Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1968, Síða 17

Símablaðið - 01.12.1968, Síða 17
arinnar voru að dómi fagmanna (innan flugsins) of nærri aðflugi á flugvöllinn. Rafmagnstruflanir í viðtækjum stöðvar- innar jukust mjög vegna aukinnar starf- rækslu ýmiskonar verkstæða í nágrenn- inu. Einnig fengum við oft kvartanir vegna truflana frá stöðinni er verkuðu á viðtæki bæjarmanna. Nokkru eftir stríð, eða nánar tiltekið 1953, var því það ráð tekið að flytja loftnetsmöstrin upp á Rjúpnahæð. Einnig voru sendar stöðvar- innar fluttir þangað og að Vatnsenda, þó þannig að sendarnir voru lyklaðir frá stöðinni. Nýja senda fengum við staðsetta bæði í Grindavík og að Gróttu. Þeir voru eingöngu notaðir til talviðskipta við skip og báta. Aðeins einn sendir var eftir hjá okkur og var hann aðallega notaður til viðskipta við báta í nágrenninu. í stað stóru loftnetsmastranna voru sett upp lítil loftnetsmöstur er voru að hæð álíka há og flaggstöng á stöðvarhúsinu. Fimm við- tæki fengum við staðsett í fjarlægð, þrjú af þeim á fjallinu Þorbirni á Reykjanes- skaga og tvö í Gufunesi, bæði á neyðar- bylgju. Þau voru tengd stöðinni með línum. Eðlisfræðistofnun Háskólans hafði til margra ára haft mikinn áhuga á að fá hús- næðið fyrir starfrækslu í stöðvarhúsinu. og endirinn var sá að ríkið gaf Háskól- anum stöðvarbygginguna og um leið var ákveðið að starfræksla stöðvarinnar yrði eftirleiðis staðsett í Gufunesi og samein- uð að nokkru leyti annarri afgreiðslu. I þessu sambandi skal það tekið fram að um nokkurra ára bil hafði sumt af starfræksl- unni farið fram í Gufunesi, þar á meðal Grænlandsviðskipti, og einnig var aðstoð veitt við stuttbylgjuviðskipti o. fl. Þá hafði þar um árabil verið starfrækt loft- skeytastöð í þágu Atlantshafsflugsins, með fimmtíu manna starfsliði. Þann 1. maí 1963 var stöðin á Melunum lögð nið- ur á þeim stað og flutt að Gufunesi, enda var starfræksla Eðlisfræðistofnunar Háskólans þá flutt í hluta af húsnæði stöðvarinnar og miklar breytingar gerðar innanhúss í sambandi við það. í Gufunesi er því miðstöð allrar skeyta- Reykjavíkurradíó og umhverfi áriö 1918. og samtalaafgreiðslu við skip. Þar er fjöidi viðtækja og viðtökuloftneta, en fiestir sendar stöðvarinnar og sendiloftnet eru á Rjúpnahæð. Þjónusta hennar við skipin hefur frá upp- hafi verið margþætt, Útsendingar veður- fregna, ýmsar viðvaranir, t. d. varðandi ís, reköld og slíkt, tíðnimælingar, radioeftirlit og neyðarafgreiðsla. itatlitp-satnbiÍÉní t'iii ship Árið 1921 má telja fyrsta árið er byrjað var að ráði á skeytaafgreiðslu við skip, enda ekki skrásett sambönd fyrir þann tíma. Það ár voru afgreidd 1392 skeyti. Til SÍMAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.