Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 40
ÆTTJ AKÐAitÁ ST
Þó vanti krónu í kassann þinn
kæra ættarjörðin.
Engu kvíðir enn um sinn
okkar stjórnar-hjörðin.
Gengisfelling framkvæmd er
fagnar hugur slingur.
Víst þá heiður virðist mér
að vera Islendingur.
Síldin, þorskur, lúða, lax
leita upp að grunni,
greyin vilja gapa strax
við gengisfellingunni.
Hver sem býr við kjaradóm
kvíðir ekki brælu,
vaggar líkt og viðkvæmt blóm
viðreisnar í sælu.
Nú skal herða náragjörð
neita sér um gæði,
svo að okkar ættarjörð
ekki á skeri flæði.
Þegar lífsins luxus dvín
og linast saddur magi,
ættjarðar þá ástin mín
yrði í þrengsta lagi.
x—ÍO
EIGIN
STAKFSEÝSING
Það hefur vafist fyrir mörgum að iit-
fylla starfslýsingareyðublöðin, en Elínborg
Kristmundsdóttir átti auðsjáanlega ekki í
neinum erfiðleikum með sína starfslýsingu
eins og kemur fram í eftirfarandi kvæði
hennar.
Ég sit í stól og sígarettur totta
síðan drekk ég kaffi, einn og fleiri potta.
En allskyns störf í hjáverkum ég vinn,
víst mér hæfði efsti flokkurinn.
En ef það fæst ei, eitthvað slaka ég til
eins og kringum tuttugasta, eða þar um bil.
Af ýmsum er ég talin alltof gegnum rauð
og oft er heilsan léleg. Mér bæri að vera
dauð.
MENNTUN
Af einskærum ófétis þráa
ég ennþá mæti í vinnunni,
því eftir er örlítill slatti
af elju og sinnunni.
Mikil er þeirra mæða,
sem menntast í skólunum.
Því vanskapnað virðast þeir hljóta
á vitsmunatólunum.
Hér áður mig langaði að læra,
og leið oft fyrir það.
Nú lofa ég guð minn hátt og í hljóði
að hafa ekki getað það.
VÉLAR OG AÐFERÐIR
Gott er að hafa vit á vélum
að véla, reynist ýmsum bezt.
Ef vinna menn allt í felum
auðgast þeir bæði hratt og mest.
SJÁLFSTÆÐI
Rýrt er réttlætið orðið.
Ranglætið slettir í góm,
hart setur hnefann í borðið
og hyllir sinn kjaradóm.
TENGSL VIÐ AÐRA
Það kann margt að koma til mála
sem kveikir í þræðinum.
46
SÍMABLAÐIÐ