Símablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 33
„Hvernig lízt þér á kosningarnar í vor? ...
Hvernig lízt þér á kosningarnar í vor?“
Það var máttur endurtekningarinnar, sem
þessi elliæra sál var búin að koma sér
niður á.
Þegar umhægðist reyndi Dabbi að leiða
athygli gamla mannsins frá stjórnmálum.
Hann talaði um Borgarfjörð, fæðingarsveit
karlsins, doða í sauðkindinni, nyt í kúnum
og heimtur þeirra Borgfirðinga af fjalli.
En það reyndist erfitt að halda honum
við efnið. Hann var mest úti á þekju,
samræðurnar kannski komnar oní Leirár-
sveit, en hugur gamla mannsins enn uppi
í Skilamannahreppi.
Seinni partinn lét Dabbi karlinn telja
skrúfur. Það var raunar helber óþarfi, en
betra að hann tautaði einhverja talnaröð
upphátt við sjálfan sig, en hafa hann hang-
andi yfir sér.
í fyrstu gekk þetta ágætlega og Dabbi
hafði meira að segja næði til að lesa Vísi,
fann þar auglýsinguna, sem hann hafði
farið með fyrr um daginn. En Adam var
ekki lengi í paradís.
„Sagði ég 1089 eða 2089?“ heyrðist innan
úr skoti.
„Þegiðu,“ sagði Dabbi.
„Haaaaa,“ sagði karlinn og myndaði trekt
við eyrað.
,,Þegiðu,“ endurtók Dabbi, en karlinn
heyrði ekki neitt.
Á mínútunni sjö fór Dabbi úr samfest-
ingnum og stimplaði sig út. Það var gott
að komast undir bert loft og á leiðinni
niður á torg, fann hann hvernig kolsýr-
iingsvíman rann smátt og smátt af hon-
um. Veröldin varð nokkurn veginn óbrengl-
uð, húsin staðnæmdust og staurar allir
vissu lóðrétt upp af jafnsléttu. Hann náði
í gott sæti í strætisvagninum og hundrað
fullpínklaðar, óléttar kerlingar hefðu ekki
fengið hann til þess svo mikið sem hreyfa
aðra augnbrúnina, hvað þá að standa
upp.
Þegar hann kom heim, var eiginkonan
í góðu skapi. Angan af mediserpylsu um-
lék hana og Dabbi sá rauðbeður á undir-
skál. Hann settist í eldhúsið og hún snar-
snérist í kringum hann, eins og hann væri
gestur á sínu eigin heimili, gaf honum
meira að segja sultutau með pylsunni.
Eftir matinn flýtti hún sér að þvo upp,
ekkert slen eða illgirnislegur hávaði í
hnífapörum. Símhringingum hafði ekki
linnt frá því blaðið kom út, sagði hún,
sumt hafði viljað leigja stofuna óséða, ár
fyrirfram, sama hver leigan var. En hún
hafði sagt fólkinu að koma, vildi sjá fram-
an í það.
„Svona nú,“ sagði hún, þegar hún var
búin að gefa Dabba kaffisopa, „lokum eld-
húsinu, svo að ólyktin fari ekki inn í stofu
og lækki hana í verði.“ Hún stjakaði hon-
um á undan sér og það var gott, fannst
honum, að sjá hana svona hýra.
Um áttaleytið tók fólk að streyma. Á
fyrsta hálftíma komu milli tíu og tuttugu
manns. Önnur eins sýnishom af hinu
hrjáða mannkyni hafði Dabbi aldrei séð.
Það var með ólíkindum hvers konar fólk
var í húsnæðishraki í þessum bæ. Þarna
var meinlætafólk af öllu tagi. Umkomu-
lausar ekkjur. Konur sem sögðu da-da
framan í börnin. Afspyrnurólegir iðnaðar-
menn, skrælnaðir í lófunum og með þung
augnlok, sem minntu meira á svefn en
vöku. Allra þjóða kvikindi í strigaskóm
og gulum vatnskápum. Stelpurassgat, sem
virtist halda að lífið væri einn óslitinn
indíánaleikur, en almennt eins og heilt
fótgöngulið hefði átt leið um hana.
„Þarna get ég haft radíógrammófón,“ sagði
hún og vildi augljóslega slá ryki í augu
þeirra með þessari óvæntu eignayfirlýs-
ingu.
„Ég veit sveimér ekki,“ sagði Dabbi þegar
stúlkan var farin.
„Hvernig leizt þér á enska rithöfundinn?"
spurði konan. Dabbi hugsaði sig um. . .
Andskotinn að ég láti einhvern listafír
vera að sníglast hér heima við allan dag-
inn, eldri telpan í skólanum en sú yngri
skaðræðislega ómálga. Upphátt sagði hann:
„Æ, held maður kannist við þessar land-
eyður, sem koma hingað og þykjast vera
mikilmenni.“
„Mér fannst hann SVO ágætur,“ sagði
konan.
„Úff... sástu skeggið ... og augnaráð-