Símablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 23
á hinum ýmsu rannsóknarstofum hjá
Philips, sem eru yfirleitt lokaðar öðrum
en starfsfólki Philips."
„Hvað kynntir þú þér aðallega í þess-
ari ferð?“
„Aðallega ýmsar nýjngar í háleiðara-
tækni, svo sem tilraunir með „intergrated
circuits", eða smárásir, sem Stefán Guð-
johnsen gerir góð skil í síðasta Símablaði.
Áherzla var lögð á, að fylgjast með til-
raunum með tækjaeiningar sem talið er
líklegt að komi að gagni við tækjasmíði
L. I., svo sem transistorsendum og sérstak-
lega með tilliti til „Single Sideband. Þess
má geta, að á næsta áratugi er fyrirhugað,
að leggja niður svonefnda AM mótun, sem
hingað til hefir að mestu verið notuð í
talstöðvum fyrir skip og langferðabifreið-
ar, en taka þess í stað upp „Single Side-
band“, sem þýðir algjöra breytingu á nú-
verandi talstöðvartækjum.11
„Hvað telur þú helztu tækninýjungar
í radíótækni hjá Philips í dag?“
„Það má segja að við höfum fengið að
fylgjast yfirleitt með öllum tækninýjung-
um á radíósviðinu, sem eru á döfinni hjá
Philips í dag, sem var aðallega í hálfleið-
aratækni og sjónvarpstækni. Þar er unnið
stöðugt að fullkomna transistorinn og hafa
framfarir orðið miklar síðan transistorinn
kom fyrst fram árið 1948 og þá aðeins
fyrir lágtíðnir. Árið 1957 kom fram fyrsti
hátíðnitransistorinn og árið 1959 eru
smíðaðir transistorar fyrir allt að 20 Mc.
í sambandi við smárásir má geta þess,
að undanfarið hefir verið lögð mikil
áherzla á púlsrásir til notkunar í tölvum,
gerfitunglum o. fl. Nú er í vaxandi mæli
meira unnið að „Linear“-rásum, sem hægt
er að nota í venjulegri útvarpstækni, svo
sem hátíðnimagnara, IF-magnara og
,,audio“-magnara fyrir útvarpstækni. Að
lokum má geta þess, að unnið er að til-
raunum með talnema, sem gerður er úr
,,ceramic“. Talnemi þessi, sem er mjög
lítill, er notaður ásamt smárásum og getur
hann þá komið í staðinn f-yrir kolatalnema
í venjulegum símatækjum og er talinn
hafa ýmsa kosti fram yfir kolatalnem-
ann.“
„Hver telur þú helzt not fyrir L. f. af
slíkum utanferðum starfsmanna?“
„Fyrir utan hina beinu þekkingu, sem
menn afla sér í slíkum ferðum, þá víkkar
þetta sjóndeildarhring manna, þeir sjá
hvernig aðrar þjóðir vinna að svipuðum
verkefnum og við hér heima, kynnast nýj-
um vinnuaðferðum, sem síðan er hægt að
miðla öðrum þegar heim kemur.“
Viggó Benediktsson
„Hvað kynntir þú þér aðallega, Viggó?“
„Uppbyggingu og útfærslu VHF-tækja,
sérstaklega með tilliti til sjónvarpsendur-
varpssenda ,sem við erum að smíða hér
heima. Ennfremur kynnti ég mér starfs-
tilhögun á breiðum grundvelli og efnisval
með tilliti til smíði á „electroniskum“
tækjum. L. í. er eina stofnunin hér á
landi, sem hefir slík verkefni með hönd-
um og vantar því allan samanburð hér
heima og þess vegna er gagnlegt að líta
til annarra þjóða. Ég vil taka undir orð
Ríkarðar, að námsferðir sem þessar,
víkka sjóndeildarhring manna og gerir þá
hæfari.“
„Þetta var þín fyrsta námsferð til út-
landa og glöggt er gestsaugað, hvað fannst
þér frábrugðið við kollega þína í Hollandi
og starfsháttu miðað við hér heima?“
„Maður verður strax var við rólegra
yfirbragð hjá þeim hollenzku, sérstaklega
utan vinnutíma. Það virðist vera lítil
Framhald á bls. 45
S'ÍMAB'LAÐIÐ