Símablaðið - 01.12.1968, Síða 30
hæft ástand. Hann benti einnig á mikil-
vægi þess að stöðvarstjórar gerðu starfs-
lýsingar og létu einnig samstarfsfólk sitt
á stöðvunum gera sínar starfslýsingar.
Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ágúst
Geirsson aðstoðuðu fundarmenn við
starfslýsingar langt fram á nótt.
Allmargar tillögur voru ræddar og sam-
þykktar, svo sem — að lýsa fullum stuðn-
ingi deildarinnar við F.Í.S. í kröfum um
fullan samningsrétt í kjaramálum.
Þá samþykkti fundurinn að fela stjórn
deildarinnar og stjórn F.Í.S. að fá sam-
ræmt stigakerfi Póst og símamálastjórn-
arinnar og stigakerfi það, sem stöðvar-
stjórar 1. fl. B stöðva lögðu til grund-
vallar launaflokkunum sínum innbyrðis.
Skuli stigakerfi þetta miðast við 17. launa-
flokk, sem lágmark og verka til hækk-
unar eftir því sem stigafjölgun gefur til-
efni til.
Krafan um að engum stöðvarstjóra séu
greidd lægri laun en 17. launaflokk er
byggð á samanburði við nokkrar 17. flokks
stöður hjá pósti og síma, sem óhæfilegt
er að meta hærra en sjálfstæð, ábyrgða-
mikil trúnaðarstörf, sem stöðvarstjórar
inna af höndum fyrir stofnunina úti í
dreifbýlinu.
Fundurinn gerði ályktun út af póstút-
burði, boðsendingum og útburði sím-
skeyta, en stöðugt virðast vaxa örðugleik-
ar á að leysa þessi mál, sem sumstaðar
virðast vera komin í algjört öngþveiti.
Ályktun varðandi mistalningsfé var
þess eðlis, að mistalningsfé væri of lágt,
bæri að ná til veltu bæði pósts og síma
og allra stöðva.
Stjórn F.Í.S. var falið að vinna að íausn
þessara ályktana, einnig að koma eftir-
töldum tilmælum á framfæri við Póst og
símamálastjórnina:
1. Að haldið verði áfram vinnuhagræð-
ingu við skráningu pósts og bókfærðra
sendinga og breytingu eyðublaða þar
að lútandi.
2. Að útvarpstilkynningar um símalokan-
ir verði miðaðar við einn og sama dag
er gildir fyrir allt landið.
3. Að Póst og símastjórnin komi á sér-
stakri símapóstávísanadeild við hlið
ritsímaafgreiðslunnar í Reykjavík, sem
verða mætti til aukins hagræðis fyrir
viðskiptavini.
Svo vongóðir voru félagar um gildi og
réttmæti starísmatsins við röðum stöðvar-
stjóra í launaflokka og trú á að Þar með
væri allur vandi leystur, að hugmyndir
komu fram um að hafa aðalfund deildar-
arinnar annað hvert ár.
í umræðum kom fram staðfastur vilji
fundarmanna um að fækka ekki fundum.
Bent var á bein og óbein not af því að
ræða saman um málefni starfsfólks og
stofnunar. Kröfurnar væru að vísu oft í
fyrirrúmi, en þær væru lóð á jafnvægis-
skálum stofnunar okkar við aðrar stofn-
anir í keppni um góða starfskrafta.
Félagsþroski, félagsandi og persónuleg
kynni þessa dreifða starfshóps væri meira
virði en þær krónur, sem fundarsóknin
kostaði og bæri því að halda uppteknum
hætti enda gefa lög F.f.S. ekki tilefni til
að fundum verði fækkað.
Stjórnarkjör fór svo að Jón Tómasson,
Keflavík. var kosinn formaður, Karl
Helgason, Akranesi, ritari, Sigríður Páls-
dóttir, Hveragerði, gjaldkeri.
Varastj.: Sigurður Þorleifsson, Grinda-
vík, Karl Hjálmarsson, Borgarnesi og
Guðrún Magnúsdóttir, Brúarlandi.
í félagsráð F.Í.S. Jón Tómasson og Karl
Helgason og til vara Karl Hjálmarsson og
Kári Forberg. — Á þing B.S.R.B. var
kosinn Karl Helgason og til vara Jón
Tómasson.
Að lokum var eftirtöldum mönnum falið
að annast fréttir og annað er Símablaðinu
mætti að gagni verða:
Hallgrímur Jónsson Búðardal,
Hermann Guðmundsson, Súgandafirði,
Brynjólfur Sveinsson, Ólafsfirði og
Gissur Erlingsson, Neskaupstað.
SÍMABLAÐIÐ
(Heimildir: Fundargerðabók deildarinnar).