Símablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 16
hún fékk til afnota 7 lampa Marconivið-
tæki, ásamt hátalara. Á árunum 1926 og
1934 var bætt við þrem sendum. Höfðu
tveir þeirra möguleika til afgreiðslu á
langbylgju og millibylgju og einn þeirra
á stuttbylgju.
JLafisiseytasaMnbattíl viii
uiliintl tttf ship
í upphafi var starfsemin aðallega fólgin
í viðtöku fréttaskeyta frá enskum loft-
skeytastöðvum fyrir blöðin og brezka
sendiherrann hér, einnig prufusamböndum
við erlendar strandstöðvar, því hér við
land voru sáraíá skip búin loftskeytatækj-
um.
Árið 1921 má telja fyrsta árið, er byrjað
var að ráði á skeytaafgreiðslu við skip,
enda ekki skrásett sambönd fyrir þann
tíma. Það ár voru afgreidd 1392 skeyti.
Til samanburðar má taka árið 1967, en
þá voru afgreidd 42447 skeyti og samtöl.
Talsatnbantl við ship
10. maí 1938, eða fyrir rúmum 30 árum
var opnuð talafgreiðsla milli skipa og
Loftskeytastöðin í Gufunesi.
símnetenda gegnum radiostöðvar í landi.
Talsamband þetta, er íór fram á milii-
bylgju, varð mjög vinsælt og jókst sam-
talafjöldi hröðum skrefum þar til sam-
bandið var stöðvað hinn 3ja júlí 1940 af
stríðsástæðum. Samband þetta hófst að
nýju 15. október 1945 og hefur verið
starfrækt síðan, og hingað til verið í örum
vexti.
Sistttbfjttjjjtttal við ship
Þegar Eimskipafélag íslands fékk til
landsins nýja Gullfoss var hann útbúinn
sterkri stuttbylgjutalstöð og var ákveðið
að talsambandið við útlönd reyndi talsam-
band við skipið, í því augnamiði að koma
síðar á stuttbylgjutalsambandi milli skips
og símnotenda í landi. Var viðtaka í Gufu-
nesi, en sendar á Vatnsenda. Stuttu síðar
bættust við fleiri skip útbúin með stutt-
bylgjutal, og nú er það þannig í dag, að
flest öll íslenzk farskip eru útbúin slíkum
tækjum. Talsambandið hafði afgreiðslu
þessara samtala þar til fengnar voru tai-
rásir við tilkomu hins nýja talstrengs, er
opnaður var 1962. Síðan lagðist stutt-
bylgjutal niður um hríð, eða þar til Reykja-
vík radio opnaði stuttbylgjutal í ágúst
1963.
Btlaradin
Byrjun talviðskipta við bíla hófst á ár-
inu 1962. Árið eftir má segja að bílaradio
hafi byrjað starfsemi sína. Bílavörður
starfaði allan sólarhringinn. Það ár höfðu
598 aðilar 3399 sambönd, og nú árið 1967
höfðu 3806 aðilar 41993 sambönd.
Tiii inin tjttr stiiðrar-
ittnar af JTtelunum
Eftir stríð voru uppi háværar raddir
um að flytja starfsemi loftskeytastöðvar-
innar af Melunum og ýmislegt var það
sem mælti með því, m. a. vegna auk-
innar flugumferðar. Loftnetsmöstur stöðv-
SÍMAB LAÐIÐ