Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1968, Side 20

Símablaðið - 01.12.1968, Side 20
uð mismunandi eftir löndum, en víðast hvar er yfirfærsla innanlands ókeypis og samkvæmt samkomulagi sem Norðurlönd- in gerðu nýlega sín á milli eru yfirfærslur milli landanna einnig ókeypis. Gjöld fyrir inn- og útborganir eru yfirleitt ekki hærri en gjöld fyrir póstávísanir samkvæmt lægsta gjaldflokki, án tillits til þess, hvað upphæðin er há. Innborganir á eigin reikn- ing eru ókeypis. Vegna hinna lágu gjalda getur orðið um verulega útgjaldalækkun að ræða hjá þeim, sem nota póstgíró. Af framansögðu er augljóst að hagkvæmnin verður því meiri sem reikningshafar eru fleiri, þar eð yfirfærslurnar verða þá hlut- fallslega fleiri. En nú kynni einhver að spyrja hvort þessi lágu gjöld nægðu póstgíróþjónust- unni til þess að standa straum af útgjöld- unum. Verður að svara því neitandi, en þrátt fyrir það er póstgíróþjónustan yfir- leitt rekin með ágóða, sem stafar af því að hún hefir vaxtatekjur af því fé, sem stendur inni á reikningunum á hverjum tíma. f Svíþjóð t. d., þar sem póstgíróþjón- ustan hefir verið sjálfstæð stofnun í fjár- hagslegu tilliti frá upphafi, hefir alltaf verið um nokkurn tekjuafgang að ræða, ef undan er skilið fyrsta starfsárið. Þá skal vikið lítillega að notkun póst- gíróreikninganna. Til þess að fá betra yf- irlit má skipta þeim í þrjá flokka eftir notkun, þannig: 1. Innborgunarreikningar, þ. e. þegar margir þurfa að inna af hendi greiðsl- ur til sama aðila, svo sem skatta, gjöld fyrir útvarp, sjónvarp, rafmagn, síma o. s. frv. 2. Útborgunarreikninga, þ. e. þegar einn aðili þarf að inna af hendi greiðsÞir til margra og má þar nefna t. d. elli- lífeyri, fjölskyldubætur, laun o. fl. 3. Blandaða reikninga, þegar um er að ræða bæði inn- og útborganir eins og er hjá flestum fyrirtækjum og ein- staklingum. Til þess að gefa nokkra hugmynd um það hvaða aðilar það eru, sem nota aðal- lega þessa þjónustu, þá er skiptingin í Noregi í stórum dráttum þessi: Af reikn- ingshöfum alls er um helmingur fyrirtæki, félög og stofnanir um 12% og ríkis- og bæjarstofnanir og bankar um 8%. Mun skipting þessi svipuð í öðrum löndum. Því má bæta hér við, að nálega allar ríkisstofn- anir og bæjar- og sveitafélög í Noregi eru póstgírónotendur. í Noregi eru nú um 90 þúsund reiknings- hafar, en það jafngildir því að einn reikn- ingur komi á hverja 50 íbúa. Á hinum Norðurlöndunum er póstgíróþjónustan enn útbreiddari, enda fyrr tekin upp þar, t. d. er einn reikningur á hverja 15 íbúa í Svíþjóð. í Frakklandi, Belgíu og Hollandi, þar sem þessi þjónusta hefir náð hvað mestri útbreiðslu, kemur einn reikningur á 8—10 íbúa. Vegna þeirra vinsælda sem póstgíróþjór.- ustan hefir hlotið erlendis má gera ráð fyrir að svo verði einnig hér á landi og að hún verði til aukins hagræðis fyrir alla hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þétt- býli. í síðasta tölublaði Símablaðsins voru bornar fram nokkrar spurningar varðandi póstgíróþjónustuna. Hér hefir ekki verið reynt að svara þeim öllum. Ég vænti þess þó, að þessi stutta grein gefi lesendum blaðsins nokkra hugmynd um hvað þessi þjónusta hefir uppá að bjóða. SMÆLKI Forstjóri amerískrar bílaverksmiðju var að guma af því í cocktailbcði að nú væru verkfræðingar sínir að því komnir að fram- leiða bíla sem svo fullkomnum „bremsum" að hægt væri að stoppa þá „á blettinum“ á 150 km hraða. „Og hvenær heldurðu að þeir komist í gagnið?“ spurði vinur hans. „Ja, þeir eiga bara eftir að finna ráð við því að bílstjórinn kastist ekki í gegnum framrúðuna.“ SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.