Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 29
inni, sem var þeim nokkurs virði hér á
jörðu.
Þegar stormurinn bylur á glugga eða
súð, og hrykkir í stoðum, eða ýlfrar í gott-
um — og báturinn ætti fyrir löngu að vera
kominn að landi — þá er dapur hugur sjó-
mannskonunnar, en slíkar stundir fær hún
oft að reyna. Það er eins og vindkvið-
urnar, snöggar og tíðar, myndi óhugnan-
legan trumbuslátt, — tómahljóð í stofu og
sál. Vindurinn vex og tíminn líður, óttinn
verður að örvæntingu, kveljandi örvænt-
ingu, sem lamar vit og vilja.
Einmitt núna í dag var háð ægileg or-
usta. Af henni hafa borizt sorgleg tíðindi
um fallna menn og særða, auk óvenju-
mikils tjóns á veiðarfærum og flota.
Þó er það drengilegri framgöngu nokk-
urra manna að þakka, að ekki fór verr en
á horfðist. Okkur, sem sitjum inni í hlýj-
um og traustum stofum, finnst e.t.v. ekki
mikið til þess koma, þó að bátar renni
framhjá sökkvandi báti eða bátsflaki og
hirði þar menn úr háska. En það þarf
meira en margan grunar til slíkra fram-
kvæmda. Það þarf andlegt og líkamlegt
þrek, hugdirfsku og snarræði, örugga stjórn
og refjalausa fórnfýsi, ekki eitt af þessu,
heldur allt þetta. Ég hef hvorki þekkingu
né vit til að segja í nokkrum orðum frá
þeim óendanlega mörgu viðhccfum, sem
skapast geta við slík tækifæri, en því get
ég slegið föstu, að hjá okkur íslendingum
eru mörg snilldarafrek unnin á sjónum,
þar sem sjómaðurinn leggur líf og limi og
allt sem hann á, í bráða hættu til að bjarga
félaga sínum frá viðjum votrar grafar.
Nærtækt dæmi um slíka dáð eigum við
frá liðnum degi, þar sem Gauksstaðabræð-
ur, Þorsteinn og Gísli og skipshöfn þeirra
leggur farkost og fjör í geysilega hættu
við að leggja tvisvar að bátsflakinu Ægi
og bjarga af því fjórum mönnum. Til stað-
festingar hættunni vil ég benda á, að sjó-
gangurinn var svo mikill, að hann hafði
tekið Ægi heila veltu og brotið allt af hon-
um ofanþilja.
Hvernig er hægt að þakka svo frækileg
störf?
Það verður vart gert með orðum, og að
Jkðaifunttur
stöövurstjóra
Aðalfundur félagsdeildar Póst- og síma-
stjóra á 1. fl. B stöðvum var haldinn að
Reykholti í Borgarfirði 24. og 25. ágúst
1968.
Auk stöðvarstjóra sátu fundinn þeir
Ágúst Geirsson formaður F.Í.S. og
Vilhjálmur Vilhjálmsson, ritstjóri Síma-
blaðsins og seinni fundardaginn var Jón
Þórisson mættur, en hann hefur lengi
verið stöðvarstjóri í Reykholti sem er 2.
fl. stöð.
Reykholt er ein þeirra stöðva, sem mik-
ið hefur vaxið á síðari árum og á að okk-
ar mati að vera í tölu 1. fl. B stöðva.
Formaður deildarinnar Jón Tómasson,
bauð gesti og félaga velkomna til fundar
og flutti síðan skýrslu stjórnar.
Mál skýrslunnar sem Jón Tómasson
taldi mestu varða voru sumarbústaðamál-
ið og starfsmatið sem yfir stæði og kvaðst
hafa óskað eftir að Vilhjálmur Vilhjálms-
son kæmi til fundarins, með það fyrir
augum að hann veitti aðstoð og upplýs-
ingar varðandi það, en hann hefur á veg-
um félagsins, unnið með fólki að umbeð-
inni skýrslugerð um starfsmat, bæði í
Reykjavík og út um land.
Ágúst Geirsson var bjartsýnn á að
næsta sumar yrðu sumarbúðir F.Í.S. við
Apavatn að einhverju leyti komnar í not-
jafnaði er sjómaðurinn ekki þannig skapi
farinn að hann óski eftir að gert sé veður
um slíka hluti.
Væri ekki sjálfsagt að íslenzka ríkið
hefði sérstaka orðu, — sjóafrekaorðu, —
sem það veitti skipshöfnum og einstakling-
um fyrir frækilega unnin störf á sjónum?
Jón Tómasson.
B Í MÁB LÁÐ IÐ