Símablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 36
„Ég skal losa mig við hana,“ urraði Dabbi
og byrjaði að æða um eins og ljón í búri.
Það var heppilegt, að enginn kristall var
þarna uppi við.
„Við hverja?“ sagði konan.
„Helvítis Simphóníuhljómsveitina.“
,,En húsaleigusamningurinn?“
„Svik. . . tóm svik. Kerlingin minntist
ekki einu orði á hörpuleikinn.“ Dabbi tók
svefnherbergið í tveim, þrem skrefum. En
svo heyrði hann snökt og í fyrstu trúði
hann ekki sínum eigin eyrum. Hann leit á
konuna. Jú, það var ekki um að villast,
hún var að gráta, en ósköp vægt, eins
og hún væri að hita sig upp. En svo tók
sængin að hreyfast og að lokum hrisstist
allt rúmið.
„Þetta er mér að kenna,“ stundi hún milli
ekkasoganna, „allt saman mér að kenna. . .
Ég vildi bara óska, að við gætum komið
henni af okkur.“ Dabbi skók höfuðið. Gat
það verið? . . . Hún að gráta og sammála
honum í þokkabót.
„Meinarðu þetta?“ sagði hann og settist á
rúmið.
„Já, víst meina ég það,“ snökti hún. Hann
nuddaði augun, ef ske kynni að það gæfi
honum aukna sýn inn í þessa konu, sem
var lífsförunautur hans.
„Elskan mín,“ sagði hann svo og strauk
henni um hárið, „þó ég þurfi að taka hana
í bóndabeygju, þá skal hún út og það strax
á morgun.“ Hann lagðist við hlið hennar
og hún var hætt að gráta og hann slökkti
ljósið.
„Mig langar ekkert í þennan Trabantbíl,"
hvíslaði hún og þau létu fara lítið fyrir
sér, notuðu ekki nema hálft rúmið og
þarna í myrkrinu sættust þau heilum sátt-
um . . . þannig séð.
- - Vetllaunapt^afáta - -
Urlausnir verða að hafa borist Símablaðinu fyrir janúarlok.
BÖKAVERÐLAUN.
I
M
SÍMABLAÐIÐ