Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1968, Síða 24

Símablaðið - 01.12.1968, Síða 24
ÖHLÖGIiX SHINNA JÞRÁÐ Allt frá því að hjólið var fundið upp, hefur það verið ríkt í huga mannsins, að ná lengra og lengra á sviði tækni og vís- inda. Skapa nýja og nýja hluti og full- komna þá meir og meir. Árið 1948 er ung- ur, áhugasamur tæknimaður L. í. með einn slíkan hlut á vinnuborði sínu. Þessi hlutur er svokallað VF-viðtæki, eitt af mörgum viðtækjum, sem Landssíminn smíðaði fyr- ir skipaflotann. Það sem vakir fyrir þessum áhugasama tæknimanni, er að betrumbæta eitt við- tækið með því að gera það næmara, og þar sem tækið var eingöngu fyrir talviðskipti, að breyta því einnig fyrir morseviðskipti og setja i það bylgjusvið, sem m. a. er not- að fyrir neyðartíðnina 500 kc á morce. Tilraunirnar tókust með ágætum og hið betrumbætta VF-viðtæki bíður síns reynslutíma. Nú víkur sögunni um borð í eitt af varð- skipum ríkisins. í loftskeytastöð skipsins situr loftskeytamaðurinn og hlustar á tæk- in, en það er sama hvað tækin eru vel stillt, næmleiki þeirra er takmarkaður og svo eru ljósavéla truflanir sem koma með straumnum inn á tækin. Þetta verða flest- ir loftskeytamenn að sætta sig við, við þessu er oft á tíðum lítið hægt að gera, — nema að nota viðtæki knúin rafhlöðum, eins og þau voru í gamla daga. Þessi loft- skeytamaður var sérlega opinn fyrir rad- íótækninýjungum og hafði mikinn áhuga á að betrumbæta tæki sín. Tæknimaðurinn á Radíóverkstæði L. í. vildi gjarnan láta reyna tækið sitt, og ætíð er þörf fyrir beztu radíótæki um borð í björgunar- og varðskipum ríkisins. Sam- vinna tæknimannsins og loftskeytamanns- ins er afráðin, tækið er sett um borð í varðskipið Ægir, — og mánuðir líða. Nú víkur sögunni upp í loftin blá. Kvöld- ið 14. september 1951 er stærsta flugvél íslendinga á heimleið frá útlöndum. Skyndilega rofnar allt radíósamband við flugvélina og þegar engin svör berast frá vélinni, þrátt fyrir margítrekuð köll, er óttast, að ekki sé allt með felldu. Víðtæk leit er hafin á landi, sjó og úr lofti. Ótal viðtæki eru höfð opin dag og nótt og það er hlustað með athygli á neyðartíðnunum, en ekkert heyrist í GEYSI, kallmerki TF RVC, hinni týndu flugvél og vonir manna dvína með hverri stundu sem líður. ÆGIE er á Akureyri. Kl. 0050 er tekið á móti skeyti (CQ) frá TFA um að TF RVC sé saknað. Daginn eftir er haldið til gæzlustarfa við NA-land. Tíminn líður og ekkert fréttist um afdrif vélarinnar. En það er einhver eftirvænting, beðið eftir einhverjum fréttum á öldum ljósvakans, — og eftir því sem stundirnar líða er hinna verstu tíðinda að vænta. En meðan ekkert fréttist, þá er nokkur von, a. m. k. þess vert að hlusta vel. Það er kominn mánudagur 18. septem- ber, ÆGIR lætur reka út af Skálum á Langanesi. Að loknum hádegisverði finnst loftskeytamanninum að það gæti verið þess vert að fara frekar í loftskeytaklefaim og lesa þar í blaði eða bók í stað þess að leggja sig eftir matinn, eins og venja var. Tækin suða, einstaka köll íslenzkra stöðva á 2182 kc taltíðninni og morsemerki fjar- lægra stöðva við Norðursjó heyrast á 500 kc tíðninni. Klukkan er 1315 og morsestöðvarnar þagna. Þagnartímabilið til 1318. Kl. 1317 heyrast mjög veik og ógreinileg neyðar- merki, AAAAA... og nokkrum sinnum SOS á milli. Loftskeytamaðurinn stillir öll viðtækin á 500 kc, en það er aðeins eitt SÍMABLAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.