Símablaðið - 01.12.1968, Síða 18
samanburðar má taka árið 1967. Þá voru
afgreidd 42447 skeyti og samtöl.
Eins og fyrr var sagt, fluttist loftskeyta-
stöðin af Melunum að Gufunesi í maí 1963.
Þar er nú miðstöð allrar skeyta- og sam-
talaafgreiðslu við skip. Þar er fjöldi við-
tækja og viðtökuloftneta, en flestir send-
ar stöðvarinnar og sendiloftnet eru á
Rjúpnahæð. Einnig notar stöðin fjar-
stýrða senda og viðtæki, sem staðsett eru
víða um land.
Þjónusta hennar við skipin hefur frá
upphafi verið margþætt. Útsendingar,
ýmsar viðvaranir, t. d. varðandi ís, reköld
og slíkt tíðnimælingar, radioeftirlit og
neyðarafgreiðslu. Við stöðina starfa nú 13
manns.
3Munnahattl TEA.
Frá því Reykjavík radio hóf starfsemi
sína, hafa um 50 manns starfað þar um
lengri og skemmri tíma. A þessu tímabili
hafa 10 manns af starfsliði hennar fallið
frá. Eins og kunnugt er var fyrsti stöðvar-
stjóri TFA Friðbjörn Aðalsteinsson. Hann
starfaði þar frá 1. febrúar 1917, þar til
hann andaðist, á miðju ári 1947, 57 ára.
Hann mun hafa komið í þjónustu Lands-
símans 1907. Friðbjörn hafði húsnæði á
stöðinni og ásamt honum L. Norgulen.
línuverkstjóri með fjölskyldu. Norgulen
gæzlu mótorsins. Hann féll frá nokkrum
árum síðar.
Lengst hafa starfað á stöðinni Hallgrím-
ur Matthíasson frá 1919. Guðmundur Sig-
mundsson mun hafa starfað þar í 22 ár,
er hann hvarf að öðru starfi, Sigurgrímur
Stefánsson frá 1925—1940, er hann andað-
ist. Snorri Amar frá 1919—1930, er hann
sagði lausu starfinu. Páll R. Ólafsson mun
hafa starfað þar í 12 ár. Elztir í þjónustu
af núverandi starfsliði stöðvarinnar, auk
Hallgríms, munu vera Gunnar Einarsson,
frá 1942, Ólafur Sveinsson, frá 1942 og
Kristján Jónsson frá 1945.
í byrjun var stöðvarstjórinn einn, enda
engar sérstakar vaktir. Á árinu 1919 voru
ráðnir til stöðvarinnar tveir loftskeyta-
menn. Starf þeirra í byrjun var að
miklu leyti það sama og verið hafði áð-
ur. Á árinu 1920 var bætt við einum
starfsmanni. Við tilkomu þriggja manna
var byrjað á sólarhrings vöktum, þrískipt-
um. Árið 1925 var ráðinn 1 til viðbótar
og voru þá teknar upp fjórskiptar vaktir.
Á fimmskiptum vöktum var byrjað 1948,
og 1950 voru ráðnar 2 stúlkur til af-
greiðslu við skip. Nú starfa á stöðinni 14
manns, auk núverandi stöðvarstjóra, Stef-
áns Arndal, en undir harm heyrir eirmig
radíóþjónustan vegna Atlantshafsflugsins.
S.fÓJV VA ItPSNÁ MSKEIÐ
Sjónvarpsnámskeið, haldið á vegum
Radíótæknideildar Pósts og Síma, hófst
snemma á þessu ári. Námskeiðið skiptist
í 3 tímabil og er hvert tímabil 5 vikur.
Tveim þeirra er lokið og hið síðasta mun
hefjast í vetur. Próf er eftir hvert tíma-
bil. Námskeiðið hafa sótt 62 menn úr hin-
um ýmsu deildum Radíótæknideildarinn-
ar. Kennslan er fyrst og fremst í fyrir-
lestraformi og er farið yfir bókina ..How
Television Works“. Kennari er Stefán
Guðjohnsen tæknifræðingur. Námskeiðið
er 60 kennslustundir og veitir próf að
því loknu símvirkja í 12. flokki rétt á því,
að láta þessar 60 stundir ganga upp í hin-
ar tilskildu 300 kennslustundir, sem gefa
honum möguleika á hækkun upp í 14.
flokk.
Nemendum utan af landi er einnig gef-
inn kostur á að spreyta sig á námi þessu
og hafa 25 tekið þátt í því. Ætlast er til
að þeir lesi bókina samkvæmt skipulags-
töflu, sem kennarinn hefir samið.
Þessum nemendum mun síðan verða
gefinn kostur á að koma til Reykjavíkur
og fá þá margar kennslustundir á dag í
nokkra daga og verður síðan efnt til loka-
prófs.
H. H.
SÍMABLAÐIÐ