Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 15

Símablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 15
sótt um leyfi til að reka loftskeytastöð hér á landi vegna þess að franskir tog- arar sem fiskuðu hér við land voru útbún- ir loftskeytatækjum. Þessi málaleitan strandaði einhverra hluta vegna, og ekki frekar aðhafst fyrr en 1915 að Eimskipa- félag íslands ríður á vaðið og útbýr bæði skip sín loftskeytatækjum. E/S Goðafoss kom til landsins í júní 1915 og er það fyrsta íslenzka skipið sem er útbúið loftskeytatækjum. í nóvember sama ár fékk E/S Gullfoss einnig loft- skeytatæki. Hér var engin stöð til að hafa samband við skipin og við svo búið mátti Sigurður Baldvinsson og Karl Kristjánsson á vakt. ekki standa. 1916 komst svo skriður á mál- ið og samið um byggingu loftskeytastöðv- ar í Reykjavík, var mönnum þá almennt orðin ljós þýðing þess fyrir íslenzka skipa- flotann. Seint í júlímánuði 1916 gera þeir Einar Arnórsson ráðherra og O. Forberg land- símastjóri, kaupsamning við Marconi Wireless Telegraph Co. Ltd., London um loftskeytastöð sem reist skuli í Reykjavík eða grennd. Reykjavíkurbær seldi á leigu 80X250 metra lóð sunnan til á Melunum og var byrjað að grafa þar fyrir grunni stöðvarhússins seint á árinu 1916. Möstrin sem voru úr stálpípum, 77 m. að hæð voru reist af innlendum verkamönnum undir forystu Sigurðar Halldórssonar tré- smíðameistara, en ríkisstjórnin fól Jóni Þorlákssyni verkfræðingi yfirumsjón með Loftskeytarstöövarliúsiö á Melunum. verkinu. Verkfræðingur frá Marconi félag- inu, Mr. J. J. Leary, kom hingað í ágúst 1917 og var þá allt undirbúið þannig að hægt var að byrja að ganga frá vélum og öðrum tækjum. Þann 8. maí 1918 var stöðin afhent ríkisstjórninni en hún til- nefndi Guðmund J. Hlíðdal verkfræðing, Vilhjálm Finsen ritstjóra og Friðbjörn Aðalsteinsson verðandi stöðvarstjóra til að taka við stöðinni. Þann 17. júní 1918 var loftskeytastöðin Reykjavíkradio opn- uð til almenningsnota. /Ví'A/Vi bnn ni)u r stiiðvar- innar Stöðin var búin beztu tækjum, sem þá var völ á, neistasendi með 5 kw. styrk- leika, sem fékk orku frá 15 hestafla olíu- mótor. Einnig varasendi ,sem fékk orku frá rafhlöðum. Viðtækin voru 2 Krystal- viðtæki, annað með viðtengdum lampa- magnara. Eins og áður var sagt voru loft- netsstengur tvær, 77 metrar á hæð, og gat stöðin sent út á 600, 900 og 1800 metra öldulengdum. Er Rafmagnsveita Reykjavíkur tók til starfa árið 1921, var stöðin tengd henni og olíumótorinn lagður niður. Árið 1924 var bætt við tveggja kw. neistasendi, sem smíðaður var á vegum Landssímans, og reyndist hann sérstaklega vel. Þáttaskil á viðtöku stöðvarinnar urðu árið 1920, er SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.