Símablaðið - 01.12.1968, Side 39
Ilann greiðir í 30 ár og hættir þá
greiðslu, 60 ára gamall. Hann bæt-
ir við sig 1% á ári til 65 ára ald-
urs. Þá öðlast hann rétt til að láta
af störfum og fá ellilífeyri er nem-
ur 65% af launum. Eftir það bætir
hann við sig 2% á ári og' nemur
ellilífeyririnn þá 75% af launum,
þegar hann verður 70 ára.
95 ára reglan: Hann greiðir í 32
ár eða þar til aldur hans er 62%
ár (32% + 62y2 = 95). Þá hefur
liann öðlazt rétt til að láta af störf-
um með 60% ellilífeyri.
Eftir það hætast 2% við fyrir
livert síarfsár og' nemur iiann því
65% af launum þegar hann verð-
ur 65 ára og 75% af launum ,þegar
hann verður 70 ára.
Að lokum skal athygli vakin á því
að upphæð ellilifeyris er hundraðs-
hluti af þeim launum, sem á hverjum
tíma fylgja starfi þvi, sem sjóðfélag-
inn gegndi síðast.
GÓÐ SÍMA-
Þ.JÓNUSTA
Það vill mikið oftar bera við að menn
láta í ljósi óánægjuraddir, fremur en að
lýsa ánægju sinni ef vel gengur.
Það var því mikið gleðiefni þegar Lands-
síminn og starfsmenn hans þar með fengu
hrós fyrir mjög góða símaþjónustu þegar
ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins
var haldinn í höfuðborginni í maí sl.
Verður að líta á framangreint sem veru-
legt hrós, þar sem forystumenn þessara
samtaka hafa mjög góðar aðstæður til að
dæma um þessa þjónustu.
UTANFARItt -
Framhald af bls. 29.
pressa á mönnum og þeir eru auðsjáan-
lega ekki í tímahraki. Þar er um meiri
sérhæíingu að ræða, menn vinna að
þrengri verkefnum, eru vel heima í grund-
vallaratriðum í radíótækninni og eru með
meiri menntun. Það eru hreinar línur með
það, að allir hætta að vinna kl. 17, sem
virðist gefa dágóðan lífstandard. Flestir
eiga bíla, þó þeir noti reiðhjólið einnig
mikið og þeir eru vel klæddir.
Það myndi fáum detta í hug, að fara
að auka kaupgetuna með lengri vinnu-
degi. Þó vissum við Ríkarður um einn
mann á Labratoriunu, sem hafði unnið
aukavinnu, sem hljóðfæraleikari um helg-
ar. Hann varð að hætta því vegna þess, að
þeim hjónunum fannst hann vera kominn
of mikið úr tengslum við heimilið.“
„Hvernig kanntu við HolIendinga?“
Hollendingar eru yfirleitt mjög elsku-
legt og reglusamt fólk, ég sá t. d. varla
nokkurn tíma drukkið fólk, en það reykir
mikið. Ég kom inn á nokkur hollenzk
heimili og það, vakti athygli mína, hvað
hollenzk börn ,,respektera“ fullorðna
fólkið meira en hér tíðkast. Börn eru
aldrei með ólæti á almannafæri og sáust
varla úti eftir kvöldmat þó bjart væri
til kl. 22 þann tíma, sem ég dvaldi í
Eindhoven."
H. H.
☆
SMÆUKI
Á velferðartímum sumra þjóða eru allt-
af einhverjir sem eru óánægðir með tilver-
una enda þótt þeir hafi alltaf ærið nóg —
og kannski allt of mikið, — að borða. í
blaði einu í Þýzkalandi var nýlega bent
á að hægt væri að fá ýmsar ráðleggingar
með því að velja ákveðið símanúmer. Ein
þeirra var þessi: „Fremjið ekki sjálfsmorð
með hnífi og gafli.“
S'ÍMABLAÐIÐ