Símablaðið - 01.12.1968, Side 32
En með öðrum orðum, þau sátu þarna
og létu sig hafa það gott.
„Mér var að detta svolítið í hug,“ sagði
konan og leit upp úr bókinni. Dabbi hrökk
við. í áralangri sambúð, hafði læðzt inn
hjá honum nokkur ótrú á hugdettum henn-
ar.
„Hvað segirðu um að leigja út stofuna?“
spurði hún.
„ÞESSA stofu?“ sagði Dabbi undrandi og
benti ofan í gólfteppið.
„Já, vitaskuld,“ sagði hún óþolinmóð.
„Hvar eigum við þá að vera?“ spurði hann.
„Nú en í svefnherberginu eða frammi í
eldhúsi,“ svaraði hún og það sáust ekki
minnstu svipbrigði á andliti hennar. Dabbi
var að vísu fégráðugur og bankabókin hon-
um ekki síður kær en henni. En betri
stofan . . . nei það var einum of langt geng-
ið.
„Hvað um húsgögnin?“ sagði hann.
„Leigjum þau með og tökum inn góðan
pening,“ svaraði hún. í svip hennar var
nú kominn óstöðvandi þungi og í augun-
um nýíslenzkur glampi, þessháttar sem
Dabbi kannaðist svo vel við úr blokkinni.
„Eldhúsinnrétting úr harðviði,“ sagði
glampinn, „mosaik í baðherbergi, allt tipp-
topp og fínna en hjá fólkinu á móti.“
„Já, en frímerkjasafnið mitt?“ tuldraði
Dabbi.
„Ég skal rýma nærbuxnaskúffuna,“ sagði
konan, „þú getur haft það þar.“ Sígarett-
an var nú farin að brenna hann í fingur-
inn og hann fleygði henni í öskubakka.
Honum varð hugsað til skapsmuna konu
sinnar, þetta síkvika fyrirbrigði, sem reið
eins og holskefla yfir þetta heimili. Hvert
átti hann að leggja á flótta með sæng og
kodda, þegar svefnherbergisóeirðir næðu
hámarki og stofan teppt?
„En gestir?“ sagði hann og greip í síðasta
hálmstráið.
„Þeir eru fyrir löngu komnir úr móð,“
sagði hún. Ja, hún er sveimér ákveðin,
hugsaði hann og svo hugsaði hann um
hvað lífið er stutt og hann nennti ekki
að pexa við hana.
„Nú, ja-ja, þú ræður,“ sagði hann þreytu-
lega.
„Ræð ég? ... Nei, ég held nú síður. Það
verður að vera samkomulag um þetta,“
sagði hún.
„Þá það.“
„Auðvitað. .. það fer aldrei vel ef annar
aðilinn tekur völdin í sínar hendur.“
„Ja, þar hefurðu á réttu að standa,“ sagði
hann. Hún stóð nú upp og gekk yfir til
hans.
„Þú ert yndislegur,“ sagði hún og það var
eins og orðin kæmu upp úr sírópskrukku.
Svo sótti hún blað og blýant og tók að
lesa fyrir auglýsingu, sem átti að fara í
Vísi daginn eftir. Líklega vildi hún með
þessari samvinnu undirstrika það enn ræki-
legar, að þetta væri ákvörðun þeirra
beggja.
Um nóttina svaf Dabbi illa. En næsta
morgun fór hann með auglýsinguna á af-
greiðslu Vísis. Þeir lofuðu að koma henni
í blaðið samdægurs. Dabbi lét aftur dyrnar
og rölti áleiðis í vinnuna. Hann var þung-
ur á sér og lífið fór ótuktalega í hann,
mistur í hugsuninni rétt eins og heilinn
hefði verið lagður í deigan klút.
Þegar hann kom niður á bílalager fór
hann í samfestinginn, sem beið hans þar
sem hann hafði stigið upp úr honum kvöld-
ið áður. Það var farið að reka á eftir hon-
um með blístri og alls kyns skarkala og
þegar hann opnaði afgreiðslulúguna birt-
ust olíukámugar lúkur nær samstundis,
fálmandi gegnum ósýnilegan kolsýrlings-
vegg. Á hverjum morgni greip hann þessi
sama tilfinning. Honum fannst risastór
margfætla vera um það bil að hremma
sig.
„Fáðu mér kúplingsborða,“ öskraði einn
verkstæðismaðurinn.
„Pakkdós,“ sagði annar. Allir voru þeir
með tvist í hendi og stundum lömdu þeir
í járnvarið afgreiðsluborðið með skiptilykli
eða rörtöng, þannig að allt lék á reiði-
skjálfi. Þetta kölluðu þeir kímnigáfu og
langt, langt inni í skítugum andlitum þeirra
vottaði fyrir brosi.
„Hvernig lízt þér á kosningarnar í vor?“
sagði karlskröggur, sem var Dabba til að-
stoðar við afgreiðsluna. Alltaf þetta sama
dag út og dag inn.
SÍMABLAÐIÐ