Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 19
ÞOSTGIRO-
ÞJÓNUSTA
Eftir
Ðoryeir K. Þorgeirsson
Yfir áttatíu ár eru nú liðin síðan grund-
völlurinn að þeirri þjónustugrein, er köll-
uð hefir verið póstgíró, var lagður. Fyrsta
landið, sem tók þessa þjónustu upp, var
Austurríki árið 1883. Brátt fylgdu fleiri
lönd í kjölfarið. Sviss og Japan tóku póst-
gíróþjónustu upp árið 1906, Þýzkaland
1908, Belgía 1913 og Holland, Ítalía og
Frakkland 1918, svo nokkur lönd séu
nefnd. Af Norðurlöndunum varð Danmörk
fyrst til þess að taka upp þessa þjónustu.
Var það árið 1920, þá Svíþjóð 1925, Finn-
land 1940 og Noregur 1943. Á þessu ári
bættist Bretland í hóp þeirra landa er hafa
póstgíróþjónustu og hafa nú yfir 40 lönd
tekið þessa þjónustu upp.
Og í hverju er svo þessi þjónusta fólgin?
í stuttu máli má segja að póstgíróþjónust-
an sé einfaldara og hagkvæmara form i
póstávísanaþjónustunni. Aðaltilgangur
þessarar þjónustu er sá, að gera mönnum
kleift að inna greiðslu af hendi án þess að
nota reiðufé. Til þess að svo megi verða er
einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum, fé-
lögum og stofnunum gefinn kostur á að
opna reikning -—- póstgíróreikning — hjá
póststjórninni, þar sem allar inn- og út-
borganir eru færðar. Til þess að geta not-
fært sér þessa þjónustu verða því annað-
hvort sendandi eða móttakandi greiðslu,
eða báðir, að hafa reikning. Þegar báðir
aðilar hafa reikning nýtast kostir þjónust-
unnar til fulls, því þá er aðeins um yfir-
færslu frá einum reikningi til annars að
ræða.
í póstgíróviðskiptum er um þrjár aðal
greiðsluaðferðir að ræða.
1. Þegar reikningshafi sendir greiðslu til
aðila, sem ekki hefir reikning. Þá er
notað svokallað útborgunarkort, sem
sent er póststjórninni til færslu, en
útborgun fer fram á pósthúsi.
2. Þegar aðili, sem hefir ekki reikning
sendir greiðslu til reikningshafa. Er
þá notað svokallað innborgunarkort og
innborgunin fer fram á pósthúsi. Það
sendir síðan póststjórninni kortið til
færslu.
3. Þegar bæði sendandi og móttakandi
greiðslu hafa reikning. Er þá notað svo-
kallað færslukort, það útfyllt þegar
tími hentar og síðan sett í póst í næsta
pósthúsi eða næsta póstkassa. Síðan
er upphæðin færð milli reikninga sam-
kvæmt kortinu.
Eins og áður var sagt stuðlar þessi þjón-
usta þannig að því að draga úr notkun
reiðufjár í viðskiptum manna í milli. Með
því losna menn við talningu, geymslu og
flutning peninga, sem sparar bæði tíma
og skapar meira öryggi. Þá má nefna þann
kost að geta innt greiðslu af hendi óháð
opnunartíma pósthúsa, banka eða viðkom-
andi fyrirtækja og stofnana. Auk þess fær
reikningshafi reikningsútdrátt hverju
sinni, sem hreyfing verður á reikningi
hans, en það gerir bæði bókhald og end-
urskoðun einfaldara. Og ekki má gleyma
kostnaðarhliðinni. Ef borið er saman við
póstávísanir er notkun póstgírós til muna
öruggari. Gjöldin eru að sjálfsögðu nokk-
SÍMABLAÐIÐ