Símablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 14
50 ÁRA AFAMÆLI
L OFTSKE YTA -
STÖMÞ \\1UXX\R
M RFYKJAVÍK
Eftir
lEiílfjrínt 3la tth itt.s.snn
Hallgrímur Matthíasson
Etjr.s ta n’d tah a
Þann 4. júní 1905 kom til landsins
verkfræðingur frá Marconi félaginu í
London. Hann hét W. Densham, og hafði
meðferðis efni í 160 feta hátt mastur og
viðtökutæki fyrir loftskeyti. Þau blöð
sem voru í andstöðu við þá hugmynd að
koma hér á loftskeytasambandi, fóru yfir-
leitt háðulegum orðum um mann þennan.
kölluðu hann m. a. „mannin með prikið“
o. þ. h.
27. júní 1905 er þó merkisdagur í sögu
skeytasambandsins við útlönd, þann dag
bárust hingað fyrstu loftskeyti og var
þeim þegar dreift um bæinn og grennd, á
rauðum fregnmiðum. Fregnmiðarnir hljóð-
uðu þannig:
Marconi loftskeyti meðtekin frá Poldhu
í Cornwall á Englandi. Fjarlægðin 1850
rastir (240 mílur danskar), 27. júní 1905
kl. 10.38 s.d.
Eitt merkilegt atriði skeði í sambandi
við skeytatöku móttökustöðvar þessarar,
eftir að ritsímamálið hafði verið sam-
þykkt af Alþingi, en það var, er hún náði
fregninni um andlát Kristjáns konungs
Hannes Hafstein sigldi til Kaupmanna-
hafnar til að mæta við útför konungs.
Þessi viðtaka loftskeyta var lögð niður í
október 1906.
Loftskeytasamband er nú ekki nefnt
svo heita megi fyrr en á Alþingi 1911, þá
er talað um að koma á loftskeytasam-
bandi milli Vestmannaeyja og lands og
jafnvel í Skaftafellssýslum. Nokkrir menn
í Vestmannaeyjum og víðar stofna þá
hlutafélag og leggja sæsíma milli eyja og
lands og eru loftskeytin þá í annað sinn
úr sögunni hér á landi.
1. apríl 1912 ferst hið mikla skip
,,Titanic“ og loftskeytin bjarga fleiri
hundruðum manna og ekki um annað
meira talað en þá nauðsyn að skip séu
útbúin þessum öryggistækjum. Á Alþingi
1912 er stjórninni heimilað að láta reisa
loftskeytastöð í Reykjavík eða grennd,
sem aðallega væri ætlað að hafa samband
við skip. Franskt loftskeytafélag mun hafa
Afgreiðslulierbergið á Reykjavíkurradtó viö
byrjun starfrœkslu.
5ÍMABLAÐIÐ