Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 11

Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 11
£wa(flaiið 2.-4. tbl. 1968 Llll. árg. Ritstj.: Vilhjálmur B. Vilhjálmsson — Meöritstj.: HelgiHállsson, JónTómasson — Félagsprentsm. IIVAÐ GEMMM EÉEAGIÐ? Þessi spurning heyrist býsna oft af vör- um félaga okkar, má vera að hún vakni sérstaklega í hugum margra þegar félags- gjöldin eru innheimt. Þó er upphæð fé- lagsgjalda ákveðin á aðalfundi ár hvert og fer þá eftir félögunum sem mæta á aðal- fundinum hversu há gjöldin skulu vera. Nú er það svo að starf félagsins er mark- víslegt og leggja þar margir hönd á plóg- inn. En getur það verið að áhugi félags- manna sé svo lítill, að þeim finnist ekki taka því að mæta einu sinni á ári á aðal- fund til að fylgjast með störfum félagsins. Greinarhöfundi verður það stundum á að spyrja viðkomandi, hvað hann geri fyrir félagið. Og verður oftast lítið um svör. Getur það verið að þessir sömu félagar viti ekki um sumarhús félagsins og vænt- anlegar sumarbúðir við Apavatn? Getur það verið að einhverjir þeir sömu og njóta þess að hafa frísíma kvarti um há félags- gjöld? Er það hugsanlegt að þeir félagar okkar sem notið hafa lána úr lánasjóði símamanna kvarti um há félagsgjöld? Eða þeir sem notið hafa styrks úr menningar- og kynningarsjóði félagsins eða styrktar- sjóði? Getur það verið að einhver þeirra rúm- lega 300 félaga okkar sem hlutu 1—3 flokka hækkun í launastiga fyrir tilstilli félags- ins kvarti um há félagsgjöld? Getur það verið að félagarnir telji Síinablaðið einskis virði? Nei góðir félagar, sennilega er spurn- ingin sú arna fljótfærnislegur dómur, sem þannig kemur fram vegna þess að mörgum þykir óþægilegt að greiða félagsgjöldin í tvennu lagi, — við finndum minna fyrir þeim ef við greiddum þau mánaðarlega. Enda er það til athugunar hjá fram- kvæmdastjórn félagsins, hvort mögulegt sé að fá félagsgjöldin dregin af mánaðar- lega. Og með því fyrirkomulagi verður ekki eins óþægilega komið við pyngjuna. Hins vegar má benda á, að þeir sem telja sig betur setta að sleppa ýmsum af fram- angreindum hlunnindum geta auðveldlega gert það, með því að segja sig úr félaginu en hingað til hefur það sýnt sig að mjög fáir starfsmenn stofnunarinnar telja það hagkvæmt. SÍMÁBLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.