlegar
hér í blaðinu síðar.
í þjónustu stofnunarinnar
hafa verið öríair menn með
skólamenntun símtæknifræð-
inga. En því hefur bjargað
æði stór hópur símvirkja,
sem hefur með sjálfsnámi
náð því marki, að afla sér
mikillar sérþekkingar og
hæfni í starfi sínu.
Nú á síðustu árum hafa
stofnuninni bæzt við fjórir
nýir síma- og radíótækni-
fræðingar að loknu löngu
námi erlendis.
Launastigi Kjararáðs var samþykktur á aukaþingi
B.S.R.B. í október 1962 og endanlegar tillögur Kjara-
ráðs voru svo að síðustu lagðar fyrir launamálanefnd-
arfund 16. nóvember sama ár. Að samningaborðinu með
samninganefnd ríkisins var svo setzt 7. febrúar, og lagði
samninganefndin þar fram tillögur ríkisstjórnarinnar.
Þær voru síðan birtar í dagblöðunum.
Allir ríkisstarfsmenn voru sammála um að tilboðið
væri mjög lágt, og kom strax á næsta fundi leiðrétting
við fjóra neðstu flokkana, þar sem svo illa hafði til tek-
izt, að þeir voru fyrir neðan kaupgreiðslur fyrir sam-
bærileg störf á frjálsum vinnumarkaði, en þetta mun
hafa stafað af 5% hækkun, sem verkamenn og iðjufólk
hafði fengið um þetta leyti.
Þegar opinberir starfsmenn höfðu séð tilboð ríkis-
stjórnarinnar, risu þeir allir upp sem einn maður og
mótmæltu harðlega og var hinn opinberi vettvangur,
á ég þar við dagblöðin, mjög sterkt vopn, einnig fóru
einstaklingar og nefndir á fund samninganefndar og
jafnvel ráðherra. Yfir þessu var engin leynd. Þegar samn-
inganefndin breytti nokkru síðar röðun ýmsra starfs-
hópa til hækkunar, var frá því skýrt að einstaklingar
og starfshópar hefðu gengið á fund þeirra.
í trausti þess, að ske mætti að einhverju yrði hér um
þokað, var sezt að samningaborðinu, fjöldi samninga-
funda var haldinn án nokkurs árangurs, og þegar við
borð lá af hálfu sáttasemjara, að setja allt kjaramálið
í Kjaradóm, rofaði til samkomulags, og svo fór sem ykk-
ur er kunnugt, að samkomulag náðist um veigamestu
atriðin að okkar dómi, fjölda launaflokka og skipan
starfshópa í þá. Aftur á móti náðist ekki samkomulag
um launafjárhæð í hverjum flokki, aldurshækkanir,
vinnutíma, kaup fyrir yfirvinnu, vaktaálag o. fl.
Var því næst að undirbúa þetta stórmál fyrir Kjara-
dóm, og var málið þingfest 24. apríl s.l. Kjararáð til-
nefndi sem málflytjendur þá Kristján Thorlacius, Guð-
jón B. Baldvinsson og Harald Steinþórsson. Einnig unnu
að málinu fyrir B.S.R.B. Guðmundur Ingvi Sigurðsson
lögfræðingur og sem hagfræðilegir ráðunautar þeir, Hrólf-
ur Ásvaldsson og Ólafur Vilhjálmsson.
Kjaradómur gaf báðum aðilum kost á að leggja fram
skriflegar greinargerðir, sem rökstuðning í málinu, og
lögðu málflytjendur sóknaraðila fram gögn 6. maí, en
síðustu greinargerð var skilað af varnaraðila 30. maí, og
höfðu þá báðir aðilar fengið fresti til að skila tveim
greinargerðum.
Einnig kvaddi Kjaradómur málflytjendur beggja aðila
á fund sinn, þar sem lagðar voru fyrir þá spurningar og
málið rætt við þá. Það mun ekki of sagt, að þessi skrif-