Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1968, Side 34

Símablaðið - 01.12.1968, Side 34
ið? Ekki kæmi mér á óvart þó að þetta væri þessi lestarræningi, sem slapp úr fangelsi hjá þeim í vor.“ Hún leit á hann niður eftir nefinu á sér, að honum fannst úr svimandi hæð. ,,Æ, skelfilegt þurrkloft ertu, Dabbi minn,“ „En hávaxna konan?“ sagði hann og lét hana ekki slá sig út af laginu. „Mér sýndist það vera hálfgerð gleðiálka," sagði hún, „auk þess kann ég ekki við fólk, sem þykist vera barngott.“ Aftur var hringt og Dabbi fór til dyra. í gættinni birtist afar ljót kona með þess- háttar nef, sem rignir og snjóar ofan í. Hún var smágerð og mjóir fætur hennar skröltu innan í uppháum gúmmíbomsum. Dabbi ætlaði að segja henni, að búið væri að leigja stofuna, en í því skauzt hún fram hjá honum. Hún minnti á sápu og augun í henni minntu líka á sápu, grænsápu. „Ég get borgað ár fyrirfram,“ sagði hún formálalaust. Þau litu undrandi á hana. „En skriflegan samning vil ég fá,“ bætti hún við, „til minnst tveggja ára.“ Hún virtist ekki hafa nokkurn áhuga á verðinu, en tók að æða um allt, hnusaði út í loftið, settist í hægindastóla og spurði um venjur fjölskyldunnar og háttalag, hvort þau hjónin skemmtu sér mikið, sagðist hafa andstyggð á víni og vera hrædd við fulla menn. Tommustokk hafði hún meðferðis og sló máli á stofuna. Til þess að kóróna allt lagði hún svo fram ævintýraleg með- mæli. Þau voru rituð á löggiltan skjala- pappír, en neðst var undirskrift mannsins, sem hafði leigt henni áður. í skjalinu stóð meðal annars, „fröken Elínborg er einstök reglumanneskja, háttprúð og skilvís.,, Þau voru sem steini lostin og áður en Dabbi fékk áttað sig, var búið að skrifa undir húsaleigusamning og konan farin. Tvær klukkustundir liðu. Þau sátu frammi í eldhúsi og voru að fá sér mola- sopa. Allt í einu heyrðist skark mikið og háreysti úti fyrir. Dabbi lyfti gardínunni og kom þá auga á kerlinguna. Hún stóð hjá sendiferðabíl og var að snatta tveim- ur vinnuklæddum mönnum. „Þarna er hún blessunin,“ sagði Dabbi og konan hallaði sér yfir öxl hans. „Hvað eru þeir að rogast með?“ spurði hún og Dabbi fór að gá betur. „Já, þvílík mubla.“ „Mér sýnist þetta vera harpa,“ sagði kon- an. „Já, svei mér þá, logagyllt harpa.“ Þau litu agndofa hvort á annað, en vissu ekki enn, hvernig bæri að túlka tilkomu þessa sérkennilega hljóðfæris. Það heyrð- ust skrækar fyrirskipanir úr stigagangin- um, en síðan opnuðust dyrnar. Þau flýttu sér fram að skoða spilverkið. Kerlingin hringsnérist í kringum mennina og þegar henni líkaði ekki meðferð þeirra á hörp- unni, potaði hún í þá með regnhlíf. „Hvers konar fyrirtæki er þetta eigin- lega?“ hrökk út úr Dabba. „Ungi maður,“ sagði konan og munnur hennar varð eins og sól teiknuð ar smá krakka, í miðju eitt pínulítið núli, en ótai hrukkur þaðan út í frá, „ung'i maður, kail- ið ekki hörpuna mína fyrirtæki.“ „Spilið þér á þetta?“ spurði kona Dabba. „Ég er í Symphóníunni,“ svaraði hún, án þess svo mikið sem líta til hennar. Dabbi var ekkert inni í tónlist, en hann vissi að symphónía var eitthvað mjög varhuga- vert. Næsta morgun fór Dabbi til vinnu sinn- ar eins og venjulega. En það var ekki fyrr en um kvöldið, þegar hann kom heim, að hann áttaði sig til fulls á því, hvers vegna fröken Elínborg hafði fengið svona ljómandi góð meðmæli. Hún hafði verið að æfa sig mestan part dagsins, sagði kon- an, og enn mátti heyra hana plokka streng- ina. í fyrstu reyndu þau hjónin að halda uppi nauðsynlegustu samræðum, en það var ekki viðlit. „Farðu inn og segðu henni að hætta þess- um hávaða," öskraði Dabbi. „Nei, far þú,“ sagði konan. Lengra kom- ust þau ekki, því nú yfirgnæfði hörpuleik- urinn alla mannlega raust. Þau litu þög- ul hvort á annað og skilnaðarandrúmsloftið grúfði sig sem óðast yfir allt. Bráðum yrði farið að gnísta tönnum. Dabbi var ösku reiður, ekki sízt út í sjálfan sig, að hafa látið þessa músíkölsku kerlingartruntu narra sig. Ekk nema það þó, tveggja ára skriflegur samningur. Hann hafði enga 5ÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.