Símablaðið - 01.12.1968, Side 21
RABBAÐ VIÐ
TREOÐÓR LIELIENDARE
í ár fögnum vér íslendingar 50 ára full-
veldi íslendinga, en einn er sá á meðal
okkar, sem fagnar þessum tímamótum í
tvennum skilningi. Það er Theódór Lillien-
dahl, sem nú lætur af störfum hjá L. í.
eftir 50 ára starf hjá stofnuninni. Þetta er
langur starfsaldur hjá einu og sama fyr-
irtækinu. Theódór er hlédrægur maður
að eðlisfari, en hann hefir með sinni ein-
stöku prúðmennsku cg lipurð áunnið sér
vináttu og virðingu, bæði innan stofnunar-
innar, sem utan og er hverju fyrirtæki
mikill fengur í slíkum mönnum.
Það þarf að sjálfsögðu ekki að kynna
Theódór fyrir lesendum Símablaðsins, því
að fyrir utan hið langa starf hans meðal
símafólks, þá hefir hann unnið mikið að
félagsmálum F. í. S. og Byggingarfélags
símamanna.
Símablaðið vill nota tækifærið á þess-
um merku tímamótum í lífi Theódórs, og
bað hann að svara nokkrum spurningum
og þá er það fyrst hin klassíska spurning:
,.Hva3 var það sem olli því, að þú gerð-
ist símamaður?“
,,Ég var 17 ára stráklingur þegar ég
varð símritari á Akureyri, og ég er bók-
færður í „kirkjubókum" Landssímans 1.
september 1918. Það sem kom mér á spor-
ið, var auglýsing um að sendisvein vantaði
á símstöðina á Akureyri. Ég hafði lengi
haft mikinn áhuga á að komast í snertingu
við ritsíma, meðal annars vegna þess, að
ég var, sem skáti, löngu búinn að læra
morse-stafrófið og hafði mikla löngun til
að fá að handleika þau tæki. Þetta leiddi
til þess að ég varð fljótlega liðtækur við
ritsímaafgreiðsluna, mér til mikillar
ánægju. Ekki voru tækin fjölbreytt á þeim
dögum, — aðeins eitt morse móttökutæki
og einn morse handsendilykill, — meira
þurfti ekki þá.“
„Starfaðir þú ekki á fleiri símstöðvum
áður en þú komst til Reykjavíkur?“
„Jú, sumarið 1917 á Siglufirði, svo á
Seyðisfirði sumarið 1921 og í Kaupmanna-
höfn sumarið 1927 í skiptum fyrir dansk-
an símritira, sem vann á ritsímanum hér í
Reykjavík. Svo var það á Alþingishátíðinni
1930, að símriturum utan af landi var
smalað til Reykjavíkur eftir því sem fært
þótti og var ég einn í þeim hópi.“
„Hvað er þér nú minnisstæðast frá hálfr-
ar aldar starfi hjá L. í.?“
„Það er einkum tvennt, sem mér hefur
þótt mikið til koma. Hið fyrra var opnun
talsímasambands við útlönd hinn 1. ágúst
1935. Ég var fluttur frá Akureyri til að
annast starfrækslu viðtökustöðvarinnar í
Gufunesi og þar var ég í tæp sex ár. Fyrir
þessari breytingu á högum mínum hygg
ég, að Friðbjörn heitinn Aðalsteinsson hafi
staðið. Ég hafði fengizt við að smíða út-
varpsviðtæki fyrir ýmsa kunningja mína á
Akureyri og Friðbjörn hafði einhverju
sinni séð þessa framleiðslu mína, þegar
hann var á ferð á Akureyri. Annars vil
ég geta þess, að það var góðvinur minn
Snorri Arnar, sem kom mér á lagið með
að smíða viðtækin, en þeir bræðurnir
SÍMABLAÐIÐ